Kim Yong-un býður Moon Jae-in heim 10. febrúar 2018 11:41 Kim Yo-jong afhenti Moon Jae-in handskrifað bréf bróður síns eftir morgunverðarfund þeirra í Seoul í morgun. vísir/afp Kim Jong-un einræðisherra Norður-Kóreu hefur boðið Moon Jae-in forseta Suður-Kóreu til Pyongyang í Norður-Kóreu. Slík heimsókn yrði fyrsti fundur leiðtoga kóresku ríkjanna í meira en áratug. BBC greinir frá. Handskrifað boðskort var afhent Moon Jae-in á fundi Kim Yo-jong, systur Kim Jong-un, og forsetans við opnun Vetrarólympíuleikanna. Í boðskortinu er Moon Jae-in boðið að heimsækja Pyongyang við „fyrsta mögulega tækifæri“. Fundur Yo-jong og Jae-in var merkilegur fyrir þær sakir að enginn meðlimur Kim-fjölskyldunnar hefur farið á fund suðurkóresks þjóðhöfðingja frá árinu 2007 þegar Kim Jong-il og Roh Moo-hyun þáverandi leiðtogar ríkjanna hittust. Kim Yo-jong er áhrifamikil innan valdaklíku Norður-Kóreu, en hún er yngsta dóttir leiðtogans fyrrverandi Kim Jong-il. Staða hennar innan stjórnarinnar styrktist á síðasta ári þegar hún tók sæti í stjórnmálanefnd landsins. Moon Jae-in sagði að fulltrúar Norður- og Suður-Kóreu myndu reyna að láta verða af heimsókninni og hvatti Norður-Kóreu til að hefja á ný samningarviðræður við Bandaríkin.Engin áform um viðræður milli Norður-Kóreu og BandaríkjamannaNorðurkóresk yfirvöld hafa greint frá því að engin áform séu um að ræða við fulltrúa Bandaríkjanna á meðan Vetrarólympíuleikarnir standa yfir. Þá hafa bandarísk yfirvöld varað við samskiptum við leiðtoga Norður-Kóreu og telur Bandaríkjastjórn að Norður-Kóreumenn ætli sér að nýta leikana í áróðursskyni. Ríkisstjórn Trump hefur áhyggjur af því að ráðamenn í Seoul, höfuðborg Suður-Kóreu, falli fyrir gylliboðum Norður-Kóreumanna og hefur Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, verið harðorður í garð norðurkóreskra stjórnvalda vegna kjarnorkuáætlunar og eldflaugatilrauna landsins. Norður-Kórea Tengdar fréttir Forseti Suður-Kóreu mun funda með systur Kim Jong-un Moon Jae-in mun eiga morgunverðarfund með Kim Yo-jong ásamt öðrum í sendinefnd Norður-Kóreu í tengslum við Ólympíuleikana sem settir verða í PyeongChang á morgun. 8. febrúar 2018 10:03 Norður-Kórea plati engan Það er einungis mánaðaspursmál hvenær Norður-Kórea getur skotið kjarnorkusprengjum á Bandaríkin. 7. febrúar 2018 06:00 Pence sleppti kvöldverði með Norður-Kóreumönnum Kvöldverðurinn var haldinn af forseta Suður-Kóreu, Moon Jae-in, fyrir opnunarhátíð ólympíuleikanna í Pyeongchang. 9. febrúar 2018 17:50 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Frans páfi er látinn Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira
Kim Jong-un einræðisherra Norður-Kóreu hefur boðið Moon Jae-in forseta Suður-Kóreu til Pyongyang í Norður-Kóreu. Slík heimsókn yrði fyrsti fundur leiðtoga kóresku ríkjanna í meira en áratug. BBC greinir frá. Handskrifað boðskort var afhent Moon Jae-in á fundi Kim Yo-jong, systur Kim Jong-un, og forsetans við opnun Vetrarólympíuleikanna. Í boðskortinu er Moon Jae-in boðið að heimsækja Pyongyang við „fyrsta mögulega tækifæri“. Fundur Yo-jong og Jae-in var merkilegur fyrir þær sakir að enginn meðlimur Kim-fjölskyldunnar hefur farið á fund suðurkóresks þjóðhöfðingja frá árinu 2007 þegar Kim Jong-il og Roh Moo-hyun þáverandi leiðtogar ríkjanna hittust. Kim Yo-jong er áhrifamikil innan valdaklíku Norður-Kóreu, en hún er yngsta dóttir leiðtogans fyrrverandi Kim Jong-il. Staða hennar innan stjórnarinnar styrktist á síðasta ári þegar hún tók sæti í stjórnmálanefnd landsins. Moon Jae-in sagði að fulltrúar Norður- og Suður-Kóreu myndu reyna að láta verða af heimsókninni og hvatti Norður-Kóreu til að hefja á ný samningarviðræður við Bandaríkin.Engin áform um viðræður milli Norður-Kóreu og BandaríkjamannaNorðurkóresk yfirvöld hafa greint frá því að engin áform séu um að ræða við fulltrúa Bandaríkjanna á meðan Vetrarólympíuleikarnir standa yfir. Þá hafa bandarísk yfirvöld varað við samskiptum við leiðtoga Norður-Kóreu og telur Bandaríkjastjórn að Norður-Kóreumenn ætli sér að nýta leikana í áróðursskyni. Ríkisstjórn Trump hefur áhyggjur af því að ráðamenn í Seoul, höfuðborg Suður-Kóreu, falli fyrir gylliboðum Norður-Kóreumanna og hefur Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, verið harðorður í garð norðurkóreskra stjórnvalda vegna kjarnorkuáætlunar og eldflaugatilrauna landsins.
Norður-Kórea Tengdar fréttir Forseti Suður-Kóreu mun funda með systur Kim Jong-un Moon Jae-in mun eiga morgunverðarfund með Kim Yo-jong ásamt öðrum í sendinefnd Norður-Kóreu í tengslum við Ólympíuleikana sem settir verða í PyeongChang á morgun. 8. febrúar 2018 10:03 Norður-Kórea plati engan Það er einungis mánaðaspursmál hvenær Norður-Kórea getur skotið kjarnorkusprengjum á Bandaríkin. 7. febrúar 2018 06:00 Pence sleppti kvöldverði með Norður-Kóreumönnum Kvöldverðurinn var haldinn af forseta Suður-Kóreu, Moon Jae-in, fyrir opnunarhátíð ólympíuleikanna í Pyeongchang. 9. febrúar 2018 17:50 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Frans páfi er látinn Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira
Forseti Suður-Kóreu mun funda með systur Kim Jong-un Moon Jae-in mun eiga morgunverðarfund með Kim Yo-jong ásamt öðrum í sendinefnd Norður-Kóreu í tengslum við Ólympíuleikana sem settir verða í PyeongChang á morgun. 8. febrúar 2018 10:03
Norður-Kórea plati engan Það er einungis mánaðaspursmál hvenær Norður-Kórea getur skotið kjarnorkusprengjum á Bandaríkin. 7. febrúar 2018 06:00
Pence sleppti kvöldverði með Norður-Kóreumönnum Kvöldverðurinn var haldinn af forseta Suður-Kóreu, Moon Jae-in, fyrir opnunarhátíð ólympíuleikanna í Pyeongchang. 9. febrúar 2018 17:50