Gunnar Nelson býst við bardaga í maí Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 25. febrúar 2018 12:45 Gunnar Nelson vonast eftir bardaga í Dublin í maí vísir/getty Gunnar Nelson vonast eftir því að berjast í lok maí á bardagakvöldi UFC í Dublin. Þetta sagði hann í spjalli við The MacLife, síðu í eigu Conor McGregor. Gunnar er við æfingar í Írlandi eins og er og hafði heyrt orðróm um bardagakvöld í maí þar sem hann gæti barist. Það hefur nú verið staðfest að UFC mun halda bardagakvöld sunnudaginn 29. maí í Dublin. „Ég býst við því að ég fái að berjast þar. Það kemur líklega í ljós bráðlega og ég vona ég verði þar,“ sagði Gunnar. Honum var boðinn aðalbardaginn á bardagakvöldi í Lundúnum í mars, en sá bardagi féll niður þar sem andstæðingurinn Darren Till sagðist ekki geta barist vegna veikinda. Síðasti bardagi Gunnars var í júlí 2017 þar sem hann var rotaður af Santiago Ponzinibbio eftir að sá síðarnefndi potaði í augun á Gunnari. Í reglum UFC getur dómarinn gefið fimm mínútna hlé fái bardagakapparnir högg á punginn. Engar slíkar reglur eru um augnpot og vill Gunnar láta breyta því. „Það þarf að laga eitthvað varðandi þessi atvik. Ég sá tvöfalt og rýmisgreindin var í rugli, það þarf tíma fyrir augun að jafna sig.“ „Dómararnir þurfa að taka betur á þessu.“ Hann segir tapið þó ekki hafa haft of mikil áhrif á sig. „Það er erfitt að taka tapi, en eitt tap er ekki nóg til að ég hætti að keppa. Þetta er eitthvað sem ég læri af. Allt það sem maður gengur í gegnum getur maður nýtt sér og lært af.“ Viðmælandi Gunnars hafði orð á viðtali sem hann fór í fyrir nokkrum árum þar sem hann viðurkenndi að hafða farið út á lífið kvöldið áður en hann keppti á glímumótinu ADCC og fengið sér ís í morgunmat. Hann mætti svo til leiks og vann meðal annars Jeff Monson eftirminnilega. Við því sagði Gunnar að hann trúi ekki á hefðir sem þurfi að ganga í gegnum á bardagadegi, það skipti engu máli hvort maður borði ís í morgunmat eða hvað. „Þetta snýst um andlegan undirbúning og hvernig hausinn er stiltur. Ef að hausinn er í réttu ástandi þá breytir það engu hvað þú borðar eða klukkan hvað.“ Viðtalið við Gunnar má sjá í heild sinni hér að neðan. MMA Tengdar fréttir Staðreyndum troðið ofan í umbann sem fór frjálslega með sannleikann um Gunnar Nelson Haraldur Dean Nelson á alla pappíra sem sanna upphaf Gunnars Nelson í UFC. 16. febrúar 2018 10:00 Till segist vera veikur en nýtur lífsins í Brasilíu Ekkert varð af bardaga Gunnars Nelson og Darren Till í London í næsta mánuði. Till sagðist vera veikur og ekki treysta sér í bardagann. 7. febrúar 2018 13:30 Kavanagh segir Gunnar og Till berjast seinna á árinu Þjálfari Gunnars Nelson blæs á þær sögusagnir að Darren Till sé að gera sér upp veikindi til þess að komast hjá því að mæta Gunnari í London í mars. Hann segir Till hafa samþykkt bardaga gegn Gunnari seinna á árinu. 30. janúar 2018 21:25 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira
Gunnar Nelson vonast eftir því að berjast í lok maí á bardagakvöldi UFC í Dublin. Þetta sagði hann í spjalli við The MacLife, síðu í eigu Conor McGregor. Gunnar er við æfingar í Írlandi eins og er og hafði heyrt orðróm um bardagakvöld í maí þar sem hann gæti barist. Það hefur nú verið staðfest að UFC mun halda bardagakvöld sunnudaginn 29. maí í Dublin. „Ég býst við því að ég fái að berjast þar. Það kemur líklega í ljós bráðlega og ég vona ég verði þar,“ sagði Gunnar. Honum var boðinn aðalbardaginn á bardagakvöldi í Lundúnum í mars, en sá bardagi féll niður þar sem andstæðingurinn Darren Till sagðist ekki geta barist vegna veikinda. Síðasti bardagi Gunnars var í júlí 2017 þar sem hann var rotaður af Santiago Ponzinibbio eftir að sá síðarnefndi potaði í augun á Gunnari. Í reglum UFC getur dómarinn gefið fimm mínútna hlé fái bardagakapparnir högg á punginn. Engar slíkar reglur eru um augnpot og vill Gunnar láta breyta því. „Það þarf að laga eitthvað varðandi þessi atvik. Ég sá tvöfalt og rýmisgreindin var í rugli, það þarf tíma fyrir augun að jafna sig.“ „Dómararnir þurfa að taka betur á þessu.“ Hann segir tapið þó ekki hafa haft of mikil áhrif á sig. „Það er erfitt að taka tapi, en eitt tap er ekki nóg til að ég hætti að keppa. Þetta er eitthvað sem ég læri af. Allt það sem maður gengur í gegnum getur maður nýtt sér og lært af.“ Viðmælandi Gunnars hafði orð á viðtali sem hann fór í fyrir nokkrum árum þar sem hann viðurkenndi að hafða farið út á lífið kvöldið áður en hann keppti á glímumótinu ADCC og fengið sér ís í morgunmat. Hann mætti svo til leiks og vann meðal annars Jeff Monson eftirminnilega. Við því sagði Gunnar að hann trúi ekki á hefðir sem þurfi að ganga í gegnum á bardagadegi, það skipti engu máli hvort maður borði ís í morgunmat eða hvað. „Þetta snýst um andlegan undirbúning og hvernig hausinn er stiltur. Ef að hausinn er í réttu ástandi þá breytir það engu hvað þú borðar eða klukkan hvað.“ Viðtalið við Gunnar má sjá í heild sinni hér að neðan.
MMA Tengdar fréttir Staðreyndum troðið ofan í umbann sem fór frjálslega með sannleikann um Gunnar Nelson Haraldur Dean Nelson á alla pappíra sem sanna upphaf Gunnars Nelson í UFC. 16. febrúar 2018 10:00 Till segist vera veikur en nýtur lífsins í Brasilíu Ekkert varð af bardaga Gunnars Nelson og Darren Till í London í næsta mánuði. Till sagðist vera veikur og ekki treysta sér í bardagann. 7. febrúar 2018 13:30 Kavanagh segir Gunnar og Till berjast seinna á árinu Þjálfari Gunnars Nelson blæs á þær sögusagnir að Darren Till sé að gera sér upp veikindi til þess að komast hjá því að mæta Gunnari í London í mars. Hann segir Till hafa samþykkt bardaga gegn Gunnari seinna á árinu. 30. janúar 2018 21:25 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira
Staðreyndum troðið ofan í umbann sem fór frjálslega með sannleikann um Gunnar Nelson Haraldur Dean Nelson á alla pappíra sem sanna upphaf Gunnars Nelson í UFC. 16. febrúar 2018 10:00
Till segist vera veikur en nýtur lífsins í Brasilíu Ekkert varð af bardaga Gunnars Nelson og Darren Till í London í næsta mánuði. Till sagðist vera veikur og ekki treysta sér í bardagann. 7. febrúar 2018 13:30
Kavanagh segir Gunnar og Till berjast seinna á árinu Þjálfari Gunnars Nelson blæs á þær sögusagnir að Darren Till sé að gera sér upp veikindi til þess að komast hjá því að mæta Gunnari í London í mars. Hann segir Till hafa samþykkt bardaga gegn Gunnari seinna á árinu. 30. janúar 2018 21:25