Woods með besta hring endurkomunnar Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 25. febrúar 2018 09:18 Það er allt á uppleið hjá Tiger. vísir/getty Tiger Woods náði sínu lægsta skori síðan hann snéri aftur á golfvöllinn á þriðja hring Honda Classic mótsins á PGA mótaröðinni í golfi í nótt. Hann fór hringinn á 69 höggum, sem er einu höggi undir pari vallarins. Samtals eftir hringina þrjá er hann á pari og er í 11. - 15. sæti fyrir loka hringinn. Landi hans frá Bandaríkjunum, Luke List leiðir mótið á sjö höggum undir pari og Justin Thomas og Webb Simpson fylgja fast á hæla hans á sex höggum undir pari. Lokaholurnar voru dramatískar hjá Woods. Hann fékk fugl á 13. holu og var kominn tveimur höggum undir parið. Hann tapaði svo höggi á 15. holunni og fékk annan skolla á 17. holu. Hann bjargaði sér svo aftur undir parið með fugli á 18. holu. „Ég á enn möguleika. Þetta var líklegast eins vel og ég hefði getað spilað í dag,“ sagði Woods eftir hringinn í nótt Rory McIlroy er ekki í jafn góðum málum og Woods á mótinu. Hann er í 63.-65. sæti eftir að hafa farið þriðja hringinn á þremur höggum yfir pari og er því samtals á sjö höggum yfir pari. Hringurinn hefði þó verið mun verri þar sem hann byrjaði hræðilega. Á fjórðu og fimmtu holu fékk hann skolla og fylgdi því eftir með skramba á sjöttu og tveimur skollum á 7. og 8. holu og var hann því kominn sex höggum yfir parið. Þá komu tveir fuglar í röð áður en hann sló fyrir öðrum skolla á 11. holu. Tveir fuglar á síðustu sex holunum komu skorinu niður í þrjú högg yfir pari. Golf Mest lesið Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Tiger Woods náði sínu lægsta skori síðan hann snéri aftur á golfvöllinn á þriðja hring Honda Classic mótsins á PGA mótaröðinni í golfi í nótt. Hann fór hringinn á 69 höggum, sem er einu höggi undir pari vallarins. Samtals eftir hringina þrjá er hann á pari og er í 11. - 15. sæti fyrir loka hringinn. Landi hans frá Bandaríkjunum, Luke List leiðir mótið á sjö höggum undir pari og Justin Thomas og Webb Simpson fylgja fast á hæla hans á sex höggum undir pari. Lokaholurnar voru dramatískar hjá Woods. Hann fékk fugl á 13. holu og var kominn tveimur höggum undir parið. Hann tapaði svo höggi á 15. holunni og fékk annan skolla á 17. holu. Hann bjargaði sér svo aftur undir parið með fugli á 18. holu. „Ég á enn möguleika. Þetta var líklegast eins vel og ég hefði getað spilað í dag,“ sagði Woods eftir hringinn í nótt Rory McIlroy er ekki í jafn góðum málum og Woods á mótinu. Hann er í 63.-65. sæti eftir að hafa farið þriðja hringinn á þremur höggum yfir pari og er því samtals á sjö höggum yfir pari. Hringurinn hefði þó verið mun verri þar sem hann byrjaði hræðilega. Á fjórðu og fimmtu holu fékk hann skolla og fylgdi því eftir með skramba á sjöttu og tveimur skollum á 7. og 8. holu og var hann því kominn sex höggum yfir parið. Þá komu tveir fuglar í röð áður en hann sló fyrir öðrum skolla á 11. holu. Tveir fuglar á síðustu sex holunum komu skorinu niður í þrjú högg yfir pari.
Golf Mest lesið Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira