Ótti við gegnsæi ríkur innan stjórnmálanna Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 17. febrúar 2018 07:30 Jón Ólafsson prófessor fer fyrir stýrihópi um eflingu trausts á stjórnmálum. Fréttablaðið/Anton Brink Formaður stýrihóps um eflingu trausts á stjórnmálum og stjórnsýslu segir að kerfið og stjórnmálamenn eigi að líta á greitt aðgengi að upplýsingum sem hjálpartæki, til að sýna fram á að viðkomandi hagi starfi sínu í þágu almennings.„Það er langáhrifaríkast til lengri tíma litið að aðgangur að upplýsingum sé greiður. Þá stendur fólk frammi fyrir því að þurfa alltaf að geta forsvarað það sem það gerir og það hefur áhrif. Ef menn hefðu til dæmis gert ráð fyrir því að þessar greiðslur yrðu á almannavitorði þá hefðu þeir kannski hagað innheimtu sinni öðruvísi,“ segir Jón Ólafsson prófessor, formaður Gagnsæis og formaður stýrihóps um eflingu trausts á stjórnmálum og stjórnsýslu. Alþingi og stjórnsýsla þess hefur verið harðlega gagnrýnd að undanförnu vegna leyndar sem hvílir yfir ferða-, dvalar- og starfskostnaðargreiðslum til þingmanna. Aðspurður segir Jón að svo virðist sem menn óttist helst að umræðan verði neikvæð ef upplýsingar liggja fyrir. „Ótti manna við gegnsæið virðist helst á því byggður að fólk muni rangtúlka og mistúlka upplýsingar. Það eru hins vegar miklu meiri líkur á tortryggni þegar fólk veit ekki heldur en þegar það veit,“ segir Jón. Jón bendir á að kerfið og stjórnmálamennirnir ættu mun frekar að líta á greitt aðgengi að upplýsingum sem hjálpartæki og leið til að tryggja og sýna fram á að hann eða hún hagi starfi sínu í þágu almennings. „Eina leiðin sem fólk hefur til að sýna hvað það er að gera er að hafa allt uppi á borði,“ segir Jón. „Það virðist nánast ríkjandi viðhorf í stjórnsýslunni að það þurfi sérstök rök til að veita upplýsingar. Þessu þarf að snúa við þannig að það þurfi sérstök rök til að veita þær ekki,“ segir Jón og bætir við: „Ef þessi viðhorfsbreyting gæti orðið erum við strax komin í mun eðlilegra umhverfi og með þessu getum við líka dregið úr líkum á að fólk misnoti stöðu sína.“ Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Sjá meira
Formaður stýrihóps um eflingu trausts á stjórnmálum og stjórnsýslu segir að kerfið og stjórnmálamenn eigi að líta á greitt aðgengi að upplýsingum sem hjálpartæki, til að sýna fram á að viðkomandi hagi starfi sínu í þágu almennings.„Það er langáhrifaríkast til lengri tíma litið að aðgangur að upplýsingum sé greiður. Þá stendur fólk frammi fyrir því að þurfa alltaf að geta forsvarað það sem það gerir og það hefur áhrif. Ef menn hefðu til dæmis gert ráð fyrir því að þessar greiðslur yrðu á almannavitorði þá hefðu þeir kannski hagað innheimtu sinni öðruvísi,“ segir Jón Ólafsson prófessor, formaður Gagnsæis og formaður stýrihóps um eflingu trausts á stjórnmálum og stjórnsýslu. Alþingi og stjórnsýsla þess hefur verið harðlega gagnrýnd að undanförnu vegna leyndar sem hvílir yfir ferða-, dvalar- og starfskostnaðargreiðslum til þingmanna. Aðspurður segir Jón að svo virðist sem menn óttist helst að umræðan verði neikvæð ef upplýsingar liggja fyrir. „Ótti manna við gegnsæið virðist helst á því byggður að fólk muni rangtúlka og mistúlka upplýsingar. Það eru hins vegar miklu meiri líkur á tortryggni þegar fólk veit ekki heldur en þegar það veit,“ segir Jón. Jón bendir á að kerfið og stjórnmálamennirnir ættu mun frekar að líta á greitt aðgengi að upplýsingum sem hjálpartæki og leið til að tryggja og sýna fram á að hann eða hún hagi starfi sínu í þágu almennings. „Eina leiðin sem fólk hefur til að sýna hvað það er að gera er að hafa allt uppi á borði,“ segir Jón. „Það virðist nánast ríkjandi viðhorf í stjórnsýslunni að það þurfi sérstök rök til að veita upplýsingar. Þessu þarf að snúa við þannig að það þurfi sérstök rök til að veita þær ekki,“ segir Jón og bætir við: „Ef þessi viðhorfsbreyting gæti orðið erum við strax komin í mun eðlilegra umhverfi og með þessu getum við líka dregið úr líkum á að fólk misnoti stöðu sína.“
Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Sjá meira