Hefur áhyggjur af stéttaskiptingu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 11. febrúar 2018 12:31 Davíð er þungavigtarmaður í Sjálfstæðisflokknum og honum líst ekki á blikuna í menntamálum. „Þetta er í rauninni grafalvarleg staða. Í rauninni er það þannig að maður skilur ekki í því að ekki sé verið að stofna rannsóknarnefndir og að draga fólk til ábyrgðar fyrir þessa stöðu.“ Þetta segir Davíð Þorláksson, forstöðumaður samkeppnishæfnissviðs Samtaka atvinnulífsins í þjóðmálaþættinum Sprengisandi á Bylgunni um stöðuna í menntamálum á Íslandi. Davíð var gestur ásamt Skúla Helgasyni, borgarfulltrúa í Reykjavík fyrir Samfylkinguna og formanni Skóla-og frístundaráðs Reykjavíkurborgar. „Við sjáum það að frá 2003 hefur stærðfræðikunnáttu hrakað um 3,5%. Lestri hefur hrakað um 5% frá árinu 2000 og í náttúruvísindum hefur þessum fimmtán ára krökkum hrakað um 3,6% frá 2006. Við erum að dragast aftur úr öðrum þjóðum,“ segir Davíð. Í ljósi þess að Ísland væri með dýrustu grunnskóla í heimi væri ljóst að peningar væru ekki skýringin á því að meðalstig íslenskra ungmenna væri 473 en meðaltal OECD-ríkjanna væri 493. „Það er eitthvað annað sem er að.“Davíð hefur áhyggjur af stéttaskiptinguHelst hefur Davíð áhyggjur af læsisvanda drengja því 30% þeirra geta ekki lesið sér til gagns. “Þarna held ég að sé stærsta hættan hvað varðar ójöfnuð, að við séum að búa til stéttaskiptingu byggða á þessu. Þrjátíu prósent drengja eru augljóslega ekki að fara að ná – því miður líklega ekki - góðum árangri í námi, ekki bara stúdentspróf eða háskóla heldur líka í iðnnámi. Menn þurfa auðvitað að kunna að lesa vel, sér til gagns, ef þeir ætla að vera í iðnnámi. Þetta er að fara að hafa veruleg slæm áhrif á lífsgæði alls þessa fólks og okkar allra því aukið menntunarstig eykur hagvöxt.“ Staðan verst á landsbyggðinni og hjá börnum af erlendum upprunaSkúli Helgason, sem fer fyrir Skóla-og frístundaráði Reykjavíkurborgar, segir að það sé alveg rétt að þegar horft sé til lengra tímabils sé ljóst að leiðin hafi legið niður á við hjá íslenskum ungmennum. Það sé tilefni til þess að bregðast við. Aftur á móti telur Skúli mikilvægt að greina stöðuna í menntamálum eftir landshluta og uppruna. Þegar rýnt sé í þær tölur liggi það ljóst fyrir að staðan sé mun verri á landsbyggðinni og hjá börnum af erlendum uppruna.Skúli Helgason, borgarfulltrúi, telur brýnt að ríkið grípi inní til að bæta menntamálin á landsbyggðinni.Íslendingar brugðist börnum af erlendum uppruna„Ég held við verðum bara að viðurkenna það að þarna höfum við ekki staðið okkur nægilega vel, það er að segja að þjónusta þennan hóp, börn af erlendum uppruna,“ segir Skúli. Í samanburði við aðrar þjóðir höfum við – sem samfélag – ekki staðið okkur nægilega vel í því að sinna þörfum barna af erlendum uppruna að sögn Skúla. Bæta verði móðurmáls- og íslenskukennslu barnanna.Mikilvægt að ríkið grípi inn íNiðursveiflan, segir Skúli, sé fyrst of fremst á landsbyggðinni. „Ef þú horfir á stöðuna á landsbyggðinni þá er staðan mun verri þar og þar finnst mér að ríkisvaldið þurfi að grípa inn í,“ segir Skúli sem ítrekar að allra besti árangurinn hljótist af samvinnu ríkis og sveitarfélaga.Í myndspilaranum að neðan er hægt að hlusta á viðtalið í heild sinni. Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Sjá meira
