Sighvatur pakkaði enska UFC-kappanum saman Henry Birgir Gunnarsson skrifar 19. febrúar 2018 19:30 Um nýliðna helgi fór fram uppgjafarmót í glímu í húsakynnum Mjölnis í Öskjuhlíð. Mótið heppnaðist vel en í aðalbaradaganum var mættur UFC kappi frá Englandi til þess að glíma við Sighvat Magnús Helgason. Þetta mót var sérstakt að því leyti að einungis var hægt að sigra með uppgjafartaki samkvæmt svokölluðum EBI reglum. Engin stig voru í boði. Þetta var í fyrsta sinn sem slíkt mót fer fram hér á landi. Það var uppselt á mótið og mikil stemning. Alls voru níu glímur á dagskránni en aðalglíman var á milli enska UFC kappans Tom Breese og Sighvats Magnúsar Helgasonar sem er með svart belti í brasilísku jiu jitsu undir Gunnari Nelson. Glíma þeirra kappa var snörp og skemmtileg. Breese byrjaði betur og náði glæsilegri fellu mjög snemma. Það kom þó ekki Sighvati úr jafnvægi því hann var fljótur að snúa taflinu sér í hag. Honum tókst á glæsilegan hátt að ná bakinu á Breese sem þó varðist fimlega. Sighvatur var aftur á móti þolnimóður, missti ekki takið og læsti hengingunni af bakinu þannig að Breese neyddist til þess að gefast upp. Frábær tilþrif hjá okkar manni. Skemmtileg glíma og skemmtilegt kvöld sem örugglega verður endurtekið hjá Mjölni síðar. Frábærar glímur litu dagsins ljós á mótinu en besta glíma kvöldsins var viðureign Halldórs Loga Valssonar og Bjarna Kristjánssonar. Halldór Logi náði „guillotine“ hengingu þegar skammt var eftir af glímunni en glíman var stórskemmtileg. Sigurpáll Albertsson sigraði Kristján Helga Hafliðason með vel heppnuðum fótalás. Glíma þeirra var sömuleiðis mjög skemmtileg en uppgjafartak Sigurpáls var valið besta uppgjafartak kvöldsins.Öll úrslit mótsins má sjá hér að neðan: - Sighvatur Magnús Helgason sigraði Tom Breese með „rear naked choke“ - Halldór Logi Valsson sigraði Bjarna Kristjánsson með „guillotine“ hengingu - Bjarki Þór Pálsson sigraði Davíð Frey Guðjónsson með „guillotine“ hengingu - Ómar Yamak sigraði Magnús 'Loka' Ingvarsson með fótalás - Karlotta Brynja Baldvinsdóttir sigraði Alex Colemen eftir armlás í bráðabana - Inga Birna Ársælsdóttir sigraði Dóru Haraldsdóttur með „heel hook“ - Sigurpáll Albertsson sigraði Kristján Helga Hafliðason með fótalás - Margrét Ýr Sigurjónsdóttir sigraði Lilju Rós Guðjónsdóttur með „rear naked choke“ í framlengingu - Jósep Valur Guðlaugsson sigraði Helga Rafn Guðmundsson með „arm-triangle“ MMA Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti Porto lagði Val í Portúgal Handbolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Fleiri fréttir „Við erum brothættir“ Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Atlético skoraði sex Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Andri Rúnar í Stjörnuna Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Littler gæti mætt Sherrock á HM Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Sjá meira
Um nýliðna helgi fór fram uppgjafarmót í glímu í húsakynnum Mjölnis í Öskjuhlíð. Mótið heppnaðist vel en í aðalbaradaganum var mættur UFC kappi frá Englandi til þess að glíma við Sighvat Magnús Helgason. Þetta mót var sérstakt að því leyti að einungis var hægt að sigra með uppgjafartaki samkvæmt svokölluðum EBI reglum. Engin stig voru í boði. Þetta var í fyrsta sinn sem slíkt mót fer fram hér á landi. Það var uppselt á mótið og mikil stemning. Alls voru níu glímur á dagskránni en aðalglíman var á milli enska UFC kappans Tom Breese og Sighvats Magnúsar Helgasonar sem er með svart belti í brasilísku jiu jitsu undir Gunnari Nelson. Glíma þeirra kappa var snörp og skemmtileg. Breese byrjaði betur og náði glæsilegri fellu mjög snemma. Það kom þó ekki Sighvati úr jafnvægi því hann var fljótur að snúa taflinu sér í hag. Honum tókst á glæsilegan hátt að ná bakinu á Breese sem þó varðist fimlega. Sighvatur var aftur á móti þolnimóður, missti ekki takið og læsti hengingunni af bakinu þannig að Breese neyddist til þess að gefast upp. Frábær tilþrif hjá okkar manni. Skemmtileg glíma og skemmtilegt kvöld sem örugglega verður endurtekið hjá Mjölni síðar. Frábærar glímur litu dagsins ljós á mótinu en besta glíma kvöldsins var viðureign Halldórs Loga Valssonar og Bjarna Kristjánssonar. Halldór Logi náði „guillotine“ hengingu þegar skammt var eftir af glímunni en glíman var stórskemmtileg. Sigurpáll Albertsson sigraði Kristján Helga Hafliðason með vel heppnuðum fótalás. Glíma þeirra var sömuleiðis mjög skemmtileg en uppgjafartak Sigurpáls var valið besta uppgjafartak kvöldsins.Öll úrslit mótsins má sjá hér að neðan: - Sighvatur Magnús Helgason sigraði Tom Breese með „rear naked choke“ - Halldór Logi Valsson sigraði Bjarna Kristjánsson með „guillotine“ hengingu - Bjarki Þór Pálsson sigraði Davíð Frey Guðjónsson með „guillotine“ hengingu - Ómar Yamak sigraði Magnús 'Loka' Ingvarsson með fótalás - Karlotta Brynja Baldvinsdóttir sigraði Alex Colemen eftir armlás í bráðabana - Inga Birna Ársælsdóttir sigraði Dóru Haraldsdóttur með „heel hook“ - Sigurpáll Albertsson sigraði Kristján Helga Hafliðason með fótalás - Margrét Ýr Sigurjónsdóttir sigraði Lilju Rós Guðjónsdóttur með „rear naked choke“ í framlengingu - Jósep Valur Guðlaugsson sigraði Helga Rafn Guðmundsson með „arm-triangle“
MMA Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti Porto lagði Val í Portúgal Handbolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Fleiri fréttir „Við erum brothættir“ Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Atlético skoraði sex Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Andri Rúnar í Stjörnuna Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Littler gæti mætt Sherrock á HM Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Sjá meira