Formaður KKÍ: Alltaf gott að vera vitur eftir á Henry Birgir Gunnarsson skrifar 19. febrúar 2018 13:00 Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ. vísir/eyþór Það vantaði ekki umræðuna í körfuboltahreyfingunni um helgina út af umdeildri æfingahelgi hjá landsliðinu. Um fátt annað var rætt þó svo frábærir leikir væru fyrir helgi og í gær. Málið snérist um 20 leikmanna æfingahóp sem í voru meðal annars fimm leikmenn Hauka þó svo Haukar hafi spilað bæði á föstudag og sunnudag. Að sama skapi voru engir leikmenn KR í hópnum og einhverjir héldu því fram að Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR og aðstoðarþjálfari landsliðsins, væri að misnota aðstöðu sína.Þjálfarinn vísaði því öllu á bug í viðtali við Vísi í gær og sagði að sér hefði sárnað umræðan sem þess utan hefði legið þungt á honum. Finnur Freyr gagnrýndi aftur á móti mótanefnd KKÍ fyrir einkennilega niðurröðun að sínu mati. „Að forsvarsmenn KKÍ skuli ekki sýna sóma sinn að taka ábyrgð á þessu fíaskói sem hefur verið í kringum þennan leik. Ég er án leikmanns hjá mér, við erum að setja Jón Arnór, Pavel og Kristófer, sem hafa verið lykilmenn í landsliðinu, í þá stöðu að spila á sunnudegi og föstudegi og svo eru leikir hjá landsliðinu á föstudegi og sunnudegi og svo aftur á föstudegi og sunnudegi í deild. Þetta hraðmótakerfi mótastjóra KKÍ er skrýtið og ég held að KKÍ sé að gera sjálfu sér og landsliðinu erfitt fyrir með þessum farsa sem er búinn að vera í gangi undanfarnar vikur,“ sagði Finnur Freyr meðal annars.Finnur Freyr Stefánsson.vísir/hannaVísir sló á þráðinn til KKÍ í morgun og spurði formann sambandsins, Hannes S. Jónsson, út í málið. „Þetta var engin óskastaða. Það var löngu ljóst að við ætluðum að vera með þessa æfingahelgi og þá áttu ekkert að vera leikir ofan í henni. Svo gerist það að bæði karla- og kvennalandsliðið eru með verkefni í febrúar sem hefur mikil áhrif á mótahaldið okkar. Þá þarf að þjappa tímabilinu og svo er þjálfari kvennalandsliðsins að þjálfa Hauka og aðstoðarlandsliðsþjálfari karla er að þjálfa KR,“ segir Hannes og bætir við að það þurfi að koma til móts við landsliðsþjálfarana er þeir þurfa að sinna landsliðsverkefnum. „Við færðum leik Hattar og Hauka en svo var honum frestað. Þá óska Haukar eftir því að fá færsla á leik sinn við KR. Mótanefnd verður við því. Það varð að taka ákvörðun og þessi ákvörðun var tekin. Í þessari stöðu var engin óskastaða.“ Ákvörðun var vissulega tekin en eftir á að hyggja var það góð ákvörðun að setja leikinn á þessum tíma? „Nei, ég held ekki. Ég er ekki viss um að þetta hafi verið góð ákvörðun en það er alltaf gott að vera vitur eftir á. Það voru nokkrir möguleikar en þetta var talið best á þeim tíma því það er þétt prógram fram undan. Það má vel vera að það hafi verið mistök. Því miður.“ Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Finnur Freyr: Mér sárnaði umræðan svakalega "Mér sárnaði umræðan svakalega og þetta er búið að liggja þungt á mér." 18. febrúar 2018 21:41 Körfuboltakvöld ræddi um æfingahóp landsliðsins: „Algjörlega útilokað að fatta þetta” Um helgina æfir tuttugu manna æfingarhópur KKÍ, en eftir tæpa viku spilar karlalandsliðið í körfubolta tvo heimaleiki gegn Finnlandi og Tékklandi í undankeppni HM 2019 sem fer fram í Finnlandi. 17. febrúar 2018 11:02 Craig um gagnrýnina á Finn: „Algjörlega fáránleg" Craig Pedersen, landsliðsþjálfari karlaliðs Íslands í körfubolta, gefur lítið fyrir þá gagnrýni sem hann og aðstoðarmenn hans hafa fengið fyrir æfingarbúðirnar sem standa yfir um helgina. 17. febrúar 2018 13:15 Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Leik lokið: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Sjá meira
