Plataði unnustuna í fyrsta tónlistarmyndbandið Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 15. febrúar 2018 11:57 María Rut og Ingileif Skjáskot Laganeminn og fjölmiðlakonan Ingileif Friðriksdóttir stígur í dag sín fyrstu skref í tónlistarbransanum með útgáfu nýs lags og myndbands. Lagið heitir At Last og er framleitt af Ásgeiri Orra Ásgeirssyni úr StopWaitGo. „Lagið fjallar um mína vegferð frá því að halda að ég væri tilfinningalaus yfir í að koma út út skápnum og átta mig á því að ég var bara alls ekki tilfinningalaus,“ segir Ingileif í samtali við Vísi. „Lagið varð til mjög óvart. Ég var í sturtu síðasta vor þegar ég fór að raula það og Maríu unnustu minni fannst melódían strax catchy og hvatti mig til að gera eitthvað meira við hana. Ég ákvað að gamni að semja texta og tók svo lagið upp á símann minn.“ Til að byrja með gerði Ingileif ekkert við lagið en eftir pressu frá Maríu Rut Kristinsdóttur, unnustu sinni, sendi hún lagið á Ásgeir Orra. „Hann tók vel í það og leist strax vel á og upp úr því hófst þetta allt saman.“Ástin allskonar Endanleg mynd var komin á lagið í desember að sögn Ingileifar en þá stakk hún af til Taílands ásamt unnustu sinni og beið með útgáfuna þangað til hún kom heim. Þá var komið að því að búa til tónlistarmyndband og segir Ingileif að hún hafi verið með ákveðna hugmynd um myndband sem myndi tóna við lagið. Hún hafi haft samband við Birtu Rán Björgvinsdóttur sem leikstýrði myndbandinu og Arnar Stein Einarsson sem tók myndbandið upp. „Ég sagði þeim mínar pælingar um að hafa lesbísk pör að horfast í augu, hlæja og kyssast - og við ákváðum að kýla á það. Ég auglýsti eftir pörum á Facebook grúppunni Hinseginspjallinu og fékk nokkur skilaboð eftir það og heyrði svo sjálf í nokkrum stelpum sem ég þekki og þær voru allar til í að vera með. Birta og Arnar gerðu þetta svo ótrúlega fallega og ég er mjög ánægð með útkomuna,“ segir Ingileif. „Ástin er allskonar og í mínu tilviki er hún svona og mig langaði að það myndi skína í gegn í myndbandinu. Svo plataði ég unnustu mína til að vera með í lokaskotinu svo það rammar þetta aldeilis inn.“ Útkomuna má sjá og heyra í spilaranum hér fyrir neðan. Mest lesið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Laganeminn og fjölmiðlakonan Ingileif Friðriksdóttir stígur í dag sín fyrstu skref í tónlistarbransanum með útgáfu nýs lags og myndbands. Lagið heitir At Last og er framleitt af Ásgeiri Orra Ásgeirssyni úr StopWaitGo. „Lagið fjallar um mína vegferð frá því að halda að ég væri tilfinningalaus yfir í að koma út út skápnum og átta mig á því að ég var bara alls ekki tilfinningalaus,“ segir Ingileif í samtali við Vísi. „Lagið varð til mjög óvart. Ég var í sturtu síðasta vor þegar ég fór að raula það og Maríu unnustu minni fannst melódían strax catchy og hvatti mig til að gera eitthvað meira við hana. Ég ákvað að gamni að semja texta og tók svo lagið upp á símann minn.“ Til að byrja með gerði Ingileif ekkert við lagið en eftir pressu frá Maríu Rut Kristinsdóttur, unnustu sinni, sendi hún lagið á Ásgeir Orra. „Hann tók vel í það og leist strax vel á og upp úr því hófst þetta allt saman.“Ástin allskonar Endanleg mynd var komin á lagið í desember að sögn Ingileifar en þá stakk hún af til Taílands ásamt unnustu sinni og beið með útgáfuna þangað til hún kom heim. Þá var komið að því að búa til tónlistarmyndband og segir Ingileif að hún hafi verið með ákveðna hugmynd um myndband sem myndi tóna við lagið. Hún hafi haft samband við Birtu Rán Björgvinsdóttur sem leikstýrði myndbandinu og Arnar Stein Einarsson sem tók myndbandið upp. „Ég sagði þeim mínar pælingar um að hafa lesbísk pör að horfast í augu, hlæja og kyssast - og við ákváðum að kýla á það. Ég auglýsti eftir pörum á Facebook grúppunni Hinseginspjallinu og fékk nokkur skilaboð eftir það og heyrði svo sjálf í nokkrum stelpum sem ég þekki og þær voru allar til í að vera með. Birta og Arnar gerðu þetta svo ótrúlega fallega og ég er mjög ánægð með útkomuna,“ segir Ingileif. „Ástin er allskonar og í mínu tilviki er hún svona og mig langaði að það myndi skína í gegn í myndbandinu. Svo plataði ég unnustu mína til að vera með í lokaskotinu svo það rammar þetta aldeilis inn.“ Útkomuna má sjá og heyra í spilaranum hér fyrir neðan.
Mest lesið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira