„Skellum skuldinni á yfirvöld en ekki innflytjendur“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 11. febrúar 2018 11:15 Loft er lævi blandið á Ítali eftir að sex innflytjendur voru særðir að morgni laugardags 3. febrúar síðastliðinn, Vísir/afp Þúsundir fylktu liði í ítalska smábænum Macerata í gær þegar vika er liðin frá því að hvítur þjóðernissinni ók um bæinn vopnaður byssu, leitaði gagngert að innflytjendum og lituðum einstaklingum og hleypti af. Skotrásin varði í tvær klukkustundir með þeim afleiðingum að sex innflytjendur særðust og þar af einn alvarlega. Lögreglan á Ítalíu segir að rasísk viðhorf liggi að baki árásinni. Rétt áður en lögreglan náði að handtaka hinn tuttugu og átta ára gamla Luca Traini, segja sjónarvottar að hann hafi sveipað um sig ítalska fánanum, heilsað að hætti fasista og kallað „lengi lifi ítalska þjóðin“. Þetta kemur fram á vef Reuters. Íbúar Macerata eru slegnir óhug eftir árásina.vísir/afpHryðjuverkamaðurinn hleypti auk þess af skotum á skrifstofur valdhafandi stjórnmálaflokk, vinstri miðjuflokks Demókrata í Macerata. Engan sakaði. Áður hafði Traini boðið sig fram undir merkjum stjórnmálaflokksins Norðurbandalagsins, sem þekktur er fyrir harða stefnu í innflytjendamálum, en hann hlaut ekki brautargengi. Flokkurinn er í bandalagi með flokki fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, Silvio Berlusconi.Ítalir fylktu í gær liði til að sýna hinum særðu samhug og einnig til að stemma stigu við uppgang fasisma í landinu þegar aðeins örfáar vikur eru til þingkosninga.visir/afpÞingkosningar á næsta leiti Loft er lævi blandið á Ítalíu nú um mundir og eru íbúar Macerata eru slegnir óhug og harmi en samkvæmt Guardian veigra margir stjórnmálamenn sér við að taka afgerandi afstöðu með fórnarlömbum og innflytjendum af ótta við að missa atkvæði í komandi þingkosningum en ítalska þjóðin gengur til kosninga fjórða mars næstkomandi. Nokkrir stjórnmálamenn - þar á meðal ritari M5S-flokksins - hafa gengið svo langt að reyna að þagga niður í umræðunni af ótta við að missa atkvæði þjóðernissinnaðs kjósendahóps sem óttast útlendinga.Mótmælendur undirstrikuðu ábygð yfirvalda í atvinnuleysismálum. Innflytjendur bæru enga sök í þeim efnum.visir/afpBerjast gegn fasisma Samtök sem berjast gegn fasisma, boðuðu til mótmæla í Macerata í gær. Þúsundir fylktu liði í miðbænum til að sýna fórnarlömbum árásarinnar samstöðu og til þess að berjast gegn uppgangi fasisma. Slagorð mótmælanna var „Ef við búum við atvinnuleysi, skellum skuldinni á yfirvöld en ekki innflytjendur!“ Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Sjá meira
Þúsundir fylktu liði í ítalska smábænum Macerata í gær þegar vika er liðin frá því að hvítur þjóðernissinni ók um bæinn vopnaður byssu, leitaði gagngert að innflytjendum og lituðum einstaklingum og hleypti af. Skotrásin varði í tvær klukkustundir með þeim afleiðingum að sex innflytjendur særðust og þar af einn alvarlega. Lögreglan á Ítalíu segir að rasísk viðhorf liggi að baki árásinni. Rétt áður en lögreglan náði að handtaka hinn tuttugu og átta ára gamla Luca Traini, segja sjónarvottar að hann hafi sveipað um sig ítalska fánanum, heilsað að hætti fasista og kallað „lengi lifi ítalska þjóðin“. Þetta kemur fram á vef Reuters. Íbúar Macerata eru slegnir óhug eftir árásina.vísir/afpHryðjuverkamaðurinn hleypti auk þess af skotum á skrifstofur valdhafandi stjórnmálaflokk, vinstri miðjuflokks Demókrata í Macerata. Engan sakaði. Áður hafði Traini boðið sig fram undir merkjum stjórnmálaflokksins Norðurbandalagsins, sem þekktur er fyrir harða stefnu í innflytjendamálum, en hann hlaut ekki brautargengi. Flokkurinn er í bandalagi með flokki fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, Silvio Berlusconi.Ítalir fylktu í gær liði til að sýna hinum særðu samhug og einnig til að stemma stigu við uppgang fasisma í landinu þegar aðeins örfáar vikur eru til þingkosninga.visir/afpÞingkosningar á næsta leiti Loft er lævi blandið á Ítalíu nú um mundir og eru íbúar Macerata eru slegnir óhug og harmi en samkvæmt Guardian veigra margir stjórnmálamenn sér við að taka afgerandi afstöðu með fórnarlömbum og innflytjendum af ótta við að missa atkvæði í komandi þingkosningum en ítalska þjóðin gengur til kosninga fjórða mars næstkomandi. Nokkrir stjórnmálamenn - þar á meðal ritari M5S-flokksins - hafa gengið svo langt að reyna að þagga niður í umræðunni af ótta við að missa atkvæði þjóðernissinnaðs kjósendahóps sem óttast útlendinga.Mótmælendur undirstrikuðu ábygð yfirvalda í atvinnuleysismálum. Innflytjendur bæru enga sök í þeim efnum.visir/afpBerjast gegn fasisma Samtök sem berjast gegn fasisma, boðuðu til mótmæla í Macerata í gær. Þúsundir fylktu liði í miðbænum til að sýna fórnarlömbum árásarinnar samstöðu og til þess að berjast gegn uppgangi fasisma. Slagorð mótmælanna var „Ef við búum við atvinnuleysi, skellum skuldinni á yfirvöld en ekki innflytjendur!“
Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila