Gagnrýnir íslensk stjórnvöld fyrir andvaraleysi í máli Sunnu Sunna Sæmundsdóttir og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 11. febrúar 2018 15:12 Sunna Elvira Þorkelsdóttir Facebook/Sunna Elvíra Talsmaður fjölskyldu Sunnu Elvíru Þorkelsdóttur, sem lamaðist eftir fall á Spáni, gagnrýnir íslensk stjórnvöld fyrir andvaraleysi. Hann hvetur stjórnvöld til að tefla fram mannúðarsjónarmiðum til að koma henni til Íslands undir læknishendur. Sunna er lömuð fyrir neðan brjóst eftir fall á heimili hennar á Malaga í Spání í miðjum síðasta mánuði. Eiginmaður hennar situr í gæsluvarðhaldi hér á landi í tengslum við rannsókn lögreglu á fíkniefnainnflutningi. Sunna er í farbanni á Spáni vegna lögreglurannsóknar og vegabréfið var tekið af henni fyrir tæpum tveimur vikum. Hafa tilraunir til að koma henni til Íslands því ekki borið árangur. Þá hefur einnig árangurslaust verið reynt að koma henni á annað og betra sjúkrahús. Jón Kristinn Snæhólm, talsmaður fjölskyldunnar, segir þau ekki fá neinar upplýsingar um stöðu rannsóknarinnar á Spáni. „Það sem við skiljum ekki heldur er að ef hún er í farbanni, af hverju er ekki talað við hana að hendi spænskra lögregluyfirvalda?“Sunna var yfirheyrð fyrir farbannið en hefur síðan ekkert heyrt um sína stöðu. „Fyrir tveimur vikum síðan þegar passinn var tekinn þá komu lögregluyfirvöld til hennar og sátu hjá henni en síðan þá hefur ekki heyrst bofs. Þetta eru algjörlega ólíðandi vinnubrögð og í hæsta máta er verið að brjóta hérna grundvallarmannréttindi á Sunnu.“ Hann segir enga sérþekkingu á hennar meiðslum á sjúkrahúsinu og Sunna sé komin með legusár. Jón Kristinn gagnrýnir íslensk stjórnvöld fyrir andvaraleysi. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra baðst undan viðtali um málið en sagði ráðuneytið gera allt í sínu valdi til að hjálpa henni. „Mönnum virðist bara vera alveg sama, það eru einhverjir dularfullir rannsóknarhagsmunir sem ganga þarna fyrir og hennar mannréttindi algjörlega fótum troðin. Næstu skref eru bara þau að biðla til íslenskra stjórnvalda að tefla fram mannúðarsjónarmiðum, að Sunna fái að koma hérna heim í viðeigandi læknishendur,“ segir Jón Kristinn. Mál Sunnu Elviru Tengdar fréttir Föst nauðug á sama stað Komið var í veg fyrir að Sunna Elvira Þorkelsdóttir, sem liggur alvarlega slösuð á spítala á Spáni, yrði flutt á betra sjúkrahús bæði í gær og fyrradag eins og til hefur staðið. 7. febrúar 2018 06:00 „Ef einhver ætti að svara fyrir þetta þá væri það utanríkisráðherra“ Enn er ekkert vitað hvenær Sunna Elvira Þorkelsdóttir, sem liggur alvarlega slösuð á spítala á Spáni, verður flutt á betra sjúkrahús eða hvenær henni verður leyft að fljúga heim til Íslands. 8. febrúar 2018 20:50 Sunna í ótímabundnu farbanni á Spáni Unnið að því hörðum höndum að koma henni á betra sjúkrahús. 9. febrúar 2018 11:57 Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Fleiri fréttir Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Sjá meira
Talsmaður fjölskyldu Sunnu Elvíru Þorkelsdóttur, sem lamaðist eftir fall á Spáni, gagnrýnir íslensk stjórnvöld fyrir andvaraleysi. Hann hvetur stjórnvöld til að tefla fram mannúðarsjónarmiðum til að koma henni til Íslands undir læknishendur. Sunna er lömuð fyrir neðan brjóst eftir fall á heimili hennar á Malaga í Spání í miðjum síðasta mánuði. Eiginmaður hennar situr í gæsluvarðhaldi hér á landi í tengslum við rannsókn lögreglu á fíkniefnainnflutningi. Sunna er í farbanni á Spáni vegna lögreglurannsóknar og vegabréfið var tekið af henni fyrir tæpum tveimur vikum. Hafa tilraunir til að koma henni til Íslands því ekki borið árangur. Þá hefur einnig árangurslaust verið reynt að koma henni á annað og betra sjúkrahús. Jón Kristinn Snæhólm, talsmaður fjölskyldunnar, segir þau ekki fá neinar upplýsingar um stöðu rannsóknarinnar á Spáni. „Það sem við skiljum ekki heldur er að ef hún er í farbanni, af hverju er ekki talað við hana að hendi spænskra lögregluyfirvalda?“Sunna var yfirheyrð fyrir farbannið en hefur síðan ekkert heyrt um sína stöðu. „Fyrir tveimur vikum síðan þegar passinn var tekinn þá komu lögregluyfirvöld til hennar og sátu hjá henni en síðan þá hefur ekki heyrst bofs. Þetta eru algjörlega ólíðandi vinnubrögð og í hæsta máta er verið að brjóta hérna grundvallarmannréttindi á Sunnu.“ Hann segir enga sérþekkingu á hennar meiðslum á sjúkrahúsinu og Sunna sé komin með legusár. Jón Kristinn gagnrýnir íslensk stjórnvöld fyrir andvaraleysi. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra baðst undan viðtali um málið en sagði ráðuneytið gera allt í sínu valdi til að hjálpa henni. „Mönnum virðist bara vera alveg sama, það eru einhverjir dularfullir rannsóknarhagsmunir sem ganga þarna fyrir og hennar mannréttindi algjörlega fótum troðin. Næstu skref eru bara þau að biðla til íslenskra stjórnvalda að tefla fram mannúðarsjónarmiðum, að Sunna fái að koma hérna heim í viðeigandi læknishendur,“ segir Jón Kristinn.
Mál Sunnu Elviru Tengdar fréttir Föst nauðug á sama stað Komið var í veg fyrir að Sunna Elvira Þorkelsdóttir, sem liggur alvarlega slösuð á spítala á Spáni, yrði flutt á betra sjúkrahús bæði í gær og fyrradag eins og til hefur staðið. 7. febrúar 2018 06:00 „Ef einhver ætti að svara fyrir þetta þá væri það utanríkisráðherra“ Enn er ekkert vitað hvenær Sunna Elvira Þorkelsdóttir, sem liggur alvarlega slösuð á spítala á Spáni, verður flutt á betra sjúkrahús eða hvenær henni verður leyft að fljúga heim til Íslands. 8. febrúar 2018 20:50 Sunna í ótímabundnu farbanni á Spáni Unnið að því hörðum höndum að koma henni á betra sjúkrahús. 9. febrúar 2018 11:57 Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Fleiri fréttir Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Sjá meira
Föst nauðug á sama stað Komið var í veg fyrir að Sunna Elvira Þorkelsdóttir, sem liggur alvarlega slösuð á spítala á Spáni, yrði flutt á betra sjúkrahús bæði í gær og fyrradag eins og til hefur staðið. 7. febrúar 2018 06:00
„Ef einhver ætti að svara fyrir þetta þá væri það utanríkisráðherra“ Enn er ekkert vitað hvenær Sunna Elvira Þorkelsdóttir, sem liggur alvarlega slösuð á spítala á Spáni, verður flutt á betra sjúkrahús eða hvenær henni verður leyft að fljúga heim til Íslands. 8. febrúar 2018 20:50
Sunna í ótímabundnu farbanni á Spáni Unnið að því hörðum höndum að koma henni á betra sjúkrahús. 9. febrúar 2018 11:57