Tónleikaútgáfa með leikrænum tilþrifum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 14. febrúar 2018 08:00 Valgerður með einn af glæsikjólunum sem hún skartar í sýningunni. VÍSIR/ANTON BRINK Það var ansi löng æfing í gærkveldi og verður það líka í kvöld. Nú er lokaspretturinn hafinn,“ segir Valgerður Guðnadóttir söngkona um uppfærslu The Phantom of the Opera, eftir Andrew Lloyd Webber, í Hörpu. Frumsýningin er 17. febrúar og aðeins þrjár sýningar eru fyrirhugaðar, að sögn Eiðs Arnarsonar sem stendur að uppfærslunni ásamt Þorvaldi Bjarna Þorvaldssyni. The Phantom of the Opera er stór tónleikasýning með níu einsöngvurum, þrjátíu manna kór og tíu dönsurum auk 50 hljóðfæraleikara úr SinfóníaNord, undir stjórn Þorvaldar Bjarna. Titilhlutverkið er í höndum Þórs Breiðfjörð en Valgerður fer líka með eitt af stóru hlutverkunum. „Ég held að Andrew Lloyd Webber hafi hugsað þetta upphaflega sem óperu en það er skilgreint sem söngleikur,“ segir hún þegar hún er beðin um að lýsa verkinu. „Þó eru þarna hlutverk sem eru hrein óperuhlutverk, eins og hennar Carlottu sem Diddú syngur, það þarf þjálfaða óperusöngkonu til að túlka það. Verkið gerist í óperuhúsi, eins og ráða má af titlinum. „Við fáum sterka tilfinningu fyrir staðsetningunni því þar er verið að flytja brot úr ímynduðum óperum. Hannibal er ein þeirra sem þar eru á fjölunum, þar er kór og dansarar og þar er aðaldívan Carlotta (Diddú). Svo er þar uppgötvuð þessi unga, hæfileikaríka söngkona Christine sem ég leik. Þannig að þetta stykki er töluvert krefjandi fyrir okkur söngvarana.“ Fyrstu æfingar á The Phantom of the Opera voru í byrjun janúar, að sögn Valgerðar, og nú er að koma að æfingum með hljómsveitinni. „Hann Kjartan Valdemarsson píanóleikari hefur verið okkar hljómsveit á öllum æfingum til þessa,“ lýsir hún. Valgerður tók þátt í uppfærslu Vesalinganna á sínum tíma en segir vinnu í kringum þessa sýningu ívið snúnari. „Þetta er tónleikaútgáfa með leikrænum tilþrifum – óperudraugurinn, sem Þór Breiðfjörð túlkar, dregur til dæmis Christine með sér niður í undirheimana þar sem hann býr, þannig að það er eitt og annað sem gerir sýninguna flókna. Svo er myndum varpað á veggina á bak við, við erum með leikmuni, þó ekki sé um leikhúsuppfærslu að ræða, og búningarnir eru geggjaðir. Búningarnir koma frá búningaleigu í Bretlandi, að sögn Valgerðar. „Það er verið að setja The Phantom of the Operan upp úti um allan heim, alltaf, og margar leigur sjá um að leigja búninga fyrir hann. Hann Eiður fann þessa, þeir voru nýlega í notkun á Möltu og komu bara hér í hús um síðustu helgi – þeir eru dálítið geggjaðir, get ég sagt þér. Flestir söngvararnir í sýningunni þurfa að hafa búningaskipti nokkrum sinnum, því þeir þurfa að bregða sér í hin ýmsu hlutverk í óperunni og eru svo í sínum hversdagsfötum líka, en þau eru auðvitað ekki á pari við þau sem við klæðumst dagsdaglega, heldur frá því um aldamótin 1900. Sagan hefst 1905 en svo er farið aftur í tímann og atburðir rifjaðir upp sem þá áttu sér stað, þá erum við komin á 19. öldina. Sagan er mögnuð, tónlistin flott og búningarnir mikið fyrir augað.“ Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Fleiri fréttir Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Sjá meira
