Grímseyingur flúði í bátinn sinn í skjálftunum í nótt Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 16. febrúar 2018 12:00 Yfir fjórtán hundruð skjálftar hafa verið á svæðinu í kringum og í Grímsey. Kort frá Veðurstofu Íslands Mikil skjálftahrina hefur gengið yfir Grímsey síðustu tvo daga. Þrír skjálftar fóru yfir 3 stig í nótt en sá stærsti var 4,1 stig um kvöldmatarleytið í gær. Sigþrúður Ármannsdóttir, náttúruvásérfræðingur á Veðurstofu Íslands segir þessa hrinu vera óvenju mikla, níu hundruð skjálftar í gær og það sem er af þessum degi fimm hundruð skjálftar. „Það eru iðulega skjálftahrinur þarna en þetta er meira en venjulega. En það er búið að skoða GPS-mælingar af þessu svæði og það er ekkert sem bendir til að það séu kvikuhreyfingar. En við getum ekki útilokað að það komi stærri skjálftar," segir Sigþrúður. Gylfi Gunnarsson, sjómaður í Grímsey, segir þetta mest vera litla skjálfta og engar skemmdir hafi orðið. „Það eru aðallega bölvuð læti í þessu og þannig verður maður var við þetta. En hlutir eru ekki að færast til og svoleiðis," segir Gylfi en viðurkennir að það sé ónotalegt að vita ekki hvað komi næst, sérstaklega eftir stóra skjálftann í gærkvöldi. „Þetta er helvítis ófögnuður, það er ekkert öðruvísi við það. Mér er hrikalega illa við þetta og er skíthræddur við þetta. Ég viðurkenni það alveg," segir Gylfi en hann flúði hús sitt í nótt og svaf um borð í báti sínum. Þar ætlar hann að vera á meðan eiginkonan er uppi á landi en segist neyðast til að fara aftur í hús þegar hún kemur tilbaka. „Það er anskoti lítil karlmennska í því að sofa í bátnum á meðan hún er heima. En mér finnst þetta ónotalegt, sérstaklega hvað þetta er búið að standa lengi," segir hann. Grímsey Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Mikil skjálftahrina hefur gengið yfir Grímsey síðustu tvo daga. Þrír skjálftar fóru yfir 3 stig í nótt en sá stærsti var 4,1 stig um kvöldmatarleytið í gær. Sigþrúður Ármannsdóttir, náttúruvásérfræðingur á Veðurstofu Íslands segir þessa hrinu vera óvenju mikla, níu hundruð skjálftar í gær og það sem er af þessum degi fimm hundruð skjálftar. „Það eru iðulega skjálftahrinur þarna en þetta er meira en venjulega. En það er búið að skoða GPS-mælingar af þessu svæði og það er ekkert sem bendir til að það séu kvikuhreyfingar. En við getum ekki útilokað að það komi stærri skjálftar," segir Sigþrúður. Gylfi Gunnarsson, sjómaður í Grímsey, segir þetta mest vera litla skjálfta og engar skemmdir hafi orðið. „Það eru aðallega bölvuð læti í þessu og þannig verður maður var við þetta. En hlutir eru ekki að færast til og svoleiðis," segir Gylfi en viðurkennir að það sé ónotalegt að vita ekki hvað komi næst, sérstaklega eftir stóra skjálftann í gærkvöldi. „Þetta er helvítis ófögnuður, það er ekkert öðruvísi við það. Mér er hrikalega illa við þetta og er skíthræddur við þetta. Ég viðurkenni það alveg," segir Gylfi en hann flúði hús sitt í nótt og svaf um borð í báti sínum. Þar ætlar hann að vera á meðan eiginkonan er uppi á landi en segist neyðast til að fara aftur í hús þegar hún kemur tilbaka. „Það er anskoti lítil karlmennska í því að sofa í bátnum á meðan hún er heima. En mér finnst þetta ónotalegt, sérstaklega hvað þetta er búið að standa lengi," segir hann.
Grímsey Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira