Einum sleppt úr haldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Birgir Olgeirsson skrifar 26. febrúar 2018 14:05 Maðurinn hafði verið í haldi í fangelsinu á Hólmsheiði. Vísir/GVA Landsréttur felldi í dag úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manni sem grunaður er um aðild að fíkniefnainnflutningi til landsins. Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir þetta í samtali við Vísi. Greint var fyrst frá þessu á vef Fréttablaðsins.Alls hafa fjórir menn setið í gæsluvarðhaldi í tengslum við þetta mál. Tveimur var sleppt þegar nokkuð var liðið á rannsóknina og sátu því tveir í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Nú hefur öðrum þeirra verið sleppt og situr því einn núna í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Annar þeirra tveggja sem sátu í gæsluvarðhaldi vegna málsins er Sigurður Kristinsson, eiginmaður Sunnu Elvíru Þorkelsdóttur sem er í ótímabundnu farbanni á Spáni vegna málsins. Sunna liggur þar mikið slösuð á sjúkrahúsi. Sigurður var handtekinn við heimkomuna frá Málaga í lok janúar og var úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna gruns um aðild að umfangsmiklu fíkniefnamáli. 7. febrúar síðastliðinn var hann úrskurðaður í fjögurra vikna langt gæsluvarðhald vegna málsins. Fyrst var greint frá málinu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Var þá sagt frá því að sérsveit ríkislögreglustjóra hefði farið í aðgerðir í húsnæði Skáksambands Íslands en fíkniefnin komu til landsins í stórum skákmunum. Starfsmenn Skáksambandsins eru þó ekki taldir tengjast málinu. Sigurður var handtekinn á Spáni um miðjan janúar vegna gruns um alvarlegt ofbeldisbrot gagnvart konu sinni. Honum var sleppt úr haldi þar ytra að loknum yfirheyrslum og svo handtekinn við komuna hingað til lands. Lögreglan hér á landi hefur verið í viðræðum við lögregluyfirvöld á Spáni um að taka yfir rannsókn málsins, eða þeim hluta sem snýr að Íslandi. Verði það að veruleika er möguleiki á að flytja Sunnu heim til Íslands. Síðastliðinn miðvikudag sagði lögreglan frá því að spænsk yfirvöld hefðu enn ekki svarað formlegri réttarbeiðni dómsmálaráðuneytisins hér á landi þess efni að lögreglan á Íslandi taki yfir rannsókn á máli Sunnu Elvíru Þorkelsdóttur. Sagði lögreglan að óvíst sé hversu langan tíma slík afgreiðsla kunni að taka. Mál Sunnu Elviru Tengdar fréttir Hafa ekki svarað beiðni um að rannsókn á máli Sunnu færist til Íslands Óvíst hvað ferlið mun taka langan tíma. 21. febrúar 2018 16:15 Sunna komin til Sevilla Sunna Elvira Þorkelsdóttir sem hefur legið lömuð á spítala í Malaga síðastliðinn mánuð er komin á spítala í Sevilla. Mögulegur flutningur til Íslands er þó enn í biðstöðu. 23. febrúar 2018 18:30 Segir það blasa við að lögreglan þurfi að ræða við Sunnu Elvíru vegna „Skákmálsins“ Sendu formlega réttarbeiðni í síðustu viku um að taka yfir rannsóknina. 19. febrúar 2018 15:09 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Sjá meira
Landsréttur felldi í dag úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manni sem grunaður er um aðild að fíkniefnainnflutningi til landsins. Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir þetta í samtali við Vísi. Greint var fyrst frá þessu á vef Fréttablaðsins.Alls hafa fjórir menn setið í gæsluvarðhaldi í tengslum við þetta mál. Tveimur var sleppt þegar nokkuð var liðið á rannsóknina og sátu því tveir í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Nú hefur öðrum þeirra verið sleppt og situr því einn núna í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Annar þeirra tveggja sem sátu í gæsluvarðhaldi vegna málsins er Sigurður Kristinsson, eiginmaður Sunnu Elvíru Þorkelsdóttur sem er í ótímabundnu farbanni á Spáni vegna málsins. Sunna liggur þar mikið slösuð á sjúkrahúsi. Sigurður var handtekinn við heimkomuna frá Málaga í lok janúar og var úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna gruns um aðild að umfangsmiklu fíkniefnamáli. 7. febrúar síðastliðinn var hann úrskurðaður í fjögurra vikna langt gæsluvarðhald vegna málsins. Fyrst var greint frá málinu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Var þá sagt frá því að sérsveit ríkislögreglustjóra hefði farið í aðgerðir í húsnæði Skáksambands Íslands en fíkniefnin komu til landsins í stórum skákmunum. Starfsmenn Skáksambandsins eru þó ekki taldir tengjast málinu. Sigurður var handtekinn á Spáni um miðjan janúar vegna gruns um alvarlegt ofbeldisbrot gagnvart konu sinni. Honum var sleppt úr haldi þar ytra að loknum yfirheyrslum og svo handtekinn við komuna hingað til lands. Lögreglan hér á landi hefur verið í viðræðum við lögregluyfirvöld á Spáni um að taka yfir rannsókn málsins, eða þeim hluta sem snýr að Íslandi. Verði það að veruleika er möguleiki á að flytja Sunnu heim til Íslands. Síðastliðinn miðvikudag sagði lögreglan frá því að spænsk yfirvöld hefðu enn ekki svarað formlegri réttarbeiðni dómsmálaráðuneytisins hér á landi þess efni að lögreglan á Íslandi taki yfir rannsókn á máli Sunnu Elvíru Þorkelsdóttur. Sagði lögreglan að óvíst sé hversu langan tíma slík afgreiðsla kunni að taka.
Mál Sunnu Elviru Tengdar fréttir Hafa ekki svarað beiðni um að rannsókn á máli Sunnu færist til Íslands Óvíst hvað ferlið mun taka langan tíma. 21. febrúar 2018 16:15 Sunna komin til Sevilla Sunna Elvira Þorkelsdóttir sem hefur legið lömuð á spítala í Malaga síðastliðinn mánuð er komin á spítala í Sevilla. Mögulegur flutningur til Íslands er þó enn í biðstöðu. 23. febrúar 2018 18:30 Segir það blasa við að lögreglan þurfi að ræða við Sunnu Elvíru vegna „Skákmálsins“ Sendu formlega réttarbeiðni í síðustu viku um að taka yfir rannsóknina. 19. febrúar 2018 15:09 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Sjá meira
Hafa ekki svarað beiðni um að rannsókn á máli Sunnu færist til Íslands Óvíst hvað ferlið mun taka langan tíma. 21. febrúar 2018 16:15
Sunna komin til Sevilla Sunna Elvira Þorkelsdóttir sem hefur legið lömuð á spítala í Malaga síðastliðinn mánuð er komin á spítala í Sevilla. Mögulegur flutningur til Íslands er þó enn í biðstöðu. 23. febrúar 2018 18:30
Segir það blasa við að lögreglan þurfi að ræða við Sunnu Elvíru vegna „Skákmálsins“ Sendu formlega réttarbeiðni í síðustu viku um að taka yfir rannsóknina. 19. febrúar 2018 15:09