Tökulið Sextíu mínútna á lúxushóteli í Keflavík Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 24. febrúar 2018 16:58 Anderson Cooper, fréttamaður Sextíu mínútna, er staddur hér á landi til að taka viðtal fyrir þáttinn. Steinþór Jónsson Anderson Cooper, fréttamaður hins virta fréttaskýringarþáttar Sextíu mínútna, gisti og tók viðtal á fyrsta fimm stjörnu hóteli landsins, Diamond Suites. Þar verður Cooper ásamt tökuliði frá fréttastöðinni CBS fram á kvöld. Þetta kom fyrst fram hjá Víkurfréttum. „Þeir leituðust við að fá fallegt umhverfi og vildu vera hjá okkur til að koma þessu frá sér,“ segir Steinþór Jónsson, hótelstjóri Diamond Suites sem tók vel á móti Cooper. Cooper kom til landsins í gær og dvelur á lúxushótelinu Diamond Suites í Keflavík. Tilgangur Íslandsferðarinnar var að taka upp viðtal fyrir fréttaskýringarþáttinn Sextíu mínútur en Steinþór hótelstjóri sagðist ekki vita hvert umfjöllunarefni þáttarins sé og þá sagðist hann heldur ekki hafa þekkt viðmælandann.Á Diamond Suites hótelinu var tökulið Sextíu mínútna búið að koma sér vel fyrir eins og sjá má á myndinni.Steinþór JónssonCooper tók viðtalið sitt í hádeginu í dag en að því loknu sagðist hann vera virkilega spenntur að fara út og taka myndir af íslenskri náttúru. „Honum fannst svæðið vera gott. Manni fannst nú vera kalt í morgun en eins og maður segir, þá eru útlendingar fljótir að sjá fegurðina hjá okkur,“ segir Steinþór.En hvers konar maður er Anderson Cooper? Er hann harður í horn að taka?„Hann er virkilega geðugur. Það var gaman að tala við hann. Hann fór að gantast með að við værum svolítið líkir. Hann lét taka mynd af okkur bæði með gleraugu og án til þess að sjá hversu líkir við værum. Hann hafði frumkvæði að þessu,“ segir Steinþór.Anderson Cooper þótti hótelstjórinn svo líkur sér að hann vildi sannreyna það með að taka mynd þar þeir væru gleraugnalausir.Steinþór JónssonSteinþór segir að Cooper hafi sagt sér frá því hvernig starfinu í Sextíu mínútum sé háttað. Hann fljúgi um allan heim um helgar en síðan taki við úrvinnsla efnisins. „Það er engin pása hjá svona fólki, ekki frekar en hjá hótelstjóranum í Keflavík,“ segir Steinþór og skellir upp úr. „Það er alveg ótrúlegt hvað það er vinsælt og gengur vel,“ segir Steinþór um reksturinn. „Við finnum aukningu í hvert skipti sem kemur ný þjónusta á Íslandi sem hentar svona ferðamönnum. Þannig að framtíðin er björt hjá okkur því það er margt í bígerð í þessum í geira og ég held það verði öllum til hagsbóta, bæði litlum sveitarfélögum eins og okkar og landinu til framtíðar.“ Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Fleiri fréttir Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Sjá meira
Anderson Cooper, fréttamaður hins virta fréttaskýringarþáttar Sextíu mínútna, gisti og tók viðtal á fyrsta fimm stjörnu hóteli landsins, Diamond Suites. Þar verður Cooper ásamt tökuliði frá fréttastöðinni CBS fram á kvöld. Þetta kom fyrst fram hjá Víkurfréttum. „Þeir leituðust við að fá fallegt umhverfi og vildu vera hjá okkur til að koma þessu frá sér,“ segir Steinþór Jónsson, hótelstjóri Diamond Suites sem tók vel á móti Cooper. Cooper kom til landsins í gær og dvelur á lúxushótelinu Diamond Suites í Keflavík. Tilgangur Íslandsferðarinnar var að taka upp viðtal fyrir fréttaskýringarþáttinn Sextíu mínútur en Steinþór hótelstjóri sagðist ekki vita hvert umfjöllunarefni þáttarins sé og þá sagðist hann heldur ekki hafa þekkt viðmælandann.Á Diamond Suites hótelinu var tökulið Sextíu mínútna búið að koma sér vel fyrir eins og sjá má á myndinni.Steinþór JónssonCooper tók viðtalið sitt í hádeginu í dag en að því loknu sagðist hann vera virkilega spenntur að fara út og taka myndir af íslenskri náttúru. „Honum fannst svæðið vera gott. Manni fannst nú vera kalt í morgun en eins og maður segir, þá eru útlendingar fljótir að sjá fegurðina hjá okkur,“ segir Steinþór.En hvers konar maður er Anderson Cooper? Er hann harður í horn að taka?„Hann er virkilega geðugur. Það var gaman að tala við hann. Hann fór að gantast með að við værum svolítið líkir. Hann lét taka mynd af okkur bæði með gleraugu og án til þess að sjá hversu líkir við værum. Hann hafði frumkvæði að þessu,“ segir Steinþór.Anderson Cooper þótti hótelstjórinn svo líkur sér að hann vildi sannreyna það með að taka mynd þar þeir væru gleraugnalausir.Steinþór JónssonSteinþór segir að Cooper hafi sagt sér frá því hvernig starfinu í Sextíu mínútum sé háttað. Hann fljúgi um allan heim um helgar en síðan taki við úrvinnsla efnisins. „Það er engin pása hjá svona fólki, ekki frekar en hjá hótelstjóranum í Keflavík,“ segir Steinþór og skellir upp úr. „Það er alveg ótrúlegt hvað það er vinsælt og gengur vel,“ segir Steinþór um reksturinn. „Við finnum aukningu í hvert skipti sem kemur ný þjónusta á Íslandi sem hentar svona ferðamönnum. Þannig að framtíðin er björt hjá okkur því það er margt í bígerð í þessum í geira og ég held það verði öllum til hagsbóta, bæði litlum sveitarfélögum eins og okkar og landinu til framtíðar.“
Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Fleiri fréttir Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Sjá meira