Jeremy Stephens með umdeilt rothögg á Josh Emmett Pétur Marinó Jónsson skrifar 25. febrúar 2018 04:35 Jeremy Stephens fagnar sigrinum. Vísir/Getty Jeremy Stephens sigraði Josh Emmett í nótt í aðalbardaganum á UFC bardagakvöldinu í Orlando. Sigurinn var þó umdeildur þar sem nokkur högg Stephens virtust ólögleg. UFC var með ansi skemmtilegt bardagakvöld í nótt í Orlando. Þeir Jeremy Stephens og Josh Emmett mættust í aðalbardaga kvöldsins en bardaginn fór fram í 66 kg fjaðurvigt. Þó Stephens sé yngri en Emmett var þetta 41. bardagi þess fyrrnefnda en aðeins 15. bardagi þess síðarnefnda. Emmett byrjaði bardagann vel og tókst að slá Stephens niður í 1. lotu. Sjálfstraustið fór vaxandi hjá Emmett en eftir rúma mínútu í 2. lotu tókst Stephens að slá Emmett niður. Stephens kláraði svo bardagann með höggum í gólfinu og bardaginn stöðvaður eftir 1:35 í 2. lotu. Stephens var þó heppinn að vera ekki dæmdur úr leik. Er Emmett var á báðum hnjám á gólfinu reyndi Stephens hnéspark sem rétt svo strauk höfuð Emmett. Hefði Stephens hitt hefði hann verið umsvifalaust dæmdur úr leik enda óleyfilegt að sparka í höfuð liggjandi andstæðings. Þá voru tveir olnbogar sem hittu í hnakkann en bannað er að kýla eða sparka í hnakka andstæðingsins. Þó Stephens hafi ekki smellhitt með hnésparkinu var gjörningurinn samt ólöglegur og spurning hvort dómarinn hefði mátt gera betur. Sigurinn mun þó að öllum líkindum standa en deilt verður um sigurinn. Liðsfélagar og þjálfarar Emmett voru í það minnsta mjög ósáttir við störf dómarans eftir að hafa séð endursýningu á atvikinu. Bardagakvöldið var ekki hlaðið stórstjörnum en var engu að síður virkilega skemmtilegt. Öll önnur úrslit kvöldsins má nálgast á vef MMA Frétta hér. MMA Tengdar fréttir Var Josh Emmett bara heppinn eða á hann heima meðal þeirra bestu? Það er kannski ekki mikið um stór nöfn á UFC bardagakvöldinu í Orlandi í kvöld en bardagarnir ættu að verða skemmtilegir. Josh Emmett fær risa tækifæri til að sýna að sinn síðasti sigur hafi ekki verið bara heppni. 24. febrúar 2018 16:00 Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Fleiri fréttir María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Sjá meira
Jeremy Stephens sigraði Josh Emmett í nótt í aðalbardaganum á UFC bardagakvöldinu í Orlando. Sigurinn var þó umdeildur þar sem nokkur högg Stephens virtust ólögleg. UFC var með ansi skemmtilegt bardagakvöld í nótt í Orlando. Þeir Jeremy Stephens og Josh Emmett mættust í aðalbardaga kvöldsins en bardaginn fór fram í 66 kg fjaðurvigt. Þó Stephens sé yngri en Emmett var þetta 41. bardagi þess fyrrnefnda en aðeins 15. bardagi þess síðarnefnda. Emmett byrjaði bardagann vel og tókst að slá Stephens niður í 1. lotu. Sjálfstraustið fór vaxandi hjá Emmett en eftir rúma mínútu í 2. lotu tókst Stephens að slá Emmett niður. Stephens kláraði svo bardagann með höggum í gólfinu og bardaginn stöðvaður eftir 1:35 í 2. lotu. Stephens var þó heppinn að vera ekki dæmdur úr leik. Er Emmett var á báðum hnjám á gólfinu reyndi Stephens hnéspark sem rétt svo strauk höfuð Emmett. Hefði Stephens hitt hefði hann verið umsvifalaust dæmdur úr leik enda óleyfilegt að sparka í höfuð liggjandi andstæðings. Þá voru tveir olnbogar sem hittu í hnakkann en bannað er að kýla eða sparka í hnakka andstæðingsins. Þó Stephens hafi ekki smellhitt með hnésparkinu var gjörningurinn samt ólöglegur og spurning hvort dómarinn hefði mátt gera betur. Sigurinn mun þó að öllum líkindum standa en deilt verður um sigurinn. Liðsfélagar og þjálfarar Emmett voru í það minnsta mjög ósáttir við störf dómarans eftir að hafa séð endursýningu á atvikinu. Bardagakvöldið var ekki hlaðið stórstjörnum en var engu að síður virkilega skemmtilegt. Öll önnur úrslit kvöldsins má nálgast á vef MMA Frétta hér.
MMA Tengdar fréttir Var Josh Emmett bara heppinn eða á hann heima meðal þeirra bestu? Það er kannski ekki mikið um stór nöfn á UFC bardagakvöldinu í Orlandi í kvöld en bardagarnir ættu að verða skemmtilegir. Josh Emmett fær risa tækifæri til að sýna að sinn síðasti sigur hafi ekki verið bara heppni. 24. febrúar 2018 16:00 Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Fleiri fréttir María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Sjá meira
Var Josh Emmett bara heppinn eða á hann heima meðal þeirra bestu? Það er kannski ekki mikið um stór nöfn á UFC bardagakvöldinu í Orlandi í kvöld en bardagarnir ættu að verða skemmtilegir. Josh Emmett fær risa tækifæri til að sýna að sinn síðasti sigur hafi ekki verið bara heppni. 24. febrúar 2018 16:00