Grímseyingur flúði í bátinn sinn í skjálftunum í nótt Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 16. febrúar 2018 12:00 Yfir fjórtán hundruð skjálftar hafa verið á svæðinu í kringum og í Grímsey. Kort frá Veðurstofu Íslands Mikil skjálftahrina hefur gengið yfir Grímsey síðustu tvo daga. Þrír skjálftar fóru yfir 3 stig í nótt en sá stærsti var 4,1 stig um kvöldmatarleytið í gær. Sigþrúður Ármannsdóttir, náttúruvásérfræðingur á Veðurstofu Íslands segir þessa hrinu vera óvenju mikla, níu hundruð skjálftar í gær og það sem er af þessum degi fimm hundruð skjálftar. „Það eru iðulega skjálftahrinur þarna en þetta er meira en venjulega. En það er búið að skoða GPS-mælingar af þessu svæði og það er ekkert sem bendir til að það séu kvikuhreyfingar. En við getum ekki útilokað að það komi stærri skjálftar," segir Sigþrúður. Gylfi Gunnarsson, sjómaður í Grímsey, segir þetta mest vera litla skjálfta og engar skemmdir hafi orðið. „Það eru aðallega bölvuð læti í þessu og þannig verður maður var við þetta. En hlutir eru ekki að færast til og svoleiðis," segir Gylfi en viðurkennir að það sé ónotalegt að vita ekki hvað komi næst, sérstaklega eftir stóra skjálftann í gærkvöldi. „Þetta er helvítis ófögnuður, það er ekkert öðruvísi við það. Mér er hrikalega illa við þetta og er skíthræddur við þetta. Ég viðurkenni það alveg," segir Gylfi en hann flúði hús sitt í nótt og svaf um borð í báti sínum. Þar ætlar hann að vera á meðan eiginkonan er uppi á landi en segist neyðast til að fara aftur í hús þegar hún kemur tilbaka. „Það er anskoti lítil karlmennska í því að sofa í bátnum á meðan hún er heima. En mér finnst þetta ónotalegt, sérstaklega hvað þetta er búið að standa lengi," segir hann. Grímsey Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún Sjá meira
Mikil skjálftahrina hefur gengið yfir Grímsey síðustu tvo daga. Þrír skjálftar fóru yfir 3 stig í nótt en sá stærsti var 4,1 stig um kvöldmatarleytið í gær. Sigþrúður Ármannsdóttir, náttúruvásérfræðingur á Veðurstofu Íslands segir þessa hrinu vera óvenju mikla, níu hundruð skjálftar í gær og það sem er af þessum degi fimm hundruð skjálftar. „Það eru iðulega skjálftahrinur þarna en þetta er meira en venjulega. En það er búið að skoða GPS-mælingar af þessu svæði og það er ekkert sem bendir til að það séu kvikuhreyfingar. En við getum ekki útilokað að það komi stærri skjálftar," segir Sigþrúður. Gylfi Gunnarsson, sjómaður í Grímsey, segir þetta mest vera litla skjálfta og engar skemmdir hafi orðið. „Það eru aðallega bölvuð læti í þessu og þannig verður maður var við þetta. En hlutir eru ekki að færast til og svoleiðis," segir Gylfi en viðurkennir að það sé ónotalegt að vita ekki hvað komi næst, sérstaklega eftir stóra skjálftann í gærkvöldi. „Þetta er helvítis ófögnuður, það er ekkert öðruvísi við það. Mér er hrikalega illa við þetta og er skíthræddur við þetta. Ég viðurkenni það alveg," segir Gylfi en hann flúði hús sitt í nótt og svaf um borð í báti sínum. Þar ætlar hann að vera á meðan eiginkonan er uppi á landi en segist neyðast til að fara aftur í hús þegar hún kemur tilbaka. „Það er anskoti lítil karlmennska í því að sofa í bátnum á meðan hún er heima. En mér finnst þetta ónotalegt, sérstaklega hvað þetta er búið að standa lengi," segir hann.
Grímsey Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún Sjá meira