Fjögur tilnefnd til Íslensku myndlistarverðlaunanna 16. febrúar 2018 06:00 Björg Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri KÍM. Tilnefningar til Íslensku myndlistarverðlaunanna hafa nú verið kynntar. Samtals voru 32 listamenn tilnefndir sem myndlistarmaður ársins. Úr þeim hópi hafa fjórir listamenn komist á forvalslista dómnefndar. Þeir eru: Anna Júlía Friðbjörnsdóttir fyrir sýninguna Erindi í Hafnarborg, Egill Sæbjörnsson fyrir sýninguna Ùgh & Bõögâr Jewellery í i8 Gallery, Hulda Vilhjálmsdóttir fyrir sýninguna Valbrá í Kling og Bang og Sigurður Guðjónsson fyrir sýninguna Inniljós í kapellu og líkhúsi St. Jósefsspítala í Hafnarfirði. Að auki hlutu 15 myndlistarmenn tilnefningu til Hvatningarverðlauna ársins. Í dómnefnd sitja þau Margrét Kristín Sigurðardóttir, formaður, fyrir hönd Myndlistarráðs, Sigrún Hrólfsdóttir fyrir hönd Listaháskóla Íslands, Bryndís Hrönn Ragnarsdóttir fyrir hönd Sambands íslenskra myndlistarmanna, Magnús Gestsson fyrir hönd Listfræðafélags Íslands og Margrét Elísabet Ólafsdóttir sem er fulltrúi safnstjóra íslenskra safna í dómnefndinni.Verðlaunin verða veitt í Hafnarhúsi 22. febrúar.Að verðlaununum standa Myndlistarráð og KÍM, Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar. Björg Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri KÍM, sagði í samtali við Fréttablaðið að það væri löngu orðið tímabært að Íslensku myndlistaverðlaununum væri komið á koppinn. „Ástæða þess að farið var af stað núna er sú að Myndlistarráð, sem stofnað var árið 2013, hefur það hlutverk að efla og kynna íslenska myndlist og þau töldu að Íslensku myndlistarverðlaunin væru tilvalin til þess að draga athygli að íslenskri myndlist, upphefja og koma betur á framfæri innanlands,“ bætti Björg við. Verðlaun af þessu tagi hafa ekki verið veitt síðan Sjónlistarverðlaunin voru og hétu. Þau voru síðast veitt árið 2012 og þar á undan árið 2008. Sjónlistarverðlaunin voru á sínum tíma veitt í tveimur flokkum, fyrir myndlist og hönnun. Stofnað hefur verið til Hönnunarverðlauna Íslands síðan Sjónlistarverðlaunin lögðust af og því kominn tími á myndlistina, líkt og Björg segir. Íslensku myndlistarverðlaunin, ásamt Hvatningarverðlaununum, verða veitt í Hafnarhúsi Listasafns Reykjavíkur 22. febrúar næstkomandi. Myndlistarmaður ársins hlýtur peningaverðlaun að upphæð ein milljón króna, en Hvatningarverðlaununum fylgir hálf milljón króna. Mennta- og menningarmálaráðherra, Lilja Alfreðsdóttir, mun afhenda verðlaunin og eru allir velkomnir. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Tilnefningar til Íslensku myndlistarverðlaunanna hafa nú verið kynntar. Samtals voru 32 listamenn tilnefndir sem myndlistarmaður ársins. Úr þeim hópi hafa fjórir listamenn komist á forvalslista dómnefndar. Þeir eru: Anna Júlía Friðbjörnsdóttir fyrir sýninguna Erindi í Hafnarborg, Egill Sæbjörnsson fyrir sýninguna Ùgh & Bõögâr Jewellery í i8 Gallery, Hulda Vilhjálmsdóttir fyrir sýninguna Valbrá í Kling og Bang og Sigurður Guðjónsson fyrir sýninguna Inniljós í kapellu og líkhúsi St. Jósefsspítala í Hafnarfirði. Að auki hlutu 15 myndlistarmenn tilnefningu til Hvatningarverðlauna ársins. Í dómnefnd sitja þau Margrét Kristín Sigurðardóttir, formaður, fyrir hönd Myndlistarráðs, Sigrún Hrólfsdóttir fyrir hönd Listaháskóla Íslands, Bryndís Hrönn Ragnarsdóttir fyrir hönd Sambands íslenskra myndlistarmanna, Magnús Gestsson fyrir hönd Listfræðafélags Íslands og Margrét Elísabet Ólafsdóttir sem er fulltrúi safnstjóra íslenskra safna í dómnefndinni.Verðlaunin verða veitt í Hafnarhúsi 22. febrúar.Að verðlaununum standa Myndlistarráð og KÍM, Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar. Björg Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri KÍM, sagði í samtali við Fréttablaðið að það væri löngu orðið tímabært að Íslensku myndlistaverðlaununum væri komið á koppinn. „Ástæða þess að farið var af stað núna er sú að Myndlistarráð, sem stofnað var árið 2013, hefur það hlutverk að efla og kynna íslenska myndlist og þau töldu að Íslensku myndlistarverðlaunin væru tilvalin til þess að draga athygli að íslenskri myndlist, upphefja og koma betur á framfæri innanlands,“ bætti Björg við. Verðlaun af þessu tagi hafa ekki verið veitt síðan Sjónlistarverðlaunin voru og hétu. Þau voru síðast veitt árið 2012 og þar á undan árið 2008. Sjónlistarverðlaunin voru á sínum tíma veitt í tveimur flokkum, fyrir myndlist og hönnun. Stofnað hefur verið til Hönnunarverðlauna Íslands síðan Sjónlistarverðlaunin lögðust af og því kominn tími á myndlistina, líkt og Björg segir. Íslensku myndlistarverðlaunin, ásamt Hvatningarverðlaununum, verða veitt í Hafnarhúsi Listasafns Reykjavíkur 22. febrúar næstkomandi. Myndlistarmaður ársins hlýtur peningaverðlaun að upphæð ein milljón króna, en Hvatningarverðlaununum fylgir hálf milljón króna. Mennta- og menningarmálaráðherra, Lilja Alfreðsdóttir, mun afhenda verðlaunin og eru allir velkomnir.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira