Stjórnarmaður ÖBÍ um mál Sunnu Elviru: „Þetta er bara torture“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 16. febrúar 2018 20:00 Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ, og Bergur Þorri Benjamínsson, gjaldkeri ÖBÍ, funduðu með fulltrúum utanríkisráðuneytisins í dag. Vísir/Hanna Fulltrúar Öryrkjabandalagsins funduðu í dag með aðstoðarmanni utanríkisráðherra vegna máls Sunnu Elviru Þorkelsdóttur sem liggur lömuð á sjúkrahúsi í Malaga á Spáni. Sunna er þar í farbanni en fulltrúar ÖBÍ gagnrýna að hún dvelji við óviðunandi aðstæður á sjúkrahúsi þar sem hún fær ekki viðeigandi meðhöndlun. Tilgangur fundarins í utanríkisráðuneytinu var að sögn formanns Öryrkjabandalagsins að óska eftir upplýsingum um aðgerðir ráðuneytisins í máli Sunnu og að komast að því hvernig bandalagið geti orðið að liði. „Við viljum ekki ganga í berhögg við neitt sem að utanríkisráðuneytið er að gera ef að okkar aðgerðir til þess að reyna að knýja á fara af stað þá þurfa þær að vera þannig að þær séu ekki að skemma neitt,“ segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir. Sunna Elvira féll niður af svölum á heimili sínu í Malaga en við fallið hlaut hún mænuskaða og er lömuð fyrir neðan brjóst. Hún er í ótímabundnu farbanni á Spáni en eiginmaður hennar situr í gæsluvarðhaldi á Íslandi, grunaður um aðild að umfangsmiklu fíkniefnamáli. Samkvæmt heimildum fréttastofu Stöðvar 2 er Sunna einnig grunuð um aðild að málinu. Sjúkrahúsið sem Sunna dvelur á er ekki útbúið til að meðhöndla mænuskaða og hafa vonir staðið til um að hún verði flutt á annað hátæknisjúkrahús á Spáni. Það hefur ekki ennþá gengið eftir þar sem ekki lágu fyrir allir pappírar frá sjúkrahúsinu í Malaga vegna flutningsins. „Staða hennar er einfaldlega þannig að óháð öllu öðru, öllum sögusögnum og öllu sem að við kemur þessu máli, þá er hennar staða bara eins og píning, þetta er bara torture, það er ekkert hægt að segja það öðruvísi,“ segir Bergur Þorri Benjamínsson, gjaldkeri ÖBÍ. Bergur segir mikilvægt að halda því til haga að Sunna eigi rétt á viðunandi heilbrigðisþjónustu, burt séð frá meintum tengslum hennar við fíkniefnamálið. Öryrkjabandalagið er aðili að Evrópusamtökum fatlaðra og gerir Þuríður ráð fyrir því að bandalagið setji sig í samband við aðildarfélag samtakanna á Spáni. „Ég held að utanríkisráðuneytið sé að gera það sem það getur og í þeirra valdi stendur, en það er spurning um að við kannski reynum að fá í lið með okkur mannréttindasamtök úti í heimi, það er nú svona það sem maður hefur verið að hugsa um kannski,“ segir Þuríður. Mál Sunnu Elviru Tengdar fréttir Viðtalið við Sunnu Elviru í heild sinni: Vill sem minnst vita af fíkniefnamálinu sem eiginmaðurinn er flæktur í Ítarlegt viðtal fréttastofu við Sunnu Elviru Þorkelsdóttur í heild sinni. 15. febrúar 2018 15:15 Leita til Evrópusamtaka fatlaðs fólks vegna máls Sunnu Elviru Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands (ÖBÍ), segir að félagið muni leita til European Disability Forum, Evrópusamtaka fatlaðs fólks, vegna máls Sunnu Elviru Þorkelsdóttur sem nú liggur alvarlega slösuð á spítala í Málaga eftir að hafa fallið milli hæða á heimili sínu í janúar. 