Valdís Þóra þreytt á skrömbunum: „Þetta var algjör rússíbani“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 16. febrúar 2018 08:30 Valdís Þóra Jónsdóttir. Vísir/Getty Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur frá Akranesi, komst í nótt í gegnum niðurskurðinn á opna ástralska mótinu sem er hluti af LPGA-mótaröðinni. Skagamærin fékk fimm fugla og örn á hringnum en á móti fékk hún þrjá skolla og tvo skramba og kom í hús á pari eins og í gær. Hún er þremur höggum fyrir ofan niðurskurðarlínuna. Valdís Þóra fékk einnig skramba á 17. holunni í gær en hefði hún sloppið við hann hefði hún klárað hringinn á tveimur höggum undir pari. Hún er orðin þreytt á skrömbunum. „Ég er ánægð með að komast í gegnum niðurskurðinn en ég er frekar svekkt með að hafa endað aftur á skramba og skolla,“ sagði Valdís Þóra eftir hringinn í Adelaide í nótt. „Ég var að gera mjög góða hluti í dag. Þetta var algjör rússibani en ég er ánægð með að komast í gegnum niðurskurðinn,“ sagði Valdís Þóra, en hvað ætlar hún að bæta fyrir helgina? „Ég ætla að halda áfram að koma mér í tækifæri. Ég er að gera góða hluti. Ég er að slá vel og pútta ágætlega. Ég verð að halda þessu áfram og vonandi sleppa við þessa skramba,“ sagði Valdís Þóra Jónsdóttir.Ólafía Þórunn Kristinsdóttir keppti á sama móti en hún er úr leik eftir skelfilegan annan hring. Golf Tengdar fréttir Valdís áfram eftir skrautlegan hring en Ólafía er úr leik Skagamærin heldur keppni áfram en íþróttamaður ársins er á heimleið. 16. febrúar 2018 07:26 Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport „Ég var að skjóta“ Enski boltinn Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Fótbolti Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur frá Akranesi, komst í nótt í gegnum niðurskurðinn á opna ástralska mótinu sem er hluti af LPGA-mótaröðinni. Skagamærin fékk fimm fugla og örn á hringnum en á móti fékk hún þrjá skolla og tvo skramba og kom í hús á pari eins og í gær. Hún er þremur höggum fyrir ofan niðurskurðarlínuna. Valdís Þóra fékk einnig skramba á 17. holunni í gær en hefði hún sloppið við hann hefði hún klárað hringinn á tveimur höggum undir pari. Hún er orðin þreytt á skrömbunum. „Ég er ánægð með að komast í gegnum niðurskurðinn en ég er frekar svekkt með að hafa endað aftur á skramba og skolla,“ sagði Valdís Þóra eftir hringinn í Adelaide í nótt. „Ég var að gera mjög góða hluti í dag. Þetta var algjör rússibani en ég er ánægð með að komast í gegnum niðurskurðinn,“ sagði Valdís Þóra, en hvað ætlar hún að bæta fyrir helgina? „Ég ætla að halda áfram að koma mér í tækifæri. Ég er að gera góða hluti. Ég er að slá vel og pútta ágætlega. Ég verð að halda þessu áfram og vonandi sleppa við þessa skramba,“ sagði Valdís Þóra Jónsdóttir.Ólafía Þórunn Kristinsdóttir keppti á sama móti en hún er úr leik eftir skelfilegan annan hring.
Golf Tengdar fréttir Valdís áfram eftir skrautlegan hring en Ólafía er úr leik Skagamærin heldur keppni áfram en íþróttamaður ársins er á heimleið. 16. febrúar 2018 07:26 Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport „Ég var að skjóta“ Enski boltinn Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Fótbolti Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Valdís áfram eftir skrautlegan hring en Ólafía er úr leik Skagamærin heldur keppni áfram en íþróttamaður ársins er á heimleið. 16. febrúar 2018 07:26