Menning

Jo Nesbø trónir á toppi metsölulistans

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Þorsti er ellefta sagan um lögreglumanninn Harry Hole.
Þorsti er ellefta sagan um lögreglumanninn Harry Hole. Vísir/Getty
Norski rithöfundurinn Jo Nesbø trónir á toppi metsölulista Eymundsson sem byggður er á sölu verslana fyrirtækisins dagana 21. – 27. febrúar og er ljóst að landsmönnum hefur þótt viðeigandi að lesa nýjustu skáldsögu rithöfundarins, Þorsta, á meðan lægðirnar gengu yfir landið.

Norrænar glæpasögur hafa náð gríðarlega miklum vinsældum síðustu ár en hin einstaka veðrátta í Skandinavíu, sem er sögusviðið, á sinn þátt í að skapa ákveðna stemningu við lesturinn.

Á eftir Nesbø fylgir skáldsagan Þitt annað líf, eftir Raphaëlle Giordano, en Ólöf Pétursdóttir sá um þýðingu á verkinu. Í þriðja sæti er Uppruni eftir Dan Brown og í fjórða sæti er Það sem að baki býr eftir Merete Pryds Helle.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×