Kynntist Bahá'í trúnni í starfi sínu sem sjúkraliði Bryndís Silja Pálmadóttir skrifar 17. febrúar 2018 11:00 Davíð Ólafsson hefur verið bahá'í trúar síðan hann var á þrítugsaldri. Hann segir bahá'í trú vera lausa við fordóma og er nokkuð viss um að dómsdagur sé ekki í nánd, í það minnsta ekki næstu hálfmilljón árin. Bahá’í trú er ekki gömul trúarbrögð, einungis 155 ára. Margir hafa heyrt á þau minnst en fæstir kunna skil á gildum þeirra eða hefðum. Samkvæmt hugmyndum Bahá’u’lla eru öll trúarbrögð komin frá einum og sama guðinum, sem sendir spámenn sína hingað til jarðar til þess að leiðbeina mannkyninu. Spámennirnir eru meðal annars Móses, Jesús, Múhameð og svo sá nýjasti, Bahá’u’llah upphafsmaður bahá’í trúar. Bahá’u’llah boðaði meðal annars einingu mannkynsins og hvatti til hjónabands milli kynþátta og trúarhópa.Starfið leiddi að trúnni Davíð Ólafsson er einn af 363 bahá’íum hér á landi, en hann tók upp trúna á 9. áratugnum. Davíð tekur á móti blaðamanni í snoturri íbúð í Reykjavík, þar býður hann upp á te með blóðbergi sem hann tíndi sjálfur í hlíðum Esjunnar. Rólegt andrúmsloft er í íbúðinni og ekki er að sjá að hér búi trúaður maður en ef glöggt er litið má sjá lítið veggspjald á veggnum með nafni spámannsins og á kaffiborði stofunnar er að finna bækur um trúarbrögðin. Davíð er menntaður sjúkraliði og hefur starfað á Landspítalanum í rúm þrjátíu ár. Árið 1982 starfaði hann hins vegar við heimaþjónustu og á einu af þeim heimilum sem hann sinnti bjuggu hjón sem voru bahá’í trúar. „Ég vissi ekkert að þau væru bahá’í en þau voru ofboðslega yndisleg. Hann var að vinna en hún var oft heima að segja mér frá trúnni og mér fannst þetta heillandi.“ Davíð, sem bæði var skírður og fermdur innan þjóðkirkjunnar, kveðst ekki hafa verið neitt sérstaklega trúaður á sínum yngri árum. „Ég trúði alltaf á guð og eins og við Íslendingar segjum, hafði mína barnatrú,“ segir hann og hlær. Davíð fór svo að mæta með hjónunum á svokölluð opin hús sem bahá’í trúfélagið hélt. „Þar var fjallað um alls kyns málefni, jafnrétti, einingu trúar, bænir og fleira. Mér fannst ofboðslega gaman að koma enda var ég búinn að velta þessum spurningum fyrir mér.“ Á þessum viðburðum sem Davíð sótti fannst honum hann í fyrsta skipti fá almennileg svör við vangaveltum sínum um lífið og tilveruna og nokkrum árum síðar tók hann upp bahá’í trú.Hófsöm trúarbrögð „Í raun eru öll þessi megintrúarbrögð heimsins runnin frá einum og sama guðinum, ekki mörgum ólíkum guðum,“ segir Davíð þegar hann gerir tilraun til að útskýra megingildi trúarbragðanna fyrir blaðamanni. „Þetta eru hófsöm trúarbrögð, engar öfgar. Það eru heldur engir prestar í bahá’í og enginn sem predikar yfir söfnuðinum.“ Bahá’íar bera því sjálfir ábyrgð á eigin trúaruppfræðslu og eru þar textar sem Bahá’u’llah ritaði í forgrunni, en einnig er litið til annarra trúarrita á borð við Biblíuna og Kóraninn. En hvaða áhrif hefur trúin á daglegt líf Davíðs? „Trúin, hún hefur alltaf hjálpað mér að eiga við minn innri þroska. Við höfum öll galla en ég reyni að vanda líf mitt eins og ég get. Bahá’u’llah talaði líka um það að ein tegund bænar sé að þú þarft að leggja þig sem allra best fram og gera þitt besta. Þá er það eins og bæn og ég reyni að gera það,“ segir Davíð sem kveðst ekki finna fyrir miklum fordómum gegn trú sinni hér á landi, en aftur á móti töluverðu þekkingarleysi. „Þetta er oft þannig að fólk áttar sig ekki á þessu, hugsar kannski: Já, bahá’í er svona blanda af öllum trúarbrögðum. Allt tekið saman og hrist saman og út kemur einhver kokteill.“Neyta ekki áfengis Trúarbrögðum fylgja gjarnan boð og bönn. Í íslam er til dæmis lagt bann við neyslu svínakjöts og áfengis og í Gamla testamentinu er varað við neyslu mjólkur með kjötmeti. Að sögn Davíðs er ekki lagt bann við neyslu neins matarkyns innan bahá’í en hins vegar drekki bahá’íar ekki áfengi. „Bahá’u’lláh biður sína fylgjendur að vera ekki að neyta áfengis eða fíkniefna nema það sé samkvæmt læknisráði,“ segir Davíð og tekur sem dæmi krabbameinssjúkling sem er langt leiddur og þarf sterk verkjalyf. Davíð drakk sjálfur áfengi áður en hann gerðist bahá’íi. „Þessi aldur í kringum tuttugu og tveggja var erfiður kafli í mínu lífi. Ég var oft kvíðinn og var töluvert leitandi. Á þessum árum var það skemmtilegasta sem ég vissi að fara á böll og skemmta mér. Það var á svipuðum tíma og ég var að kynnast trúnni og þá áttaði ég mig smátt og smátt á að ég átti við áfengisvandamál að stríða.“ Davíð var þarna fastur í vítahring þar sem hann datt reglulega í það og átti því erfitt með að hætta að neyta áfengis og var farinn að drekka í leyni. „Það var ekkert af því að bahá’í samfélagið væri eitthvað á móti því. Það er enginn sem dæmir annan fyrir álíka en fyrir mig persónulega var þetta óþægilegt,“ segir Davíð sem segir trú sína hafa verið mikla hjálp á þessum tíma. „Svo bara allt í einu áttaði ég mig á því að ég ætti við vandamál að stríða, svo ég fór bara í meðferð og síðan hef ég bara verið edrú í 26 ár, nó problem,“ segir hann og brosir kátur.Undirskrift foreldra þörf Bahá’í samfélagið á Íslandi sér bæði um hjónavígsluathafnir og skilnaði, enda skiptir fjölskyldan miklu máli innan trúarinnar. Hjónabandið er eingöngu milli karls og konu sem og að vera eini viðeigandi farvegur til kynlífs. Davíð útskýrir þó fyrir blaðamanni að það sé ekki í anda bahá’í að fordæma eða gagnrýna aðra, né sé viðurkennt að þvinga siðagildum bahá’í upp á aðra. Ef bahá’í par vill festa ráð sitt þarf þó skriflegt samþykki foreldra til þess að giftast. „Sumum finnst þetta voðalega hallærislegt en ekki mér, ef maður fer að spekúlera í þessu þá er í raun verið að skapa meiri einingu innan fjölskyldunnar,“ segir Davíð. Hjón þurfa hins vegar ekki að fá samþykki frá foreldrum til þess að skilja, en skilnaðir eru viðurkenndir innan bahá’í samfélagsins.Enn að skapa hefðir Í ritum bahá’ía er hvatt til hjónabands milli trúarbragða, sem og kynþátta. Inntur eftir svörum um þetta segir Davíð þess konar hjónabönd vera mjög vel liðin innan bahá’í samfélagsins, en auðvitað ekki eina svarið. „Það er þetta sem einkennir bahá’í trúna. Bahá’u’llah sagði að jörðin væri eitt land og við værum öll eitt, sama af hvaða kynþætti við værum. Við erum öll guðsbörn.“ Alls eru 77 einstaklingar undir átján ára skráðir í bahá’í söfnuðinn samkvæmt Hagstofunni. Innan bahá’í eru ákveðin tímamót í lífi unglinga þegar þeir eru 15 ára þar sem þeir fá sent bréf heim frá bahá’í samfélaginu á Íslandi og þurfa að staðfesta trú sína. Engin sérstök athöfn er framkvæmd á borð við fermingu, enda eru engir prestar til að framkvæma slíka athafnir. „Í bahá’í eru engar sérstakar serimóníur, en líklegt er að eftir nokkur hundruð ára geti hlutirnir verið komnir í fastari skorður, í dag erum við að skapa hefðirnar,“ segir Davíð. Hann lýsir þessu þó sem tímamótum í lífi barna og oft sé eitthvað gert til að fagna. Einu sinni var til að mynda farið með allan hópinn til Haifa í Ísrael til þess að heimsækja Allsherjarhús réttvísinnar, æðstu stjórnstofnun bahá’ía. En það þurfa allir bahá’íar að heimsækja einu sinni á ævinni að sögn Davíðs.Hver ber ábyrgð á sinni leit Bahá’í samfélagið á Íslandi er nokkuð ungt en fyrsti Íslendingurinn sem tók upp bahá’í trú hét Hólmfríður Árnadóttir og hún tók trúna árið 1924. Það var þó ekki fyrr en árið 1926 sem trúin var fyrst boðuð opinberlega á Íslandi en það var bahá’ samfélagið í Kanada sem fékk það verkefni að vera stoð og stytta íslenska bahá’í samfélagsins. Þá var stofnað svokallað andlegt trúarráð hér á landi sem enn situr. Í því eru níu einstaklingar og eru kynjahlutföllin jöfn að sögn Davíðs. Kosið er svo í svokallað allsherjarráð á fimm ára fresti sem er æðsta trúarráð bahá’ía en í því eru eingöngu karlmenn. Davíð kveðst ekki vita hvers vegna það er, enda sé jafnrétti milli karla og kvenna mjög mikilvægt meðal bahá’ía. Bahá’í samfélagið á Íslandi er opið samfélag þar sem allir eru velkomnir, þú þarft ekki einu sinni að vera bahá’í trúar til þess að mæta á viðburði eða svokallaða 19 daga hátíð, þótt vissulega séu einstaka atriði sem eingöngu eru fyrir bahá’ía. Engum er heldur útskúfað þó hann eða hún segi sig úr söfnuðinum.Helvíti er fjarri guði Davíð segir bahá’ía trúa á framhaldslíf og eina af ástæðunum fyrir því að hjónabönd séu svo miðlæg í trúnni vera til dæmis vegna þess að hjónaband getur fylgt þér inn í næsta líf. Ef það er gott. „Bahá’u’llah talaði um að himnaríki og helvíti væri ástand, hið illa á sér enga sjálfstæða uppsprettu. Helvíti er enginn sérstakur staður og ekki himnaríki heldur. Segjum sem svo að ég hafi verið að stela og svíkja í þessu lífi og fer svo inn í þennan andlega heim. Þá eru meiri líkur á því að ég sé fjarri guði,“ útskýrir Davíð. Þannig að það er enginn dómsdagur í nánd hjá bahá’íum? „Nei, ég er allavega nokkuð viss með næstu hálfa milljón árin,“ segir Davíð og skellihlær. Birtist í Fréttablaðinu Trúmál Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Fleiri fréttir Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Sjá meira
Bahá’í trú er ekki gömul trúarbrögð, einungis 155 ára. Margir hafa heyrt á þau minnst en fæstir kunna skil á gildum þeirra eða hefðum. Samkvæmt hugmyndum Bahá’u’lla eru öll trúarbrögð komin frá einum og sama guðinum, sem sendir spámenn sína hingað til jarðar til þess að leiðbeina mannkyninu. Spámennirnir eru meðal annars Móses, Jesús, Múhameð og svo sá nýjasti, Bahá’u’llah upphafsmaður bahá’í trúar. Bahá’u’llah boðaði meðal annars einingu mannkynsins og hvatti til hjónabands milli kynþátta og trúarhópa.Starfið leiddi að trúnni Davíð Ólafsson er einn af 363 bahá’íum hér á landi, en hann tók upp trúna á 9. áratugnum. Davíð tekur á móti blaðamanni í snoturri íbúð í Reykjavík, þar býður hann upp á te með blóðbergi sem hann tíndi sjálfur í hlíðum Esjunnar. Rólegt andrúmsloft er í íbúðinni og ekki er að sjá að hér búi trúaður maður en ef glöggt er litið má sjá lítið veggspjald á veggnum með nafni spámannsins og á kaffiborði stofunnar er að finna bækur um trúarbrögðin. Davíð er menntaður sjúkraliði og hefur starfað á Landspítalanum í rúm þrjátíu ár. Árið 1982 starfaði hann hins vegar við heimaþjónustu og á einu af þeim heimilum sem hann sinnti bjuggu hjón sem voru bahá’í trúar. „Ég vissi ekkert að þau væru bahá’í en þau voru ofboðslega yndisleg. Hann var að vinna en hún var oft heima að segja mér frá trúnni og mér fannst þetta heillandi.“ Davíð, sem bæði var skírður og fermdur innan þjóðkirkjunnar, kveðst ekki hafa verið neitt sérstaklega trúaður á sínum yngri árum. „Ég trúði alltaf á guð og eins og við Íslendingar segjum, hafði mína barnatrú,“ segir hann og hlær. Davíð fór svo að mæta með hjónunum á svokölluð opin hús sem bahá’í trúfélagið hélt. „Þar var fjallað um alls kyns málefni, jafnrétti, einingu trúar, bænir og fleira. Mér fannst ofboðslega gaman að koma enda var ég búinn að velta þessum spurningum fyrir mér.“ Á þessum viðburðum sem Davíð sótti fannst honum hann í fyrsta skipti fá almennileg svör við vangaveltum sínum um lífið og tilveruna og nokkrum árum síðar tók hann upp bahá’í trú.Hófsöm trúarbrögð „Í raun eru öll þessi megintrúarbrögð heimsins runnin frá einum og sama guðinum, ekki mörgum ólíkum guðum,“ segir Davíð þegar hann gerir tilraun til að útskýra megingildi trúarbragðanna fyrir blaðamanni. „Þetta eru hófsöm trúarbrögð, engar öfgar. Það eru heldur engir prestar í bahá’í og enginn sem predikar yfir söfnuðinum.“ Bahá’íar bera því sjálfir ábyrgð á eigin trúaruppfræðslu og eru þar textar sem Bahá’u’llah ritaði í forgrunni, en einnig er litið til annarra trúarrita á borð við Biblíuna og Kóraninn. En hvaða áhrif hefur trúin á daglegt líf Davíðs? „Trúin, hún hefur alltaf hjálpað mér að eiga við minn innri þroska. Við höfum öll galla en ég reyni að vanda líf mitt eins og ég get. Bahá’u’llah talaði líka um það að ein tegund bænar sé að þú þarft að leggja þig sem allra best fram og gera þitt besta. Þá er það eins og bæn og ég reyni að gera það,“ segir Davíð sem kveðst ekki finna fyrir miklum fordómum gegn trú sinni hér á landi, en aftur á móti töluverðu þekkingarleysi. „Þetta er oft þannig að fólk áttar sig ekki á þessu, hugsar kannski: Já, bahá’í er svona blanda af öllum trúarbrögðum. Allt tekið saman og hrist saman og út kemur einhver kokteill.“Neyta ekki áfengis Trúarbrögðum fylgja gjarnan boð og bönn. Í íslam er til dæmis lagt bann við neyslu svínakjöts og áfengis og í Gamla testamentinu er varað við neyslu mjólkur með kjötmeti. Að sögn Davíðs er ekki lagt bann við neyslu neins matarkyns innan bahá’í en hins vegar drekki bahá’íar ekki áfengi. „Bahá’u’lláh biður sína fylgjendur að vera ekki að neyta áfengis eða fíkniefna nema það sé samkvæmt læknisráði,“ segir Davíð og tekur sem dæmi krabbameinssjúkling sem er langt leiddur og þarf sterk verkjalyf. Davíð drakk sjálfur áfengi áður en hann gerðist bahá’íi. „Þessi aldur í kringum tuttugu og tveggja var erfiður kafli í mínu lífi. Ég var oft kvíðinn og var töluvert leitandi. Á þessum árum var það skemmtilegasta sem ég vissi að fara á böll og skemmta mér. Það var á svipuðum tíma og ég var að kynnast trúnni og þá áttaði ég mig smátt og smátt á að ég átti við áfengisvandamál að stríða.“ Davíð var þarna fastur í vítahring þar sem hann datt reglulega í það og átti því erfitt með að hætta að neyta áfengis og var farinn að drekka í leyni. „Það var ekkert af því að bahá’í samfélagið væri eitthvað á móti því. Það er enginn sem dæmir annan fyrir álíka en fyrir mig persónulega var þetta óþægilegt,“ segir Davíð sem segir trú sína hafa verið mikla hjálp á þessum tíma. „Svo bara allt í einu áttaði ég mig á því að ég ætti við vandamál að stríða, svo ég fór bara í meðferð og síðan hef ég bara verið edrú í 26 ár, nó problem,“ segir hann og brosir kátur.Undirskrift foreldra þörf Bahá’í samfélagið á Íslandi sér bæði um hjónavígsluathafnir og skilnaði, enda skiptir fjölskyldan miklu máli innan trúarinnar. Hjónabandið er eingöngu milli karls og konu sem og að vera eini viðeigandi farvegur til kynlífs. Davíð útskýrir þó fyrir blaðamanni að það sé ekki í anda bahá’í að fordæma eða gagnrýna aðra, né sé viðurkennt að þvinga siðagildum bahá’í upp á aðra. Ef bahá’í par vill festa ráð sitt þarf þó skriflegt samþykki foreldra til þess að giftast. „Sumum finnst þetta voðalega hallærislegt en ekki mér, ef maður fer að spekúlera í þessu þá er í raun verið að skapa meiri einingu innan fjölskyldunnar,“ segir Davíð. Hjón þurfa hins vegar ekki að fá samþykki frá foreldrum til þess að skilja, en skilnaðir eru viðurkenndir innan bahá’í samfélagsins.Enn að skapa hefðir Í ritum bahá’ía er hvatt til hjónabands milli trúarbragða, sem og kynþátta. Inntur eftir svörum um þetta segir Davíð þess konar hjónabönd vera mjög vel liðin innan bahá’í samfélagsins, en auðvitað ekki eina svarið. „Það er þetta sem einkennir bahá’í trúna. Bahá’u’llah sagði að jörðin væri eitt land og við værum öll eitt, sama af hvaða kynþætti við værum. Við erum öll guðsbörn.“ Alls eru 77 einstaklingar undir átján ára skráðir í bahá’í söfnuðinn samkvæmt Hagstofunni. Innan bahá’í eru ákveðin tímamót í lífi unglinga þegar þeir eru 15 ára þar sem þeir fá sent bréf heim frá bahá’í samfélaginu á Íslandi og þurfa að staðfesta trú sína. Engin sérstök athöfn er framkvæmd á borð við fermingu, enda eru engir prestar til að framkvæma slíka athafnir. „Í bahá’í eru engar sérstakar serimóníur, en líklegt er að eftir nokkur hundruð ára geti hlutirnir verið komnir í fastari skorður, í dag erum við að skapa hefðirnar,“ segir Davíð. Hann lýsir þessu þó sem tímamótum í lífi barna og oft sé eitthvað gert til að fagna. Einu sinni var til að mynda farið með allan hópinn til Haifa í Ísrael til þess að heimsækja Allsherjarhús réttvísinnar, æðstu stjórnstofnun bahá’ía. En það þurfa allir bahá’íar að heimsækja einu sinni á ævinni að sögn Davíðs.Hver ber ábyrgð á sinni leit Bahá’í samfélagið á Íslandi er nokkuð ungt en fyrsti Íslendingurinn sem tók upp bahá’í trú hét Hólmfríður Árnadóttir og hún tók trúna árið 1924. Það var þó ekki fyrr en árið 1926 sem trúin var fyrst boðuð opinberlega á Íslandi en það var bahá’ samfélagið í Kanada sem fékk það verkefni að vera stoð og stytta íslenska bahá’í samfélagsins. Þá var stofnað svokallað andlegt trúarráð hér á landi sem enn situr. Í því eru níu einstaklingar og eru kynjahlutföllin jöfn að sögn Davíðs. Kosið er svo í svokallað allsherjarráð á fimm ára fresti sem er æðsta trúarráð bahá’ía en í því eru eingöngu karlmenn. Davíð kveðst ekki vita hvers vegna það er, enda sé jafnrétti milli karla og kvenna mjög mikilvægt meðal bahá’ía. Bahá’í samfélagið á Íslandi er opið samfélag þar sem allir eru velkomnir, þú þarft ekki einu sinni að vera bahá’í trúar til þess að mæta á viðburði eða svokallaða 19 daga hátíð, þótt vissulega séu einstaka atriði sem eingöngu eru fyrir bahá’ía. Engum er heldur útskúfað þó hann eða hún segi sig úr söfnuðinum.Helvíti er fjarri guði Davíð segir bahá’ía trúa á framhaldslíf og eina af ástæðunum fyrir því að hjónabönd séu svo miðlæg í trúnni vera til dæmis vegna þess að hjónaband getur fylgt þér inn í næsta líf. Ef það er gott. „Bahá’u’llah talaði um að himnaríki og helvíti væri ástand, hið illa á sér enga sjálfstæða uppsprettu. Helvíti er enginn sérstakur staður og ekki himnaríki heldur. Segjum sem svo að ég hafi verið að stela og svíkja í þessu lífi og fer svo inn í þennan andlega heim. Þá eru meiri líkur á því að ég sé fjarri guði,“ útskýrir Davíð. Þannig að það er enginn dómsdagur í nánd hjá bahá’íum? „Nei, ég er allavega nokkuð viss með næstu hálfa milljón árin,“ segir Davíð og skellihlær.
Birtist í Fréttablaðinu Trúmál Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Fleiri fréttir Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Sjá meira