Það var ansi löng æfing í gærkveldi og verður það líka í kvöld. Nú er lokaspretturinn hafinn,“ segir Valgerður Guðnadóttir söngkona um uppfærslu The Phantom of the Opera, eftir Andrew Lloyd Webber, í Hörpu. Frumsýningin er 17. febrúar og aðeins þrjár sýningar eru fyrirhugaðar, að sögn Eiðs Arnarsonar sem stendur að uppfærslunni ásamt Þorvaldi Bjarna Þorvaldssyni. The Phantom of the Opera er stór tónleikasýning með níu einsöngvurum, þrjátíu manna kór og tíu dönsurum auk 50 hljóðfæraleikara úr SinfóníaNord, undir stjórn Þorvaldar Bjarna. Titilhlutverkið er í höndum Þórs Breiðfjörð en Valgerður fer líka með eitt af stóru hlutverkunum. „Ég held að Andrew Lloyd Webber hafi hugsað þetta upphaflega sem óperu en það er skilgreint sem söngleikur,“ segir hún þegar hún er beðin um að lýsa verkinu. „Þó eru þarna hlutverk sem eru hrein óperuhlutverk, eins og hennar Carlottu sem Diddú syngur, það þarf þjálfaða óperusöngkonu til að túlka það. Verkið gerist í óperuhúsi, eins og ráða má af titlinum. „Við fáum sterka tilfinningu fyrir staðsetningunni því þar er verið að flytja brot úr ímynduðum óperum. Hannibal er ein þeirra sem þar eru á fjölunum, þar er kór og dansarar og þar er aðaldívan Carlotta (Diddú). Svo er þar uppgötvuð þessi unga, hæfileikaríka söngkona Christine sem ég leik. Þannig að þetta stykki er töluvert krefjandi fyrir okkur söngvarana.“ Fyrstu æfingar á The Phantom of the Opera voru í byrjun janúar, að sögn Valgerðar, og nú er að koma að æfingum með hljómsveitinni. „Hann Kjartan Valdemarsson píanóleikari hefur verið okkar hljómsveit á öllum æfingum til þessa,“ lýsir hún. Valgerður tók þátt í uppfærslu Vesalinganna á sínum tíma en segir vinnu í kringum þessa sýningu ívið snúnari. „Þetta er tónleikaútgáfa með leikrænum tilþrifum – óperudraugurinn, sem Þór Breiðfjörð túlkar, dregur til dæmis Christine með sér niður í undirheimana þar sem hann býr, þannig að það er eitt og annað sem gerir sýninguna flókna. Svo er myndum varpað á veggina á bak við, við erum með leikmuni, þó ekki sé um leikhúsuppfærslu að ræða, og búningarnir eru geggjaðir. Búningarnir koma frá búningaleigu í Bretlandi, að sögn Valgerðar. „Það er verið að setja The Phantom of the Operan upp úti um allan heim, alltaf, og margar leigur sjá um að leigja búninga fyrir hann. Hann Eiður fann þessa, þeir voru nýlega í notkun á Möltu og komu bara hér í hús um síðustu helgi – þeir eru dálítið geggjaðir, get ég sagt þér. Flestir söngvararnir í sýningunni þurfa að hafa búningaskipti nokkrum sinnum, því þeir þurfa að bregða sér í hin ýmsu hlutverk í óperunni og eru svo í sínum hversdagsfötum líka, en þau eru auðvitað ekki á pari við þau sem við klæðumst dagsdaglega, heldur frá því um aldamótin 1900. Sagan hefst 1905 en svo er farið aftur í tímann og atburðir rifjaðir upp sem þá áttu sér stað, þá erum við komin á 19. öldina. Sagan er mögnuð, tónlistin flott og búningarnir mikið fyrir augað.“
Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Fleiri fréttir Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Sjá meira