Addi Intro söðlaði um og fór í annað tempó Stefán Þór Hjartarson skrifar 14. febrúar 2018 08:00 Taktsmiðurinn, plötusnúðurinn og mathákurinn Addi Intro ætlar sér stóra hluti í hústónlistinni. Vísir/Ernir Addi Intro er einn færasti taktsmiður landsins, skaffaði undirspil fyrir flesta rappara landsins og var eftirsóttur. Hann ákvað þó að skipta um tempó, bókstaflega, og færði sig yfir í hústónlistina þar sem takturinn slær hraðar. „Ég er, svona síðan 2013, búinn að skipta um lið – svona eins og margir, sem þurfa alltaf að vera partur af einhverju. Það er það versta við senuna hérna, að maður þarf alltaf að vera partur af einhverju einu liði. En síðan ég fór að gera eitthvað annað en hipphopp hef ég verið að gefa út slatta – ég man ekki alveg hvað þetta eru margar plötur, en ég hef gefið út svona 40 lög sem skiptast niður á nokkrar EP-útgáfur plús alls konar remix verkefni. Ég er kominn inn í ákveðið mengi af artistum sem eru með svipaðan bakgrunn og ég; allt listamenn sem voru að gera hipphopp, en þegar hipphoppið sem við ólumst upp við hvarf höfum við bókstaflega skipt um tempó,“ segir Addi Intro en margir kannast eflaust við hann sem eina aðalsprautu hipphopp-senunnar, verandi plötusnúður og taktsmiður Forgotten Lores og til að mynda fyrir að gefa út plötuna Tívolí Chillout árið 2009 hvar hann safnaði saman landsliði rappsins á eina geislaplötu. Í dag er hann búinn að skipta um „lið“ og er farinn að búa til house, eða hústónlist, en þar er tempóið yfirleitt hraðara en í hipphoppinu en Addi segir að vinnubrögðin séu svipuð. „Það er orðin frekar stór sena innan hússins þar sem menn koma úr hipphoppinu og eru í raun bara að gera sömu hlutina og þar nema í öðru tempói. Hús er svo ótrúlega stór flokkur. Ég er búinn að vera að komast meira og meira inn í þessa senu. Í fyrra fékk ég svona smjörþefinn af því hvað það er sem ég get gert. Ég spilaði hér og þar, til dæmis í Leicester, í Berlín og síðan mjög „randomly“ í Tókýó. Það var alveg klikkað svona miðað við að ég er ekkert það stór artisti – samt er einhver þarna úti að fylgjast með mér og til í að redda fjármagni til að fljúga mér alla leið frá Íslandi til að spila sex sinnum í Tókýó og halda mér þar uppi.“ Addi er kominn með tengslanet þarna eystra og enn fleiri sem fylgjast með honum. Hann stefnir klárlega á að spila aftur í þar í borg. „Það besta var að fara í plötubúð í Tókýó og finna þar plötu eftir sjálfan sig þar. Reyndar fór vínyl-kúltúrinn aldrei neitt í Japan – á meðan við erum að reyna að endurbyggja hann hérna heima og á fleiri stöðum í Evrópu.“Addi var gestur þáttarins Party Zone um síðustu helgi, sem hlusta má á hér fyrir neðan. Þar var bæði tekið viðtal við hann í byrjun þáttar auk þess sem hann spilaði syrpu með sínum eigin lögum og öðrum sem hafa haft áhrif á tónlist hans.Mathákurinn Addi Addi segist vera kominn með mann sem muni hjálpa honum að fá að spila meira erlendis. „Ég get alveg dílað við svona dót sjálfur, en ég vil helst ekki spá í þessu – ég vil bara spila tónlist því að þessi hlið dregur úr sköpunargleðinni hjá mér. Mér er sama um peninginn – meðan ég fæ flug og hótel þá er ég góður.“ Hann Addi er mikill mathákur og margir þekkja hann sem slíkan – því eru þessi ferðalög hans ekki bara tónlistarferðir en einnig matartúrar þar sem hann reynir að gúffa í sig sem mestu magni af gómsætum, framandi réttum. Hann segir mér, ákaflega dularfullur, að hann hafi verið að þvælast með upptökubúnað í nokkrar af matarsmökkunum sínum erlendis og mögulega sé stefnan að gera eitthvað með það efni, jafnvel á þessu ári. Aðspurður hvað annað sé fram undan á árinu segist Addi eiginlega ekki vita það, enda vilji hann aldrei plana of mikið fram í tímann, en þó segist hann vera með nokkra hluti í vinnslu. „Ég er að vinna að nokkrum útgáfum og er að fara að fá vin minn frá Berlín, Black Loops, að spila á Kaffibarnum. Black Loops var númer 1 á topp 100 bestu deep house listamönnunum 2017 samvkæmt Traxsource. Ég gæti verið að spila hér og þar, en ekkert af því er staðfest eins og er.“Hér fyrir neðan má sjá girnilegt myndband sem Addi tók á sushi-stað í ferðinni til Tókýó. Could sit here for ever!! A post shared by intr0beatz (@intr0beatz) on Nov 8, 2017 at 4:48am PST Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Khalid kemur út úr skápnum Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Addi Intro er einn færasti taktsmiður landsins, skaffaði undirspil fyrir flesta rappara landsins og var eftirsóttur. Hann ákvað þó að skipta um tempó, bókstaflega, og færði sig yfir í hústónlistina þar sem takturinn slær hraðar. „Ég er, svona síðan 2013, búinn að skipta um lið – svona eins og margir, sem þurfa alltaf að vera partur af einhverju. Það er það versta við senuna hérna, að maður þarf alltaf að vera partur af einhverju einu liði. En síðan ég fór að gera eitthvað annað en hipphopp hef ég verið að gefa út slatta – ég man ekki alveg hvað þetta eru margar plötur, en ég hef gefið út svona 40 lög sem skiptast niður á nokkrar EP-útgáfur plús alls konar remix verkefni. Ég er kominn inn í ákveðið mengi af artistum sem eru með svipaðan bakgrunn og ég; allt listamenn sem voru að gera hipphopp, en þegar hipphoppið sem við ólumst upp við hvarf höfum við bókstaflega skipt um tempó,“ segir Addi Intro en margir kannast eflaust við hann sem eina aðalsprautu hipphopp-senunnar, verandi plötusnúður og taktsmiður Forgotten Lores og til að mynda fyrir að gefa út plötuna Tívolí Chillout árið 2009 hvar hann safnaði saman landsliði rappsins á eina geislaplötu. Í dag er hann búinn að skipta um „lið“ og er farinn að búa til house, eða hústónlist, en þar er tempóið yfirleitt hraðara en í hipphoppinu en Addi segir að vinnubrögðin séu svipuð. „Það er orðin frekar stór sena innan hússins þar sem menn koma úr hipphoppinu og eru í raun bara að gera sömu hlutina og þar nema í öðru tempói. Hús er svo ótrúlega stór flokkur. Ég er búinn að vera að komast meira og meira inn í þessa senu. Í fyrra fékk ég svona smjörþefinn af því hvað það er sem ég get gert. Ég spilaði hér og þar, til dæmis í Leicester, í Berlín og síðan mjög „randomly“ í Tókýó. Það var alveg klikkað svona miðað við að ég er ekkert það stór artisti – samt er einhver þarna úti að fylgjast með mér og til í að redda fjármagni til að fljúga mér alla leið frá Íslandi til að spila sex sinnum í Tókýó og halda mér þar uppi.“ Addi er kominn með tengslanet þarna eystra og enn fleiri sem fylgjast með honum. Hann stefnir klárlega á að spila aftur í þar í borg. „Það besta var að fara í plötubúð í Tókýó og finna þar plötu eftir sjálfan sig þar. Reyndar fór vínyl-kúltúrinn aldrei neitt í Japan – á meðan við erum að reyna að endurbyggja hann hérna heima og á fleiri stöðum í Evrópu.“Addi var gestur þáttarins Party Zone um síðustu helgi, sem hlusta má á hér fyrir neðan. Þar var bæði tekið viðtal við hann í byrjun þáttar auk þess sem hann spilaði syrpu með sínum eigin lögum og öðrum sem hafa haft áhrif á tónlist hans.Mathákurinn Addi Addi segist vera kominn með mann sem muni hjálpa honum að fá að spila meira erlendis. „Ég get alveg dílað við svona dót sjálfur, en ég vil helst ekki spá í þessu – ég vil bara spila tónlist því að þessi hlið dregur úr sköpunargleðinni hjá mér. Mér er sama um peninginn – meðan ég fæ flug og hótel þá er ég góður.“ Hann Addi er mikill mathákur og margir þekkja hann sem slíkan – því eru þessi ferðalög hans ekki bara tónlistarferðir en einnig matartúrar þar sem hann reynir að gúffa í sig sem mestu magni af gómsætum, framandi réttum. Hann segir mér, ákaflega dularfullur, að hann hafi verið að þvælast með upptökubúnað í nokkrar af matarsmökkunum sínum erlendis og mögulega sé stefnan að gera eitthvað með það efni, jafnvel á þessu ári. Aðspurður hvað annað sé fram undan á árinu segist Addi eiginlega ekki vita það, enda vilji hann aldrei plana of mikið fram í tímann, en þó segist hann vera með nokkra hluti í vinnslu. „Ég er að vinna að nokkrum útgáfum og er að fara að fá vin minn frá Berlín, Black Loops, að spila á Kaffibarnum. Black Loops var númer 1 á topp 100 bestu deep house listamönnunum 2017 samvkæmt Traxsource. Ég gæti verið að spila hér og þar, en ekkert af því er staðfest eins og er.“Hér fyrir neðan má sjá girnilegt myndband sem Addi tók á sushi-stað í ferðinni til Tókýó. Could sit here for ever!! A post shared by intr0beatz (@intr0beatz) on Nov 8, 2017 at 4:48am PST
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Khalid kemur út úr skápnum Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira