Kaupa ekki í Arion banka fyrir útboð Hörður Ægisson skrifar 12. febrúar 2018 05:45 Stefnt er að því að skrá Arion banka á hlutabréfamarkað síðar á árinu, líklegast öðru hvoru megin við páska. VÍSIR/STEFÁN Ekkert verður af kaupum íslenskra lífeyrissjóða á hlut í Arion banka fyrir útboð og skráningu bankans síðar á árinu. Hafa allir sjóðirnir, en tólf þeirra höfðu samþykkt að fara í óskuldbindandi viðræður við Kaupþing um kaup á tæplega tíu prósenta hlut, tekið ákvörðun um að fjárfesta ekki í bankanum áður en ársuppgjör hans verður birt næstkomandi miðvikudag, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Þetta varð ljóst undir lok síðustu viku þegar fyrir lá að enginn af fjórum stærstu lífeyrissjóðum landsins – LSR, Lífeyrissjóður verslunarmanna, Gildi og Birta – ætlaði að kaupa í bankanum á þessu stigi. Aðrir sjóðir, meðal annars Frjálsi lífeyrissjóðurinn, ákváðu því einnig að draga sig út úr viðræðunum við Kaupþing, en það er Kvika banki sem er ráðgjafi félagsins í söluferlinu, enda var aðkoma helstu tveggja af stærstu lífeyrissjóðunum talin nauðsynleg ættu kaupin að geta gengið eftir.Sjá einnig: Lífeyrissjóðir hafa áhuga á að kaupa um tíu prósent í Arion Lífeyrissjóðirnir eru sagðir, að sögn þeirra sem þekkja vel til, hafa metið það sem svo að skynsamlegra væri – og áhættuminna – að skoða fremur kaup á hlut í bankanum í fyrirhuguðu útboði enda þótt verðið kynni þá að reynast eitthvað hærra. Enn er því haldið opnu að tryggingafélög og verðbréfasjóðir kaupi mögulega lítinn hlut í bankanum á grundvelli fyrirliggjandi tilboðs Kaupþings sem gerir ráð fyrir verði sem er rétt yfir genginu 0,8 miðað við eigið fé Arion banka í lok þriðja ársfjórðungs 2017. Samkvæmt svörum sem Kaupþingi bárust frá sjóðunum föstudaginn 2. febrúar lýstu á annan tug sjóða áhuga á að kaupa samanlagt nærri 10 prósenta hlut. Stjórn Gildis samþykkti þannig að fara í viðræður um kaup á talsverðum hlut í Arion, þó með þeim skilyrðum að ekki yrði fallist á tilboð Kaupþings óbreytt, og þá vildi LSR skoða málið frekar. Að lokum ákváðu sjóðirnir, rétt eins og Birta og Lífeyrissjóður verslunarmanna, að slíta viðræðunum. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Harðvítug barátta um völdin innan vogunarsjóðsins Och-Ziff Capital Óttast er að harðvítug barátta um framtíð bandaríska vogunarsjóðsins Och-Ziff muni draga úr trausti fjárfesta á sjóðnum. Och-Ziff á 6,6 prósenta hlut í Arion banka. Hlutabréf sjóðsins hafa hríðfallið og eignir í stýringu lækkað. 7. febrúar 2018 11:00 Leggja til 25 milljarða arðgreiðslu takist að selja hlut í Arion banka Stjórn Arion banka leggur til að bankinn greiði 25 milljarða í arð til hluthafa bankans. Tillaga stjórnarinnar gerir þó ráð fyrir að arðgreiðslan sé háð því skilyrði að stærsti eigandi bankans hafi selt minnst tvö prósent eignar félagsins í bankanum fyrir 15. apríl. 6. febrúar 2018 10:52 Lífeyrissjóðir hafa áhuga á að kaupa um tíu prósent í Arion Tólf lífeyrissjóðir samþykktu að fara í viðræður um kaup í Arion banka. Lýstu yfir áhuga á að kaupa tæplega tíu prósent. Einnig viðræður við tryggingafélög og verðbréfasjóði. Kaupréttur að hlut ríkisins verður nýttur gangi áformin eftir. 7. febrúar 2018 06:00 Mest lesið Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Sammála um aukna verðbólgu í september Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Sjá meira
Ekkert verður af kaupum íslenskra lífeyrissjóða á hlut í Arion banka fyrir útboð og skráningu bankans síðar á árinu. Hafa allir sjóðirnir, en tólf þeirra höfðu samþykkt að fara í óskuldbindandi viðræður við Kaupþing um kaup á tæplega tíu prósenta hlut, tekið ákvörðun um að fjárfesta ekki í bankanum áður en ársuppgjör hans verður birt næstkomandi miðvikudag, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Þetta varð ljóst undir lok síðustu viku þegar fyrir lá að enginn af fjórum stærstu lífeyrissjóðum landsins – LSR, Lífeyrissjóður verslunarmanna, Gildi og Birta – ætlaði að kaupa í bankanum á þessu stigi. Aðrir sjóðir, meðal annars Frjálsi lífeyrissjóðurinn, ákváðu því einnig að draga sig út úr viðræðunum við Kaupþing, en það er Kvika banki sem er ráðgjafi félagsins í söluferlinu, enda var aðkoma helstu tveggja af stærstu lífeyrissjóðunum talin nauðsynleg ættu kaupin að geta gengið eftir.Sjá einnig: Lífeyrissjóðir hafa áhuga á að kaupa um tíu prósent í Arion Lífeyrissjóðirnir eru sagðir, að sögn þeirra sem þekkja vel til, hafa metið það sem svo að skynsamlegra væri – og áhættuminna – að skoða fremur kaup á hlut í bankanum í fyrirhuguðu útboði enda þótt verðið kynni þá að reynast eitthvað hærra. Enn er því haldið opnu að tryggingafélög og verðbréfasjóðir kaupi mögulega lítinn hlut í bankanum á grundvelli fyrirliggjandi tilboðs Kaupþings sem gerir ráð fyrir verði sem er rétt yfir genginu 0,8 miðað við eigið fé Arion banka í lok þriðja ársfjórðungs 2017. Samkvæmt svörum sem Kaupþingi bárust frá sjóðunum föstudaginn 2. febrúar lýstu á annan tug sjóða áhuga á að kaupa samanlagt nærri 10 prósenta hlut. Stjórn Gildis samþykkti þannig að fara í viðræður um kaup á talsverðum hlut í Arion, þó með þeim skilyrðum að ekki yrði fallist á tilboð Kaupþings óbreytt, og þá vildi LSR skoða málið frekar. Að lokum ákváðu sjóðirnir, rétt eins og Birta og Lífeyrissjóður verslunarmanna, að slíta viðræðunum.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Harðvítug barátta um völdin innan vogunarsjóðsins Och-Ziff Capital Óttast er að harðvítug barátta um framtíð bandaríska vogunarsjóðsins Och-Ziff muni draga úr trausti fjárfesta á sjóðnum. Och-Ziff á 6,6 prósenta hlut í Arion banka. Hlutabréf sjóðsins hafa hríðfallið og eignir í stýringu lækkað. 7. febrúar 2018 11:00 Leggja til 25 milljarða arðgreiðslu takist að selja hlut í Arion banka Stjórn Arion banka leggur til að bankinn greiði 25 milljarða í arð til hluthafa bankans. Tillaga stjórnarinnar gerir þó ráð fyrir að arðgreiðslan sé háð því skilyrði að stærsti eigandi bankans hafi selt minnst tvö prósent eignar félagsins í bankanum fyrir 15. apríl. 6. febrúar 2018 10:52 Lífeyrissjóðir hafa áhuga á að kaupa um tíu prósent í Arion Tólf lífeyrissjóðir samþykktu að fara í viðræður um kaup í Arion banka. Lýstu yfir áhuga á að kaupa tæplega tíu prósent. Einnig viðræður við tryggingafélög og verðbréfasjóði. Kaupréttur að hlut ríkisins verður nýttur gangi áformin eftir. 7. febrúar 2018 06:00 Mest lesið Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Sammála um aukna verðbólgu í september Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Sjá meira
Harðvítug barátta um völdin innan vogunarsjóðsins Och-Ziff Capital Óttast er að harðvítug barátta um framtíð bandaríska vogunarsjóðsins Och-Ziff muni draga úr trausti fjárfesta á sjóðnum. Och-Ziff á 6,6 prósenta hlut í Arion banka. Hlutabréf sjóðsins hafa hríðfallið og eignir í stýringu lækkað. 7. febrúar 2018 11:00
Leggja til 25 milljarða arðgreiðslu takist að selja hlut í Arion banka Stjórn Arion banka leggur til að bankinn greiði 25 milljarða í arð til hluthafa bankans. Tillaga stjórnarinnar gerir þó ráð fyrir að arðgreiðslan sé háð því skilyrði að stærsti eigandi bankans hafi selt minnst tvö prósent eignar félagsins í bankanum fyrir 15. apríl. 6. febrúar 2018 10:52
Lífeyrissjóðir hafa áhuga á að kaupa um tíu prósent í Arion Tólf lífeyrissjóðir samþykktu að fara í viðræður um kaup í Arion banka. Lýstu yfir áhuga á að kaupa tæplega tíu prósent. Einnig viðræður við tryggingafélög og verðbréfasjóði. Kaupréttur að hlut ríkisins verður nýttur gangi áformin eftir. 7. febrúar 2018 06:00