Forysta ASÍ boðar átök á vinnumarkaði í haust Heimir Már Pétursson skrifar 28. febrúar 2018 18:30 Forseti Alþýðusambandsins segir mikla óánægju krauma undir meðal félagsmanna sambandsins og búast megi við hörðum átökum við gerð næstu kjarasamninga undir lok ársins. Þótt tillaga um að segja upp gildandi samningum hafi verið felld í dag ríki samstaða um markmiðin í komandi samningum. Mikil spenna ríkti fyrir fund formanna aðildarfélaga Alþýðusambandsins í dag enda höfðu forystumenn nokkurra fjölmennustu félaganna innan sambandsins boðað að þeir myndu greiða atkvæði með því að samningum við Samtök atvinnulífsins yrði sagt upp. Þessi fundur formanna innan Alþýðusambandsins á Hilton Nordica var á margan hátt sögulegur. Þetta er í fyrsta skipti sem þessari aðferð er beitt til að taka afstöðu til þess hvort segja eigi upp gildandi kjarasamningum. En þótt meirihluti félagsmanna á bak við formenn félaganna hefði viljað það var það niðurstaða meirihluta formanna að segja samningunum ekki upp. En til að segja upp samningunum þurfti bæði meirihluti formanna og meirihluti félagsmanna innan félaga þeirra að samþykkja uppsögn samninga.Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ vildi sjálfur segja samningunum upp en segir ljóst að skiptar skoðanir hafi verið á málinu. Þess vegna hafi hann lagt til að ákvörðun um framhaldið yrði tekin með þeim hætti sem gert var. Niðurstaðan sé að tæplega 60 prósent formanna telji eðlilegt að láta gildandi samning renna út en það breyti því ekki að mikil gremja ríki meðal félagsmanna ASÍ. „Þannig að skilaboðin hérna eru frekar þessi; við ætlum sjálf að velja okkur tímasetninguna. Menn eru mjög ósáttir við atburðarásina. Menn eru ósáttir með hlutskipti okkar félagsmanna,“ segir Gylfi. Hins vegar telji menn eðlilegt að þriggja prósenta launahækkun og hækkun lágmarkslauna í 300 þúsund í maí komi fram.Forseti ASÍ vill ofurskatt á ofurlaunForseti ASÍ segir að undirbúningur hefjist strax að því sækja fram af hörku í haust bæði gagnvart SA og ríkisstjórninni þar sem skerðingar bóta hafa étið upp kjarabætur. Þá þurfi að taka á ofurlaunum bankamanna og annarra, en nýjasta dæmið sýni að Jónas Þór Guðmundsson formaður kjararáðs sitji í stjórn Landsvirkjunar og geri þar tillögur um um mikla hækkun launa æðstu stjórnenda þar.Ragnar Þór Ingólfsson er formaður VR.Vísir/Stefán„Við höfum lengi talið að það ætti einfaldlega að setja mjög háan skatt, 60 prósent skatt, á ofurtekjur. Og það eigi að setja í skattalöggjöfina að fyrirtækjum sé ekki heimilt að draga frá skatti í sínu skattauppgjöri launagreiðslur á þessum mælikvarða,“ segir Gylfi. Hann voni að aðildarfélög ASÍ fari sameinuð fram í komandi samningum enda sýni reynslan að samstaðan skili mestum árangri. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR, fjölmennasta félagsins innan ASÍ, segir að nú þurfi að móta kröfur og fylgja þeim hart eftir. VR sé tilbúið til samstarfs við öll verkalýðsfélög, bæði á almennum og opinberum markaði, sem tekið geti undir kröfur félagsins. Niðurstaða atkvæðagreiðslunnar í dag sé hins vegar gríðarleg vonbrigði. „Ef við getum ekki staðið í lappirnar og sagt upp samningum þegar forsendur eru brostnar sé ég engan tilgang að vera með þessi forsenduákvæði yfirhöfuð inn í samningum. Vegna þess að þetta er ekkert að bíta,“ segir Ragnar Þór. Kjaramál Tengdar fréttir Kjarasamningar halda 28 formenn felldu tillögu um riftun en 21 var með. 28. febrúar 2018 14:15 SA segir brýnast að standa vörð um kaupmátt Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að nú sé mikilvægast að viðhalda þeirri kaupmáttaraukningu sem náðst hafi með núgildandi kjarasamningum. 