Farsælt samspil stjórnar og framkvæmdastjóra Hulda Ragnheiður Árnadóttir og skrifa 28. febrúar 2018 07:00 Það er mikill fengur að stjórnarmönnum sem taka hlutverk sitt alvarlega og axla þá ábyrgð sem þeim hefur verið falin. Hafa þarf í huga að það er hlutverk stjórnar að marka stefnu fyrirtækisins og ákveða áhættuvilja en framkvæmdastjórinn framkvæmir stefnu stjórnar. Í reynd verða stjórnin og framkvæmdastjórinn að móta stefnuna saman og vera samstíga um framkvæmdina. Stjórnarmenn sem vilja móta markvissa stefnu og fylgja henni eftir á stjórnarfundum eru að sinna hlutverki sínu vel. Þeir sem spyrja spurninga um reksturinn eru líklegri til að skilja um hvað hann snýst og stuðla að betur ígrundaðri ákvörðunartöku. Góð yfirsýn og skýr framkvæmd eru augljósir kostir í fari framkvæmdastjóra. Það er þó þannig að oft sjá þeir sem standa næst verkefnunum ekki „skóginn fyrir trjánum“ og þeim getur auðveldlega yfirsést mikilvægir þættir í rekstrinum. Þá er mikið öryggi í því að hafa öfluga stjórn sem veigrar sér ekki við að spyrja nauðsynlegra spurninga. Stjórnarmenn þurfa að vita hvaða áherslur eiga að vera í forgrunni í fyrirtækinu og bera ábyrgð á því að þeim sé fylgt. Stjórnarmenn sem hafa skoðun á gæðum gagna og framsetningu eru líklegri til þess að stuðla að framförum í stjórnarháttum. Framsetning, birting og skjölun stjórnargagna leikur lykilhlutverk í stjórnarstarfinu og endurspeglar iðulega gæði þess. Mikilvægt er að hafa í huga að spurningar stjórnarmanna lýsa ábyrgri stjórnun en ekki vantrausti á framkvæmdastjórann. Stjórnarmaður þarf að spyrja spurninga til að fá vissu fyrir að starfsemin sé eins og hún á að vera. Stjórnarmaður sinnir starfi sínu af kostgæfni ef hann tryggir að stefnu, lögum og reglum sé fylgt, að áhættustýring sé fagleg og vel skipulögð og upplýsingagjöf sé gegnsæ og skýr. Áður en stjórnarmaður tekur endanlega afstöðu til málefna er það á hans ábyrgð að tryggja að hann sé nægilega upplýstur. Til að svo sé getur stjórnin þurft að leita utanaðkomandi ráðgjafar. Við skulum því fagna öllum spurningunum sem fram koma því þær eru vísbending um að stjórnarmaðurinn geri það sem í hans valdi stendur til að starfa í anda góðra stjórnarhátta.Höfundur er framkvæmdastjóri Viðlagatrygginga Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hulda Ragnheiður Árnadóttir Mest lesið Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Skoðun Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Það er mikill fengur að stjórnarmönnum sem taka hlutverk sitt alvarlega og axla þá ábyrgð sem þeim hefur verið falin. Hafa þarf í huga að það er hlutverk stjórnar að marka stefnu fyrirtækisins og ákveða áhættuvilja en framkvæmdastjórinn framkvæmir stefnu stjórnar. Í reynd verða stjórnin og framkvæmdastjórinn að móta stefnuna saman og vera samstíga um framkvæmdina. Stjórnarmenn sem vilja móta markvissa stefnu og fylgja henni eftir á stjórnarfundum eru að sinna hlutverki sínu vel. Þeir sem spyrja spurninga um reksturinn eru líklegri til að skilja um hvað hann snýst og stuðla að betur ígrundaðri ákvörðunartöku. Góð yfirsýn og skýr framkvæmd eru augljósir kostir í fari framkvæmdastjóra. Það er þó þannig að oft sjá þeir sem standa næst verkefnunum ekki „skóginn fyrir trjánum“ og þeim getur auðveldlega yfirsést mikilvægir þættir í rekstrinum. Þá er mikið öryggi í því að hafa öfluga stjórn sem veigrar sér ekki við að spyrja nauðsynlegra spurninga. Stjórnarmenn þurfa að vita hvaða áherslur eiga að vera í forgrunni í fyrirtækinu og bera ábyrgð á því að þeim sé fylgt. Stjórnarmenn sem hafa skoðun á gæðum gagna og framsetningu eru líklegri til þess að stuðla að framförum í stjórnarháttum. Framsetning, birting og skjölun stjórnargagna leikur lykilhlutverk í stjórnarstarfinu og endurspeglar iðulega gæði þess. Mikilvægt er að hafa í huga að spurningar stjórnarmanna lýsa ábyrgri stjórnun en ekki vantrausti á framkvæmdastjórann. Stjórnarmaður þarf að spyrja spurninga til að fá vissu fyrir að starfsemin sé eins og hún á að vera. Stjórnarmaður sinnir starfi sínu af kostgæfni ef hann tryggir að stefnu, lögum og reglum sé fylgt, að áhættustýring sé fagleg og vel skipulögð og upplýsingagjöf sé gegnsæ og skýr. Áður en stjórnarmaður tekur endanlega afstöðu til málefna er það á hans ábyrgð að tryggja að hann sé nægilega upplýstur. Til að svo sé getur stjórnin þurft að leita utanaðkomandi ráðgjafar. Við skulum því fagna öllum spurningunum sem fram koma því þær eru vísbending um að stjórnarmaðurinn geri það sem í hans valdi stendur til að starfa í anda góðra stjórnarhátta.Höfundur er framkvæmdastjóri Viðlagatrygginga Íslands.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar