Frestur til uppsagna kjarasamninga þorra verkafólks að renna út Heimir Már Pétursson skrifar 27. febrúar 2018 11:59 Gylfi Arnbjörnsson, formaður ASÍ. Vísir/Vilhelm Komið er að ögurstundu varðandi uppsögn um hundrað þúsund manna á almenna launamarkaðnum en frestur til að segja samningunum upp rennur út klukkan fjögur á morgun. Forseti Alþýðusambandsins segir að ef koma eigi í veg fyrir uppsögn samnnga þurfi að koma uppbyggileg svör frá stjórnvöldum og Samtökum atvinnulífsins fyrir formannafund í fyrrmálið. Fulltrúar Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins hafa fundað innan endurskoðunarnefndar gildandi kjarasamninga undanfranar vikur og einnig átt fjölda funda með leiðtogum ríkisstjórnarinnar. Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ segir að seinni partinn í dag og í kvöld muni einstök aðildarfélög innan ASÍ funda með sínu félagsfólki fyrir fund um sextíu formanna verkalýðsfélaga innan ASÍ sem hefst klukkan ellefu í fyrramálið. Ögurstund vegna mögulegra uppsagna kjarasamninga nálgast því frestur til uppsagna rennur út klukkan fjögur á morgun. „Já, já. Þetta ár sem við frestuðum þessum forsendubresti í fyrra er bara að líða núna og þá þarf að taka afstöðu og við erum að vinna í því.“Það er eins og komið hefur fram; að ef það yrði niðurstaðan að samningum verði sagt upp þá gildir það strax frá og með 1. mars? „Já, þá eru félögin laus af því mog geta þá hafið bæði undirbúning kröfugerðar og sett fram. Kröfur. Launahækkun samkvæmt kjarasamningi ætti að vera 1. maí þannig að menn hafa þá tíma til að setja ferlið í gang til að freista þess að ná að ljúka samningi ef til þess kemur fyrir þann tíma,“ segir Gylfi. Miðstjórn Alþýðusambandsins komst að þeirri niðurstöðu um miðja síðustu viku að forsendur gildandi samninga væru brostnar að óbreyttu en Samtök atvinnulífsins segja svo ekki vera. Ef samningum verður ekki sagt upp gilda þeir út þetta ár annars losna þeir strax. Gylfi segir skiptar skoðanir innan félaganna í Alþýðusambandinu um hvort segja beri upp samningum. „Það hefur alla vega legið ljíst fyrir. Það er meðal annars þess vegna sem við erum að boða til formannafundar með tillögu um að þessi ákvörðun verði tekin í atkvæðagreiðslu á þeim fundi. Einfaldlega til að virða að það eru um þetta skiptar skoðanir. En það breytir því ekki að í lýðræðislegri hreyfingu er það meirihlutinn sem verður að fá að ráða niðurstöðunni. Í hvora áttina sem það er,“ segir forseti ASÍ. Viðræðuskylda hvíli á ASÍ þegar sambandið komist að þeirri niðurstöðu að forsendur samninga hafi brostið. Því sé beðið svara bæði frá Samtökum atvinnulífsins og stjórnvöldum eftir fundi með þeim. „Það sem hefur farið út af á þessu tímabili er að stjórnvöld hafa verið að skerða í gegnum skattleysismörk, barnabætur, vaxtabætur, húsnæðisbætur ýmislegt af því sem við máttum reikna með að yrði þessu fólki aðgengilegt. En hefur ekki verið það,“ segir Gylfi. Forsendubresturinn verði því þrátt fyrir að tekist hafi að hækka lægstu launin og gera betur fyrir þá tekjulægstu. „Þá hafa stjórnvöld tekið það til baka með ýmsum skerðingum. Þess vegna höfum við kallað stjórnvöld til ábyrgðar um aðkomu á lausn á þessum vanda,“ segir Gylfi Arnbjörnsson. Kjaramál Tengdar fréttir Kjarasamningar hundrað þúsund manns gætu runnið út eftir viku Forsendur kjarasamninga um hundrað þúsund karla og kvenna eru brostnar að mati Alþýðusambandsins og að óbreyttu kann þeim að verða sagt upp eftir viku. 21. febrúar 2018 19:15 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Fleiri fréttir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu Sjá meira
Komið er að ögurstundu varðandi uppsögn um hundrað þúsund manna á almenna launamarkaðnum en frestur til að segja samningunum upp rennur út klukkan fjögur á morgun. Forseti Alþýðusambandsins segir að ef koma eigi í veg fyrir uppsögn samnnga þurfi að koma uppbyggileg svör frá stjórnvöldum og Samtökum atvinnulífsins fyrir formannafund í fyrrmálið. Fulltrúar Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins hafa fundað innan endurskoðunarnefndar gildandi kjarasamninga undanfranar vikur og einnig átt fjölda funda með leiðtogum ríkisstjórnarinnar. Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ segir að seinni partinn í dag og í kvöld muni einstök aðildarfélög innan ASÍ funda með sínu félagsfólki fyrir fund um sextíu formanna verkalýðsfélaga innan ASÍ sem hefst klukkan ellefu í fyrramálið. Ögurstund vegna mögulegra uppsagna kjarasamninga nálgast því frestur til uppsagna rennur út klukkan fjögur á morgun. „Já, já. Þetta ár sem við frestuðum þessum forsendubresti í fyrra er bara að líða núna og þá þarf að taka afstöðu og við erum að vinna í því.“Það er eins og komið hefur fram; að ef það yrði niðurstaðan að samningum verði sagt upp þá gildir það strax frá og með 1. mars? „Já, þá eru félögin laus af því mog geta þá hafið bæði undirbúning kröfugerðar og sett fram. Kröfur. Launahækkun samkvæmt kjarasamningi ætti að vera 1. maí þannig að menn hafa þá tíma til að setja ferlið í gang til að freista þess að ná að ljúka samningi ef til þess kemur fyrir þann tíma,“ segir Gylfi. Miðstjórn Alþýðusambandsins komst að þeirri niðurstöðu um miðja síðustu viku að forsendur gildandi samninga væru brostnar að óbreyttu en Samtök atvinnulífsins segja svo ekki vera. Ef samningum verður ekki sagt upp gilda þeir út þetta ár annars losna þeir strax. Gylfi segir skiptar skoðanir innan félaganna í Alþýðusambandinu um hvort segja beri upp samningum. „Það hefur alla vega legið ljíst fyrir. Það er meðal annars þess vegna sem við erum að boða til formannafundar með tillögu um að þessi ákvörðun verði tekin í atkvæðagreiðslu á þeim fundi. Einfaldlega til að virða að það eru um þetta skiptar skoðanir. En það breytir því ekki að í lýðræðislegri hreyfingu er það meirihlutinn sem verður að fá að ráða niðurstöðunni. Í hvora áttina sem það er,“ segir forseti ASÍ. Viðræðuskylda hvíli á ASÍ þegar sambandið komist að þeirri niðurstöðu að forsendur samninga hafi brostið. Því sé beðið svara bæði frá Samtökum atvinnulífsins og stjórnvöldum eftir fundi með þeim. „Það sem hefur farið út af á þessu tímabili er að stjórnvöld hafa verið að skerða í gegnum skattleysismörk, barnabætur, vaxtabætur, húsnæðisbætur ýmislegt af því sem við máttum reikna með að yrði þessu fólki aðgengilegt. En hefur ekki verið það,“ segir Gylfi. Forsendubresturinn verði því þrátt fyrir að tekist hafi að hækka lægstu launin og gera betur fyrir þá tekjulægstu. „Þá hafa stjórnvöld tekið það til baka með ýmsum skerðingum. Þess vegna höfum við kallað stjórnvöld til ábyrgðar um aðkomu á lausn á þessum vanda,“ segir Gylfi Arnbjörnsson.
Kjaramál Tengdar fréttir Kjarasamningar hundrað þúsund manns gætu runnið út eftir viku Forsendur kjarasamninga um hundrað þúsund karla og kvenna eru brostnar að mati Alþýðusambandsins og að óbreyttu kann þeim að verða sagt upp eftir viku. 21. febrúar 2018 19:15 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Fleiri fréttir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu Sjá meira
Kjarasamningar hundrað þúsund manns gætu runnið út eftir viku Forsendur kjarasamninga um hundrað þúsund karla og kvenna eru brostnar að mati Alþýðusambandsins og að óbreyttu kann þeim að verða sagt upp eftir viku. 21. febrúar 2018 19:15