Valdís Þóra: Mjög stolt af spilamennskunni um helgina Kristinn Páll Teitsson skrifar 26. febrúar 2018 07:15 Valdís Þóra Jónsdóttir. LET Valdís Þóra Jónsdóttir, kylfingur úr GL, lauk leik í 3. sæti á Australian Ladies Classic í Bonville á sjö höggum undir pari um helgina en þetta er í annað skiptið á nokkrum mánuðum sem Valdís tekur þriðja sætið á LET-mótaröðinni, þeirri næststerkustu í heiminum. Jafnaði hún með því besta árangur Íslendings á sterkustu mótaröð Evrópu sem hún náði í Kína í nóvember. Fékk hún 13.356 ástralska dollara fyrir árangurinn sem er rúmlega milljón í íslenskum krónum en með því kemst hún í sjötta sæti á peningalista mótaraðarinnar. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, lauk leik í 14. sæti á mótinu á pari en síðustu þrír hringir hennar voru frábærir eftir að hafa komið í hús á fyrsta hring á átta höggum yfir pari.Erfiðar aðstæður Veðrið í Ástralíu var að stríða mótshöldurum töluvert um helgina en fresta þurfti leik í um fjóra tíma vegna þrumuveðurs á lokahringnum en Valdís var á fjórtándu braut þegar kylfingum var sagt að hætta. Þrátt fyrir það hélt hún áfram að spila vel. „Heilt yfir er ég mjög ánægð og stolt af spilamennskunni um helgina, sérstaklega þegar við fengum að fara aftur út eftir rigninguna. Þar sá ég að ég var enn þá í þriðja sæti en ég reyndi bara að sækja eins marga fugla og ég gat,“ sagði Valdís í samtali við fréttaritara mótaraðarinnar eftir hringinn. Valdís er í sjötta sæti á peningalistanum á Evrópumótaröðinni í byrjun árs en á fimmtudaginn hefst fimmta mótið í röð í Ástralíu. „Ég er búin að vera að spila vel, spilamennskan síðustu tvær vikur ýtir undir sjálfstraustið hjá manni og gefur mér mikið fyrir komandi tímabil.“ Golf Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Valdís Þóra Jónsdóttir, kylfingur úr GL, lauk leik í 3. sæti á Australian Ladies Classic í Bonville á sjö höggum undir pari um helgina en þetta er í annað skiptið á nokkrum mánuðum sem Valdís tekur þriðja sætið á LET-mótaröðinni, þeirri næststerkustu í heiminum. Jafnaði hún með því besta árangur Íslendings á sterkustu mótaröð Evrópu sem hún náði í Kína í nóvember. Fékk hún 13.356 ástralska dollara fyrir árangurinn sem er rúmlega milljón í íslenskum krónum en með því kemst hún í sjötta sæti á peningalista mótaraðarinnar. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, lauk leik í 14. sæti á mótinu á pari en síðustu þrír hringir hennar voru frábærir eftir að hafa komið í hús á fyrsta hring á átta höggum yfir pari.Erfiðar aðstæður Veðrið í Ástralíu var að stríða mótshöldurum töluvert um helgina en fresta þurfti leik í um fjóra tíma vegna þrumuveðurs á lokahringnum en Valdís var á fjórtándu braut þegar kylfingum var sagt að hætta. Þrátt fyrir það hélt hún áfram að spila vel. „Heilt yfir er ég mjög ánægð og stolt af spilamennskunni um helgina, sérstaklega þegar við fengum að fara aftur út eftir rigninguna. Þar sá ég að ég var enn þá í þriðja sæti en ég reyndi bara að sækja eins marga fugla og ég gat,“ sagði Valdís í samtali við fréttaritara mótaraðarinnar eftir hringinn. Valdís er í sjötta sæti á peningalistanum á Evrópumótaröðinni í byrjun árs en á fimmtudaginn hefst fimmta mótið í röð í Ástralíu. „Ég er búin að vera að spila vel, spilamennskan síðustu tvær vikur ýtir undir sjálfstraustið hjá manni og gefur mér mikið fyrir komandi tímabil.“
Golf Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira