Gagnsæi gæti dregið úr freistnivanda þingmanna Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 14. febrúar 2018 15:45 Jón Ólafsson, prófessor og formaður Gagnsæis - Samtaka gegn spillingu, segir það sjálfsagt mál að upplýsingar um kjör þingmanna séu upplýst. „Þetta er algjörlega bráðnauðsynleg breyting á reglum þingsins,“ Segir Jón Ólafsson, prófessor í heimspeki og formaður Gagnsæis - Samtaka gegn spillingu. „Það er engin ástæða fyrir því að greiðslum af þessu tagi sé haldið leyndu fyrir almenningi.“ Í gær tilkynnti Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, að til skoðunar hefur verið á undanförnum mánuðum, og rætt í forsætisnefnd Alþingis, að auka upplýsingagjöf um kjör og starfskostnaðargreiðslur alþingismanna þannig að aðgangur að þeim verði öllum auðveldur og þær birtar á vef þingsins. Markmiðið sé að engin leynd sé yfir neinu sem varðar almenn kjör og greiðslur til þingmanna og fullkomið gagnsæi ríki.Sjá: „Markmiðið er að ekki sé leynd yfir neinu“ „Það sem við höfum kannski séð betur og betur á síðustu mánuðum og árum er að gagnsæi um þessa hluti hefur áhrif á hegðun,“ segir Jón. „Tilfellið er að jafnvel þó að við séum ekki beinlínis að saka fólk um einhverskonar siðleysi að þá er það ósköp fyrirsjáanleg afleiðing af leynd að fólk stendur frammi fyrir ákveðnum freistnivanda. Það er meiri freisting fyrir fólk að nýta sér allskonar leiðir til að fá greiðslur ef það getur gengið að því vísu að það kemur aldrei fyrir sjónir almennings.“Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, boðar að upplýsingar um starfskostnaðargreiðslur verði birtar á vef Alþingis.Vísir/ValliHingað til hafa starfskostnaðargreiðslur þingmanna ekki verið birtar opinberlega þar til forseti þingsins upplýsti í svari við fyrirspurn um tíu hæstu upphæðirnar sem endurgreiddar hafa verið þingmönnum vegna aksturs. Þær upplýsingar voru þó ekki persónurekjanlegar en fjölmiðlar hafa oft kallað á eftir upplýsingum af þessum toga. „Þessi tilhneiging hér á landi er svo furðurleg,“ segir Jón. „Maður hefur séð hvernig fyrirspurnum fjölmiðla hefur verið mætt af vandlætingu meðal sumra þingmanna. Talað hefur verið um það að það sé óeðlilegt að óska eftir upplýsingum af þessu tagi.“ Hann segir að margir taki því sem svo að óskir fjölmiðla um upplýsingar séu árásir á opinberar persónur. „Þessu er oft tekið eins og það sé verið að ráðast á persónur, snuðra og þar fram eftir götum. Maður getur vonað að það viðhorf fari nú kannski að breytast og fólk fari að taka því sem eðlilegum hlut að fjölmiðlar reyni eftir bestu getu að fá og veita sem flestar upplýsingar,“ segir Jón. Stj.mál Tengdar fréttir Gæti farið hring um landið á tíu daga fresti Greiðslur til Ásmundar Friðrikssonar vegna aksturs jafngilda útborguðum launum grunnskólakennara. 10. febrúar 2018 07:00 Skilur gagnrýni á greiðslurnar en mun halda áfram að sinna kjördæminu Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fékk hæstu akstursgreiðslur endurgreiddar úr ríkissjóði. Hann skilur að fólk gagnrýni háar akstursgreiðslur til þingmanna. 9. febrúar 2018 14:30 Ætla að taka reglur um þingfararkostnað til skoðunar Til stendur að fylgja betur eftir hlýðni við reglur um þingfararkostnað, þannig að þeir þingmenn sem aka mest vegna vinnu sinnar nýti hagkvæmustu samgöngumáta hverju sinni. 10. febrúar 2018 13:02 Ásmundur Friðriksson fékk ekki krónu frá Ingva Hrafni Ingvi Hrafn segir Ásmund Friðriksson ofdekra kjósendur sína. 9. febrúar 2018 14:41 Rekstrarkostnaður við bíl Ásmundar rúmlega tvær milljónir króna Um 2,6 milljónum króna minna en Ásmundur fékk í aksturskostnað frá Alþingi árið 2017 en greiðsla til hans vegna þess nam 4,6 milljónum króna. 14. febrúar 2018 08:44 Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Sökk í mýri við Stokkseyri Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Fleiri fréttir Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Sjá meira
„Þetta er algjörlega bráðnauðsynleg breyting á reglum þingsins,“ Segir Jón Ólafsson, prófessor í heimspeki og formaður Gagnsæis - Samtaka gegn spillingu. „Það er engin ástæða fyrir því að greiðslum af þessu tagi sé haldið leyndu fyrir almenningi.“ Í gær tilkynnti Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, að til skoðunar hefur verið á undanförnum mánuðum, og rætt í forsætisnefnd Alþingis, að auka upplýsingagjöf um kjör og starfskostnaðargreiðslur alþingismanna þannig að aðgangur að þeim verði öllum auðveldur og þær birtar á vef þingsins. Markmiðið sé að engin leynd sé yfir neinu sem varðar almenn kjör og greiðslur til þingmanna og fullkomið gagnsæi ríki.Sjá: „Markmiðið er að ekki sé leynd yfir neinu“ „Það sem við höfum kannski séð betur og betur á síðustu mánuðum og árum er að gagnsæi um þessa hluti hefur áhrif á hegðun,“ segir Jón. „Tilfellið er að jafnvel þó að við séum ekki beinlínis að saka fólk um einhverskonar siðleysi að þá er það ósköp fyrirsjáanleg afleiðing af leynd að fólk stendur frammi fyrir ákveðnum freistnivanda. Það er meiri freisting fyrir fólk að nýta sér allskonar leiðir til að fá greiðslur ef það getur gengið að því vísu að það kemur aldrei fyrir sjónir almennings.“Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, boðar að upplýsingar um starfskostnaðargreiðslur verði birtar á vef Alþingis.Vísir/ValliHingað til hafa starfskostnaðargreiðslur þingmanna ekki verið birtar opinberlega þar til forseti þingsins upplýsti í svari við fyrirspurn um tíu hæstu upphæðirnar sem endurgreiddar hafa verið þingmönnum vegna aksturs. Þær upplýsingar voru þó ekki persónurekjanlegar en fjölmiðlar hafa oft kallað á eftir upplýsingum af þessum toga. „Þessi tilhneiging hér á landi er svo furðurleg,“ segir Jón. „Maður hefur séð hvernig fyrirspurnum fjölmiðla hefur verið mætt af vandlætingu meðal sumra þingmanna. Talað hefur verið um það að það sé óeðlilegt að óska eftir upplýsingum af þessu tagi.“ Hann segir að margir taki því sem svo að óskir fjölmiðla um upplýsingar séu árásir á opinberar persónur. „Þessu er oft tekið eins og það sé verið að ráðast á persónur, snuðra og þar fram eftir götum. Maður getur vonað að það viðhorf fari nú kannski að breytast og fólk fari að taka því sem eðlilegum hlut að fjölmiðlar reyni eftir bestu getu að fá og veita sem flestar upplýsingar,“ segir Jón.
Stj.mál Tengdar fréttir Gæti farið hring um landið á tíu daga fresti Greiðslur til Ásmundar Friðrikssonar vegna aksturs jafngilda útborguðum launum grunnskólakennara. 10. febrúar 2018 07:00 Skilur gagnrýni á greiðslurnar en mun halda áfram að sinna kjördæminu Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fékk hæstu akstursgreiðslur endurgreiddar úr ríkissjóði. Hann skilur að fólk gagnrýni háar akstursgreiðslur til þingmanna. 9. febrúar 2018 14:30 Ætla að taka reglur um þingfararkostnað til skoðunar Til stendur að fylgja betur eftir hlýðni við reglur um þingfararkostnað, þannig að þeir þingmenn sem aka mest vegna vinnu sinnar nýti hagkvæmustu samgöngumáta hverju sinni. 10. febrúar 2018 13:02 Ásmundur Friðriksson fékk ekki krónu frá Ingva Hrafni Ingvi Hrafn segir Ásmund Friðriksson ofdekra kjósendur sína. 9. febrúar 2018 14:41 Rekstrarkostnaður við bíl Ásmundar rúmlega tvær milljónir króna Um 2,6 milljónum króna minna en Ásmundur fékk í aksturskostnað frá Alþingi árið 2017 en greiðsla til hans vegna þess nam 4,6 milljónum króna. 14. febrúar 2018 08:44 Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Sökk í mýri við Stokkseyri Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Fleiri fréttir Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Sjá meira
Gæti farið hring um landið á tíu daga fresti Greiðslur til Ásmundar Friðrikssonar vegna aksturs jafngilda útborguðum launum grunnskólakennara. 10. febrúar 2018 07:00
Skilur gagnrýni á greiðslurnar en mun halda áfram að sinna kjördæminu Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fékk hæstu akstursgreiðslur endurgreiddar úr ríkissjóði. Hann skilur að fólk gagnrýni háar akstursgreiðslur til þingmanna. 9. febrúar 2018 14:30
Ætla að taka reglur um þingfararkostnað til skoðunar Til stendur að fylgja betur eftir hlýðni við reglur um þingfararkostnað, þannig að þeir þingmenn sem aka mest vegna vinnu sinnar nýti hagkvæmustu samgöngumáta hverju sinni. 10. febrúar 2018 13:02
Ásmundur Friðriksson fékk ekki krónu frá Ingva Hrafni Ingvi Hrafn segir Ásmund Friðriksson ofdekra kjósendur sína. 9. febrúar 2018 14:41
Rekstrarkostnaður við bíl Ásmundar rúmlega tvær milljónir króna Um 2,6 milljónum króna minna en Ásmundur fékk í aksturskostnað frá Alþingi árið 2017 en greiðsla til hans vegna þess nam 4,6 milljónum króna. 14. febrúar 2018 08:44