Hættir við að aftengja ofurhækkun kjararáðs Garðar Örn Úlfarsson skrifar 17. febrúar 2018 07:30 Þröstur Friðfinnsson, sveitarstjóri Grýtubakkahrepps. Sveitarstjórn Grýtubakkahrepps í Eyjafirði ákvað á síðasta fundi sínum að láta umdeilda ákvörðun kjararáðs frá í október 2016 hafa að fullu áhrif á laun kjörinna fulltrúa í sveitarfélaginu. Launin hækka því nú um 25 prósent. Með umdeildri ákvörðun á kjördag til alþingiskosninga hækkaði kjararáð þingfararkaup alþingismanna í einu skrefi um tæp 45 prósent. Sveitarfélög hafa gjarnan miðað laun og þóknanir kjörinna fulltrúa við þingfararkaup og reiknað sem ákveðið hlutfall af því. Sum sveitarfélög létu hækkun kjararáðs standa en önnur létu hana ekki taka gildi í þetta skipti. Þröstur Friðfinnsson, sveitarstjóri Grýtubakkahrepps, sagði í svari til Fréttablaðsins eftir fyrrnefnda ákvörðun kjararáðs að hún kæmi mönnum í opna skjöldu og væri úr takti við væntingar um launaþróun. „Menn hafa verið að tengja laun sveitarstjórna og nefnda við þingfararkaup til að færa þann kaleik frá sveitarstjórnum að ákvarða sjálfar laun sín á hverjum tíma. Ljóst að þessi ákvörðun hendir þeim kaleik beint í fangið á mönnum aftur,“ sagði Þröstur í nóvember 2016. Sveitarstjórn Grýtubakkahrepps ákvað síðan á þessum tíma að fara milliveginn, að sögn Þrastar; að hækkunin yrði 15,47 prósent frá 1. janúar 2017. Nú hefur svo verið ákveðið að hækkun kjararáðs frá 2016 komi að fullu til framkvæmda og hækka launin því um 25 prósent. Samtals er því hækkunin ríflega 44 prósent á rúmu ári. Að sögn Þrastar hefur óbreyttur sveitarstjórnarfulltrúi eftir þessa hækkun um 55 þúsund krónur í föst laun á mánuði og síðan um 44 þúsund krónur fyrir hvern fund. „Ef menn sinna sínum störfum af ekki nema lágmarks samviskusemi, tel ég að þetta geti alls ekki talist nein ofurlaun,“ segir sveitarstjórinn. Nánar útskýrir Þröstur að oddviti sveitarstjórnarinnar fá nú 10 prósent af þingfararkaupi í föst laun og tvö prósent fyrir hvern setinn fund. Aðrir aðalfulltrúar fá fimm prósent í föst laun og tvö prósent fyrir hvern setinn fund. Varafulltrúar fá þrjú prósent fyrir hvern setinn fund. Síðan er álag fyrir formenn og ritara nefnda. Aðspurður segir Þröstur kostnaðarauka Grýtubakkahrepps vegna þessa vera áætlaðan tæpar tvær milljónir. Sveitarstjórnarmenn hreppsins séu eftir sem áður með þeim allra lægst launuðu á landinu. „Núverandi sveitarstjórn taldi heppilegra að taka þessa leiðréttingu sem svo má kalla, nú fyrir kosningar. Ella myndi það lenda beint á dagskrá nýrrar sveitarstjórnar að fara að skoða eigin kjör,“ segir sveitarstjórinn. Ekki sé heppilegt til lengdar í lýðræðislegu tilliti að sveitarstjórnarmenn séu afar lágt launaðir. „Svona í leiðinni get ég upplýst að laun sveitarstjóra, sem miðast við embættismannatöflu kjararáðs, hafa ekki hækkað frá 1. júní 2016,“ bætir Þröstur við. Birtist í Fréttablaðinu Grýtubakkahreppur Kjaramál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Sjá meira
Sveitarstjórn Grýtubakkahrepps í Eyjafirði ákvað á síðasta fundi sínum að láta umdeilda ákvörðun kjararáðs frá í október 2016 hafa að fullu áhrif á laun kjörinna fulltrúa í sveitarfélaginu. Launin hækka því nú um 25 prósent. Með umdeildri ákvörðun á kjördag til alþingiskosninga hækkaði kjararáð þingfararkaup alþingismanna í einu skrefi um tæp 45 prósent. Sveitarfélög hafa gjarnan miðað laun og þóknanir kjörinna fulltrúa við þingfararkaup og reiknað sem ákveðið hlutfall af því. Sum sveitarfélög létu hækkun kjararáðs standa en önnur létu hana ekki taka gildi í þetta skipti. Þröstur Friðfinnsson, sveitarstjóri Grýtubakkahrepps, sagði í svari til Fréttablaðsins eftir fyrrnefnda ákvörðun kjararáðs að hún kæmi mönnum í opna skjöldu og væri úr takti við væntingar um launaþróun. „Menn hafa verið að tengja laun sveitarstjórna og nefnda við þingfararkaup til að færa þann kaleik frá sveitarstjórnum að ákvarða sjálfar laun sín á hverjum tíma. Ljóst að þessi ákvörðun hendir þeim kaleik beint í fangið á mönnum aftur,“ sagði Þröstur í nóvember 2016. Sveitarstjórn Grýtubakkahrepps ákvað síðan á þessum tíma að fara milliveginn, að sögn Þrastar; að hækkunin yrði 15,47 prósent frá 1. janúar 2017. Nú hefur svo verið ákveðið að hækkun kjararáðs frá 2016 komi að fullu til framkvæmda og hækka launin því um 25 prósent. Samtals er því hækkunin ríflega 44 prósent á rúmu ári. Að sögn Þrastar hefur óbreyttur sveitarstjórnarfulltrúi eftir þessa hækkun um 55 þúsund krónur í föst laun á mánuði og síðan um 44 þúsund krónur fyrir hvern fund. „Ef menn sinna sínum störfum af ekki nema lágmarks samviskusemi, tel ég að þetta geti alls ekki talist nein ofurlaun,“ segir sveitarstjórinn. Nánar útskýrir Þröstur að oddviti sveitarstjórnarinnar fá nú 10 prósent af þingfararkaupi í föst laun og tvö prósent fyrir hvern setinn fund. Aðrir aðalfulltrúar fá fimm prósent í föst laun og tvö prósent fyrir hvern setinn fund. Varafulltrúar fá þrjú prósent fyrir hvern setinn fund. Síðan er álag fyrir formenn og ritara nefnda. Aðspurður segir Þröstur kostnaðarauka Grýtubakkahrepps vegna þessa vera áætlaðan tæpar tvær milljónir. Sveitarstjórnarmenn hreppsins séu eftir sem áður með þeim allra lægst launuðu á landinu. „Núverandi sveitarstjórn taldi heppilegra að taka þessa leiðréttingu sem svo má kalla, nú fyrir kosningar. Ella myndi það lenda beint á dagskrá nýrrar sveitarstjórnar að fara að skoða eigin kjör,“ segir sveitarstjórinn. Ekki sé heppilegt til lengdar í lýðræðislegu tilliti að sveitarstjórnarmenn séu afar lágt launaðir. „Svona í leiðinni get ég upplýst að laun sveitarstjóra, sem miðast við embættismannatöflu kjararáðs, hafa ekki hækkað frá 1. júní 2016,“ bætir Þröstur við.
Birtist í Fréttablaðinu Grýtubakkahreppur Kjaramál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Sjá meira