Stórfyrirtæki yfirgefa hagsmunasamtök byssueigenda eftir skotárásina á Flórída Kjartan Kjartansson skrifar 24. febrúar 2018 17:29 NRA eru stærstu samtök skotvopnaeigenda í Bandaríkjunum. Tveir talsmenn þeirra fluttu eldræður á CPAC-ráðstefnunni á fimmtudag. Vísir/AFP Flugfélögin Delta og United Airlines eru nýjustu fyrirtækin sem hafa ákveðið að rifta samstarfi sínu við NRA, stærstu hagsmunasamtök skotvopnaeigenda í Bandaríkjunum í kjölfar mannskæðrar skotárásar í framhaldsskóla á Flórída í síðustu viku. Bæði flugfélögin sögðu að þau myndu ekki lengur bjóða félögum NRA afsláttarkjör á flugferðum á árlega fundi samtakanna og hafa beðið þau um að fjarlægja vísarnir til sín á vefsíðu þeirra. Bílaleigan Hertz tók sömu ákvörðun fyrr í vikunni, að því er segir í frétt AP-fréttastofunnar. Fulltrúar NRA hafa barist hatrammlega gegn öllum hugmyndum um að herða skotvopnalöggjöfin í Bandaríkjunum. Eftir skotárásina í Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólanum á Flórída á Valentínusardag sem kostaði sautján ungmenni lífið hafa samtökin meðal annars lagst gegn hugmynd ríkisstjóra Flórída um að hækka lágmarksaldur þeirra sem geta keypt hríðskotariffla eins og morðinginn notaði. Þess í stað hafa þau lýst stuðningi við hugmynd Donalds Trump forseta um að vopna kennara til að fyrirbyggja skotárásir. Talsmaður samtakanna fordæmdi þá „sósíalista“ sem vildu herða byssulöggjöfina í ræðu á ráðstefnu íhaldsmanna í Bandaríkjunum á fimmtudag. Tilgangur þeirra sem það vildu væri að afnema allt einstaklingsfrelsi. Mikil umræða um skotvopn hefur blossað upp í Bandaríkjunum eftir blóðbaðið á Flórída. Nemendur skólans sem lifðu árásina af hafa orðið að ötulum talsmönnum fyrir hertum lögum og reglum um byssueign. Bandaríkin Tengdar fréttir Formaður NRA hellti úr skálum reiði sinnar vegna umræðu eftir skólaárás Sósíalistar að evrópskri fyrirmynd vilja útrýma öllu einstaklingsfrelsi í Bandaríkjunum ef marka má fullyrðingar formanns stærstu hagsmunasamtaka skotvopnaeigenda í Bandaríkjunum. 22. febrúar 2018 19:30 Hökkuðu samsæriskenningar um blekkingar nemendanna í sig Helstu spjallþáttastjórnendur í Bandaríkjunum komu eftirlifendum skotárásarinnar í skóla í Parkland í Flórída til varnar í þáttum þeirra í gær. 22. febrúar 2018 10:30 Lifði af skotárásina og þjarmaði að þingmanni í sjónvarpssal Cameron Kasky, einn þeirra nemenda Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólans sem hafa verið hvað háværastir í baráttu sinni fyrir hertri byssulöggjöf í Bandaríkjunum, gekk hart að öldungardeildarþingmanninum og Repúblikananum Mark Rubio í gær. 22. febrúar 2018 10:41 Trump leggur til að vopna kennara til að fyrirbyggja skotárásir Bandaríkjaforseti viðurkenndi að hugmyndin yrði umdeild en að ríkisstjórn hans myndi skoða hana alvarlega. 21. febrúar 2018 23:45 Höfnuðu að banna hríðskotariffla í kjölfar banvænnar skotárásar Repúblikanar á ríkisþingi Flórída felldu tillögu um að taka frumvarp um bann við hríðskotarifflum til umræðu þrátt fyrir þrýsting nemenda sem lifðu skotárásina í Parkland af. 20. febrúar 2018 23:36 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Flugfélögin Delta og United Airlines eru nýjustu fyrirtækin sem hafa ákveðið að rifta samstarfi sínu við NRA, stærstu hagsmunasamtök skotvopnaeigenda í Bandaríkjunum í kjölfar mannskæðrar skotárásar í framhaldsskóla á Flórída í síðustu viku. Bæði flugfélögin sögðu að þau myndu ekki lengur bjóða félögum NRA afsláttarkjör á flugferðum á árlega fundi samtakanna og hafa beðið þau um að fjarlægja vísarnir til sín á vefsíðu þeirra. Bílaleigan Hertz tók sömu ákvörðun fyrr í vikunni, að því er segir í frétt AP-fréttastofunnar. Fulltrúar NRA hafa barist hatrammlega gegn öllum hugmyndum um að herða skotvopnalöggjöfin í Bandaríkjunum. Eftir skotárásina í Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólanum á Flórída á Valentínusardag sem kostaði sautján ungmenni lífið hafa samtökin meðal annars lagst gegn hugmynd ríkisstjóra Flórída um að hækka lágmarksaldur þeirra sem geta keypt hríðskotariffla eins og morðinginn notaði. Þess í stað hafa þau lýst stuðningi við hugmynd Donalds Trump forseta um að vopna kennara til að fyrirbyggja skotárásir. Talsmaður samtakanna fordæmdi þá „sósíalista“ sem vildu herða byssulöggjöfina í ræðu á ráðstefnu íhaldsmanna í Bandaríkjunum á fimmtudag. Tilgangur þeirra sem það vildu væri að afnema allt einstaklingsfrelsi. Mikil umræða um skotvopn hefur blossað upp í Bandaríkjunum eftir blóðbaðið á Flórída. Nemendur skólans sem lifðu árásina af hafa orðið að ötulum talsmönnum fyrir hertum lögum og reglum um byssueign.
Bandaríkin Tengdar fréttir Formaður NRA hellti úr skálum reiði sinnar vegna umræðu eftir skólaárás Sósíalistar að evrópskri fyrirmynd vilja útrýma öllu einstaklingsfrelsi í Bandaríkjunum ef marka má fullyrðingar formanns stærstu hagsmunasamtaka skotvopnaeigenda í Bandaríkjunum. 22. febrúar 2018 19:30 Hökkuðu samsæriskenningar um blekkingar nemendanna í sig Helstu spjallþáttastjórnendur í Bandaríkjunum komu eftirlifendum skotárásarinnar í skóla í Parkland í Flórída til varnar í þáttum þeirra í gær. 22. febrúar 2018 10:30 Lifði af skotárásina og þjarmaði að þingmanni í sjónvarpssal Cameron Kasky, einn þeirra nemenda Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólans sem hafa verið hvað háværastir í baráttu sinni fyrir hertri byssulöggjöf í Bandaríkjunum, gekk hart að öldungardeildarþingmanninum og Repúblikananum Mark Rubio í gær. 22. febrúar 2018 10:41 Trump leggur til að vopna kennara til að fyrirbyggja skotárásir Bandaríkjaforseti viðurkenndi að hugmyndin yrði umdeild en að ríkisstjórn hans myndi skoða hana alvarlega. 21. febrúar 2018 23:45 Höfnuðu að banna hríðskotariffla í kjölfar banvænnar skotárásar Repúblikanar á ríkisþingi Flórída felldu tillögu um að taka frumvarp um bann við hríðskotarifflum til umræðu þrátt fyrir þrýsting nemenda sem lifðu skotárásina í Parkland af. 20. febrúar 2018 23:36 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Formaður NRA hellti úr skálum reiði sinnar vegna umræðu eftir skólaárás Sósíalistar að evrópskri fyrirmynd vilja útrýma öllu einstaklingsfrelsi í Bandaríkjunum ef marka má fullyrðingar formanns stærstu hagsmunasamtaka skotvopnaeigenda í Bandaríkjunum. 22. febrúar 2018 19:30
Hökkuðu samsæriskenningar um blekkingar nemendanna í sig Helstu spjallþáttastjórnendur í Bandaríkjunum komu eftirlifendum skotárásarinnar í skóla í Parkland í Flórída til varnar í þáttum þeirra í gær. 22. febrúar 2018 10:30
Lifði af skotárásina og þjarmaði að þingmanni í sjónvarpssal Cameron Kasky, einn þeirra nemenda Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólans sem hafa verið hvað háværastir í baráttu sinni fyrir hertri byssulöggjöf í Bandaríkjunum, gekk hart að öldungardeildarþingmanninum og Repúblikananum Mark Rubio í gær. 22. febrúar 2018 10:41
Trump leggur til að vopna kennara til að fyrirbyggja skotárásir Bandaríkjaforseti viðurkenndi að hugmyndin yrði umdeild en að ríkisstjórn hans myndi skoða hana alvarlega. 21. febrúar 2018 23:45
Höfnuðu að banna hríðskotariffla í kjölfar banvænnar skotárásar Repúblikanar á ríkisþingi Flórída felldu tillögu um að taka frumvarp um bann við hríðskotarifflum til umræðu þrátt fyrir þrýsting nemenda sem lifðu skotárásina í Parkland af. 20. febrúar 2018 23:36