28. febrúar 2018 19:00 Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Forseti Alþýðusambandsins segir mikla óánægju krauma undir meðal félagsmanna sambandsins og búast megi við hörðum átökum við gerð næstu kjarasamninga undir lok ársins. Þótt tillaga um að segja upp gildandi samningum hafi verið felld í dag ríki samstaða um markmiðin í komandi samningum. Mikil spenna ríkti fyrir fund formanna aðildarfélaga Alþýðusambandsins í dag enda höfðu forystumenn nokkurra fjölmennustu félaganna innan sambandsins boðað að þeir myndu greiða atkvæði með því að samningum við Samtök atvinnulífsins yrði sagt upp. Þessi fundur formanna innan Alþýðusambandsins á Hilton Nordica var á margan hátt sögulegur. Þetta er í fyrsta skipti sem þessari aðferð er beitt til að taka afstöðu til þess hvort segja eigi upp gildandi kjarasamningum. En þótt meirihluti félagsmanna á bak við formenn félaganna hefði viljað það var það niðurstaða meirihluta formanna að segja samningunum ekki upp. En til að segja upp samningunum þurfti bæði meirihluti formanna og meirihluti félagsmanna innan félaga þeirra að samþykkja uppsögn samninga.Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ vildi sjálfur segja samningunum upp en segir ljóst að skiptar skoðanir hafi verið á málinu. Þess vegna hafi hann lagt til að ákvörðun um framhaldið yrði tekin með þeim hætti sem gert var. Niðurstaðan sé að tæplega 60 prósent formanna telji eðlilegt að láta gildandi samning renna út en það breyti því ekki að mikil gremja ríki meðal félagsmanna ASÍ. „Þannig að skilaboðin hérna eru frekar þessi; við ætlum sjálf að velja okkur tímasetninguna. Menn eru mjög ósáttir við atburðarásina. Menn eru ósáttir með hlutskipti okkar félagsmanna,“ segir Gylfi. Hins vegar telji menn eðlilegt að þriggja prósenta launahækkun og hækkun lágmarkslauna í 300 þúsund í maí komi fram.Forseti ASÍ vill ofurskatt á ofurlaunForseti ASÍ segir að undirbúningur hefjist strax að því sækja fram af hörku í haust bæði gagnvart SA og ríkisstjórninni þar sem skerðingar bóta hafa étið upp kjarabætur. Þá þurfi að taka á ofurlaunum bankamanna og annarra, en nýjasta dæmið sýni að Jónas Þór Guðmundsson formaður kjararáðs sitji í stjórn Landsvirkjunar og geri þar tillögur um um mikla hækkun launa æðstu stjórnenda þar.Ragnar Þór Ingólfsson er formaður VR.Vísir/Stefán„Við höfum lengi talið að það ætti einfaldlega að setja mjög háan skatt, 60 prósent skatt, á ofurtekjur. Og það eigi að setja í skattalöggjöfina að fyrirtækjum sé ekki heimilt að draga frá skatti í sínu skattauppgjöri launagreiðslur á þessum mælikvarða,“ segir Gylfi. Hann voni að aðildarfélög ASÍ fari sameinuð fram í komandi samningum enda sýni reynslan að samstaðan skili mestum árangri. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR, fjölmennasta félagsins innan ASÍ, segir að nú þurfi að móta kröfur og fylgja þeim hart eftir. VR sé tilbúið til samstarfs við öll verkalýðsfélög, bæði á almennum og opinberum markaði, sem tekið geti undir kröfur félagsins. Niðurstaða atkvæðagreiðslunnar í dag sé hins vegar gríðarleg vonbrigði. „Ef við getum ekki staðið í lappirnar og sagt upp samningum þegar forsendur eru brostnar sé ég engan tilgang að vera með þessi forsenduákvæði yfirhöfuð inn í samningum. Vegna þess að þetta er ekkert að bíta,“ segir Ragnar Þór.
Kjaramál Tengdar fréttir Kjarasamningar halda 28 formenn felldu tillögu um riftun en 21 var með. 28. febrúar 2018 14:15 SA segir brýnast að standa vörð um kaupmátt Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að nú sé mikilvægast að viðhalda þeirri kaupmáttaraukningu sem náðst hafi með núgildandi kjarasamningum. 28. febrúar 2018 19:00 Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
SA segir brýnast að standa vörð um kaupmátt Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að nú sé mikilvægast að viðhalda þeirri kaupmáttaraukningu sem náðst hafi með núgildandi kjarasamningum. 28. febrúar 2018 19:00