„Þetta er í rauninni grafalvarleg staða. Í rauninni er það þannig að maður skilur ekki í því að ekki sé verið að stofna rannsóknarnefndir og að draga fólk til ábyrgðar fyrir þessa stöðu.“ Þetta segir Davíð Þorláksson, forstöðumaður samkeppnishæfnissviðs Samtaka atvinnulífsins í þjóðmálaþættinum Sprengisandi á Bylgunni um stöðuna í menntamálum á Íslandi. Davíð var gestur ásamt Skúla Helgasyni, borgarfulltrúa í Reykjavík fyrir Samfylkinguna og formanni Skóla-og frístundaráðs Reykjavíkurborgar. „Við sjáum það að frá 2003 hefur stærðfræðikunnáttu hrakað um 3,5%. Lestri hefur hrakað um 5% frá árinu 2000 og í náttúruvísindum hefur þessum fimmtán ára krökkum hrakað um 3,6% frá 2006. Við erum að dragast aftur úr öðrum þjóðum,“ segir Davíð. Í ljósi þess að Ísland væri með dýrustu grunnskóla í heimi væri ljóst að peningar væru ekki skýringin á því að meðalstig íslenskra ungmenna væri 473 en meðaltal OECD-ríkjanna væri 493. „Það er eitthvað annað sem er að.“Davíð hefur áhyggjur af stéttaskiptinguHelst hefur Davíð áhyggjur af læsisvanda drengja því 30% þeirra geta ekki lesið sér til gagns. “Þarna held ég að sé stærsta hættan hvað varðar ójöfnuð, að við séum að búa til stéttaskiptingu byggða á þessu. Þrjátíu prósent drengja eru augljóslega ekki að fara að ná – því miður líklega ekki - góðum árangri í námi, ekki bara stúdentspróf eða háskóla heldur líka í iðnnámi. Menn þurfa auðvitað að kunna að lesa vel, sér til gagns, ef þeir ætla að vera í iðnnámi. Þetta er að fara að hafa veruleg slæm áhrif á lífsgæði alls þessa fólks og okkar allra því aukið menntunarstig eykur hagvöxt.“ Staðan verst á landsbyggðinni og hjá börnum af erlendum upprunaSkúli Helgason, sem fer fyrir Skóla-og frístundaráði Reykjavíkurborgar, segir að það sé alveg rétt að þegar horft sé til lengra tímabils sé ljóst að leiðin hafi legið niður á við hjá íslenskum ungmennum. Það sé tilefni til þess að bregðast við. Aftur á móti telur Skúli mikilvægt að greina stöðuna í menntamálum eftir landshluta og uppruna. Þegar rýnt sé í þær tölur liggi það ljóst fyrir að staðan sé mun verri á landsbyggðinni og hjá börnum af erlendum uppruna.Skúli Helgason, borgarfulltrúi, telur brýnt að ríkið grípi inní til að bæta menntamálin á landsbyggðinni.Íslendingar brugðist börnum af erlendum uppruna„Ég held við verðum bara að viðurkenna það að þarna höfum við ekki staðið okkur nægilega vel, það er að segja að þjónusta þennan hóp, börn af erlendum uppruna,“ segir Skúli. Í samanburði við aðrar þjóðir höfum við – sem samfélag – ekki staðið okkur nægilega vel í því að sinna þörfum barna af erlendum uppruna að sögn Skúla. Bæta verði móðurmáls- og íslenskukennslu barnanna.Mikilvægt að ríkið grípi inn íNiðursveiflan, segir Skúli, sé fyrst of fremst á landsbyggðinni. „Ef þú horfir á stöðuna á landsbyggðinni þá er staðan mun verri þar og þar finnst mér að ríkisvaldið þurfi að grípa inn í,“ segir Skúli sem ítrekar að allra besti árangurinn hljótist af samvinnu ríkis og sveitarfélaga.Í myndspilaranum að neðan er hægt að hlusta á viðtalið í heild sinni.
Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Sjá meira