Stjórnarmaður ÖBÍ um mál Sunnu Elviru: „Þetta er bara torture“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 16. febrúar 2018 20:00 Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ, og Bergur Þorri Benjamínsson, gjaldkeri ÖBÍ, funduðu með fulltrúum utanríkisráðuneytisins í dag. Vísir/Hanna Fulltrúar Öryrkjabandalagsins funduðu í dag með aðstoðarmanni utanríkisráðherra vegna máls Sunnu Elviru Þorkelsdóttur sem liggur lömuð á sjúkrahúsi í Malaga á Spáni. Sunna er þar í farbanni en fulltrúar ÖBÍ gagnrýna að hún dvelji við óviðunandi aðstæður á sjúkrahúsi þar sem hún fær ekki viðeigandi meðhöndlun. Tilgangur fundarins í utanríkisráðuneytinu var að sögn formanns Öryrkjabandalagsins að óska eftir upplýsingum um aðgerðir ráðuneytisins í máli Sunnu og að komast að því hvernig bandalagið geti orðið að liði. „Við viljum ekki ganga í berhögg við neitt sem að utanríkisráðuneytið er að gera ef að okkar aðgerðir til þess að reyna að knýja á fara af stað þá þurfa þær að vera þannig að þær séu ekki að skemma neitt,“ segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir. Sunna Elvira féll niður af svölum á heimili sínu í Malaga en við fallið hlaut hún mænuskaða og er lömuð fyrir neðan brjóst. Hún er í ótímabundnu farbanni á Spáni en eiginmaður hennar situr í gæsluvarðhaldi á Íslandi, grunaður um aðild að umfangsmiklu fíkniefnamáli. Samkvæmt heimildum fréttastofu Stöðvar 2 er Sunna einnig grunuð um aðild að málinu. Sjúkrahúsið sem Sunna dvelur á er ekki útbúið til að meðhöndla mænuskaða og hafa vonir staðið til um að hún verði flutt á annað hátæknisjúkrahús á Spáni. Það hefur ekki ennþá gengið eftir þar sem ekki lágu fyrir allir pappírar frá sjúkrahúsinu í Malaga vegna flutningsins. „Staða hennar er einfaldlega þannig að óháð öllu öðru, öllum sögusögnum og öllu sem að við kemur þessu máli, þá er hennar staða bara eins og píning, þetta er bara torture, það er ekkert hægt að segja það öðruvísi,“ segir Bergur Þorri Benjamínsson, gjaldkeri ÖBÍ. Bergur segir mikilvægt að halda því til haga að Sunna eigi rétt á viðunandi heilbrigðisþjónustu, burt séð frá meintum tengslum hennar við fíkniefnamálið. Öryrkjabandalagið er aðili að Evrópusamtökum fatlaðra og gerir Þuríður ráð fyrir því að bandalagið setji sig í samband við aðildarfélag samtakanna á Spáni. „Ég held að utanríkisráðuneytið sé að gera það sem það getur og í þeirra valdi stendur, en það er spurning um að við kannski reynum að fá í lið með okkur mannréttindasamtök úti í heimi, það er nú svona það sem maður hefur verið að hugsa um kannski,“ segir Þuríður. Mál Sunnu Elviru Tengdar fréttir Viðtalið við Sunnu Elviru í heild sinni: Vill sem minnst vita af fíkniefnamálinu sem eiginmaðurinn er flæktur í Ítarlegt viðtal fréttastofu við Sunnu Elviru Þorkelsdóttur í heild sinni. 15. febrúar 2018 15:15 Leita til Evrópusamtaka fatlaðs fólks vegna máls Sunnu Elviru Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands (ÖBÍ), segir að félagið muni leita til European Disability Forum, Evrópusamtaka fatlaðs fólks, vegna máls Sunnu Elviru Þorkelsdóttur sem nú liggur alvarlega slösuð á spítala í Málaga eftir að hafa fallið milli hæða á heimili sínu í janúar. 16. febrúar 2018 15:39 Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Sjá meira
Fulltrúar Öryrkjabandalagsins funduðu í dag með aðstoðarmanni utanríkisráðherra vegna máls Sunnu Elviru Þorkelsdóttur sem liggur lömuð á sjúkrahúsi í Malaga á Spáni. Sunna er þar í farbanni en fulltrúar ÖBÍ gagnrýna að hún dvelji við óviðunandi aðstæður á sjúkrahúsi þar sem hún fær ekki viðeigandi meðhöndlun. Tilgangur fundarins í utanríkisráðuneytinu var að sögn formanns Öryrkjabandalagsins að óska eftir upplýsingum um aðgerðir ráðuneytisins í máli Sunnu og að komast að því hvernig bandalagið geti orðið að liði. „Við viljum ekki ganga í berhögg við neitt sem að utanríkisráðuneytið er að gera ef að okkar aðgerðir til þess að reyna að knýja á fara af stað þá þurfa þær að vera þannig að þær séu ekki að skemma neitt,“ segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir. Sunna Elvira féll niður af svölum á heimili sínu í Malaga en við fallið hlaut hún mænuskaða og er lömuð fyrir neðan brjóst. Hún er í ótímabundnu farbanni á Spáni en eiginmaður hennar situr í gæsluvarðhaldi á Íslandi, grunaður um aðild að umfangsmiklu fíkniefnamáli. Samkvæmt heimildum fréttastofu Stöðvar 2 er Sunna einnig grunuð um aðild að málinu. Sjúkrahúsið sem Sunna dvelur á er ekki útbúið til að meðhöndla mænuskaða og hafa vonir staðið til um að hún verði flutt á annað hátæknisjúkrahús á Spáni. Það hefur ekki ennþá gengið eftir þar sem ekki lágu fyrir allir pappírar frá sjúkrahúsinu í Malaga vegna flutningsins. „Staða hennar er einfaldlega þannig að óháð öllu öðru, öllum sögusögnum og öllu sem að við kemur þessu máli, þá er hennar staða bara eins og píning, þetta er bara torture, það er ekkert hægt að segja það öðruvísi,“ segir Bergur Þorri Benjamínsson, gjaldkeri ÖBÍ. Bergur segir mikilvægt að halda því til haga að Sunna eigi rétt á viðunandi heilbrigðisþjónustu, burt séð frá meintum tengslum hennar við fíkniefnamálið. Öryrkjabandalagið er aðili að Evrópusamtökum fatlaðra og gerir Þuríður ráð fyrir því að bandalagið setji sig í samband við aðildarfélag samtakanna á Spáni. „Ég held að utanríkisráðuneytið sé að gera það sem það getur og í þeirra valdi stendur, en það er spurning um að við kannski reynum að fá í lið með okkur mannréttindasamtök úti í heimi, það er nú svona það sem maður hefur verið að hugsa um kannski,“ segir Þuríður.
Mál Sunnu Elviru Tengdar fréttir Viðtalið við Sunnu Elviru í heild sinni: Vill sem minnst vita af fíkniefnamálinu sem eiginmaðurinn er flæktur í Ítarlegt viðtal fréttastofu við Sunnu Elviru Þorkelsdóttur í heild sinni. 15. febrúar 2018 15:15 Leita til Evrópusamtaka fatlaðs fólks vegna máls Sunnu Elviru Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands (ÖBÍ), segir að félagið muni leita til European Disability Forum, Evrópusamtaka fatlaðs fólks, vegna máls Sunnu Elviru Þorkelsdóttur sem nú liggur alvarlega slösuð á spítala í Málaga eftir að hafa fallið milli hæða á heimili sínu í janúar. 16. febrúar 2018 15:39 Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Sjá meira
Viðtalið við Sunnu Elviru í heild sinni: Vill sem minnst vita af fíkniefnamálinu sem eiginmaðurinn er flæktur í Ítarlegt viðtal fréttastofu við Sunnu Elviru Þorkelsdóttur í heild sinni. 15. febrúar 2018 15:15
Leita til Evrópusamtaka fatlaðs fólks vegna máls Sunnu Elviru Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands (ÖBÍ), segir að félagið muni leita til European Disability Forum, Evrópusamtaka fatlaðs fólks, vegna máls Sunnu Elviru Þorkelsdóttur sem nú liggur alvarlega slösuð á spítala í Málaga eftir að hafa fallið milli hæða á heimili sínu í janúar. 16. febrúar 2018 15:39