Það vantaði ekki umræðuna í körfuboltahreyfingunni um helgina út af umdeildri æfingahelgi hjá landsliðinu. Um fátt annað var rætt þó svo frábærir leikir væru fyrir helgi og í gær. Málið snérist um 20 leikmanna æfingahóp sem í voru meðal annars fimm leikmenn Hauka þó svo Haukar hafi spilað bæði á föstudag og sunnudag. Að sama skapi voru engir leikmenn KR í hópnum og einhverjir héldu því fram að Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR og aðstoðarþjálfari landsliðsins, væri að misnota aðstöðu sína.Þjálfarinn vísaði því öllu á bug í viðtali við Vísi í gær og sagði að sér hefði sárnað umræðan sem þess utan hefði legið þungt á honum. Finnur Freyr gagnrýndi aftur á móti mótanefnd KKÍ fyrir einkennilega niðurröðun að sínu mati. „Að forsvarsmenn KKÍ skuli ekki sýna sóma sinn að taka ábyrgð á þessu fíaskói sem hefur verið í kringum þennan leik. Ég er án leikmanns hjá mér, við erum að setja Jón Arnór, Pavel og Kristófer, sem hafa verið lykilmenn í landsliðinu, í þá stöðu að spila á sunnudegi og föstudegi og svo eru leikir hjá landsliðinu á föstudegi og sunnudegi og svo aftur á föstudegi og sunnudegi í deild. Þetta hraðmótakerfi mótastjóra KKÍ er skrýtið og ég held að KKÍ sé að gera sjálfu sér og landsliðinu erfitt fyrir með þessum farsa sem er búinn að vera í gangi undanfarnar vikur,“ sagði Finnur Freyr meðal annars.Finnur Freyr Stefánsson.vísir/hannaVísir sló á þráðinn til KKÍ í morgun og spurði formann sambandsins, Hannes S. Jónsson, út í málið. „Þetta var engin óskastaða. Það var löngu ljóst að við ætluðum að vera með þessa æfingahelgi og þá áttu ekkert að vera leikir ofan í henni. Svo gerist það að bæði karla- og kvennalandsliðið eru með verkefni í febrúar sem hefur mikil áhrif á mótahaldið okkar. Þá þarf að þjappa tímabilinu og svo er þjálfari kvennalandsliðsins að þjálfa Hauka og aðstoðarlandsliðsþjálfari karla er að þjálfa KR,“ segir Hannes og bætir við að það þurfi að koma til móts við landsliðsþjálfarana er þeir þurfa að sinna landsliðsverkefnum. „Við færðum leik Hattar og Hauka en svo var honum frestað. Þá óska Haukar eftir því að fá færsla á leik sinn við KR. Mótanefnd verður við því. Það varð að taka ákvörðun og þessi ákvörðun var tekin. Í þessari stöðu var engin óskastaða.“ Ákvörðun var vissulega tekin en eftir á að hyggja var það góð ákvörðun að setja leikinn á þessum tíma? „Nei, ég held ekki. Ég er ekki viss um að þetta hafi verið góð ákvörðun en það er alltaf gott að vera vitur eftir á. Það voru nokkrir möguleikar en þetta var talið best á þeim tíma því það er þétt prógram fram undan. Það má vel vera að það hafi verið mistök. Því miður.“
Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Finnur Freyr: Mér sárnaði umræðan svakalega "Mér sárnaði umræðan svakalega og þetta er búið að liggja þungt á mér." 18. febrúar 2018 21:41 Körfuboltakvöld ræddi um æfingahóp landsliðsins: „Algjörlega útilokað að fatta þetta” Um helgina æfir tuttugu manna æfingarhópur KKÍ, en eftir tæpa viku spilar karlalandsliðið í körfubolta tvo heimaleiki gegn Finnlandi og Tékklandi í undankeppni HM 2019 sem fer fram í Finnlandi. 17. febrúar 2018 11:02 Craig um gagnrýnina á Finn: „Algjörlega fáránleg" Craig Pedersen, landsliðsþjálfari karlaliðs Íslands í körfubolta, gefur lítið fyrir þá gagnrýni sem hann og aðstoðarmenn hans hafa fengið fyrir æfingarbúðirnar sem standa yfir um helgina. 17. febrúar 2018 13:15 Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Leik lokið: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Sjá meira
Finnur Freyr: Mér sárnaði umræðan svakalega "Mér sárnaði umræðan svakalega og þetta er búið að liggja þungt á mér." 18. febrúar 2018 21:41
Körfuboltakvöld ræddi um æfingahóp landsliðsins: „Algjörlega útilokað að fatta þetta” Um helgina æfir tuttugu manna æfingarhópur KKÍ, en eftir tæpa viku spilar karlalandsliðið í körfubolta tvo heimaleiki gegn Finnlandi og Tékklandi í undankeppni HM 2019 sem fer fram í Finnlandi. 17. febrúar 2018 11:02
Craig um gagnrýnina á Finn: „Algjörlega fáránleg" Craig Pedersen, landsliðsþjálfari karlaliðs Íslands í körfubolta, gefur lítið fyrir þá gagnrýni sem hann og aðstoðarmenn hans hafa fengið fyrir æfingarbúðirnar sem standa yfir um helgina. 17. febrúar 2018 13:15