16. febrúar 2018 15:39 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Fulltrúar Öryrkjabandalagsins funduðu í dag með aðstoðarmanni utanríkisráðherra vegna máls Sunnu Elviru Þorkelsdóttur sem liggur lömuð á sjúkrahúsi í Malaga á Spáni. Sunna er þar í farbanni en fulltrúar ÖBÍ gagnrýna að hún dvelji við óviðunandi aðstæður á sjúkrahúsi þar sem hún fær ekki viðeigandi meðhöndlun. Tilgangur fundarins í utanríkisráðuneytinu var að sögn formanns Öryrkjabandalagsins að óska eftir upplýsingum um aðgerðir ráðuneytisins í máli Sunnu og að komast að því hvernig bandalagið geti orðið að liði. „Við viljum ekki ganga í berhögg við neitt sem að utanríkisráðuneytið er að gera ef að okkar aðgerðir til þess að reyna að knýja á fara af stað þá þurfa þær að vera þannig að þær séu ekki að skemma neitt,“ segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir. Sunna Elvira féll niður af svölum á heimili sínu í Malaga en við fallið hlaut hún mænuskaða og er lömuð fyrir neðan brjóst. Hún er í ótímabundnu farbanni á Spáni en eiginmaður hennar situr í gæsluvarðhaldi á Íslandi, grunaður um aðild að umfangsmiklu fíkniefnamáli. Samkvæmt heimildum fréttastofu Stöðvar 2 er Sunna einnig grunuð um aðild að málinu. Sjúkrahúsið sem Sunna dvelur á er ekki útbúið til að meðhöndla mænuskaða og hafa vonir staðið til um að hún verði flutt á annað hátæknisjúkrahús á Spáni. Það hefur ekki ennþá gengið eftir þar sem ekki lágu fyrir allir pappírar frá sjúkrahúsinu í Malaga vegna flutningsins. „Staða hennar er einfaldlega þannig að óháð öllu öðru, öllum sögusögnum og öllu sem að við kemur þessu máli, þá er hennar staða bara eins og píning, þetta er bara torture, það er ekkert hægt að segja það öðruvísi,“ segir Bergur Þorri Benjamínsson, gjaldkeri ÖBÍ. Bergur segir mikilvægt að halda því til haga að Sunna eigi rétt á viðunandi heilbrigðisþjónustu, burt séð frá meintum tengslum hennar við fíkniefnamálið. Öryrkjabandalagið er aðili að Evrópusamtökum fatlaðra og gerir Þuríður ráð fyrir því að bandalagið setji sig í samband við aðildarfélag samtakanna á Spáni. „Ég held að utanríkisráðuneytið sé að gera það sem það getur og í þeirra valdi stendur, en það er spurning um að við kannski reynum að fá í lið með okkur mannréttindasamtök úti í heimi, það er nú svona það sem maður hefur verið að hugsa um kannski,“ segir Þuríður.
Mál Sunnu Elviru Tengdar fréttir Viðtalið við Sunnu Elviru í heild sinni: Vill sem minnst vita af fíkniefnamálinu sem eiginmaðurinn er flæktur í Ítarlegt viðtal fréttastofu við Sunnu Elviru Þorkelsdóttur í heild sinni. 15. febrúar 2018 15:15 Leita til Evrópusamtaka fatlaðs fólks vegna máls Sunnu Elviru Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands (ÖBÍ), segir að félagið muni leita til European Disability Forum, Evrópusamtaka fatlaðs fólks, vegna máls Sunnu Elviru Þorkelsdóttur sem nú liggur alvarlega slösuð á spítala í Málaga eftir að hafa fallið milli hæða á heimili sínu í janúar. 16. febrúar 2018 15:39 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Viðtalið við Sunnu Elviru í heild sinni: Vill sem minnst vita af fíkniefnamálinu sem eiginmaðurinn er flæktur í Ítarlegt viðtal fréttastofu við Sunnu Elviru Þorkelsdóttur í heild sinni. 15. febrúar 2018 15:15
Leita til Evrópusamtaka fatlaðs fólks vegna máls Sunnu Elviru Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands (ÖBÍ), segir að félagið muni leita til European Disability Forum, Evrópusamtaka fatlaðs fólks, vegna máls Sunnu Elviru Þorkelsdóttur sem nú liggur alvarlega slösuð á spítala í Málaga eftir að hafa fallið milli hæða á heimili sínu í janúar. 16. febrúar 2018 15:39