Ólafía jafnaði besta hring mótsins │ Valdís Þóra í þriðja sæti Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 24. febrúar 2018 09:12 Íslandsmeistarinn 2017 hefur byrjað árið frábærlega mynd/let Valdís Þóra Jónsdóttir hélt áfram frábærri spilamennsku sinni í Ástralíu á þriðja hringnum á Ladies Classic Bonville mótinu í nótt. Skagakonan spilaði hringinn á pari vallarins, 72 höggum, og er samtals á fimm höggum undir pari. Hún fékk einn fugl og tvo skolla á fyrri níu holunum en seinni níu voru mjög skrautlegar þar sem hún fékk þrjá fugla og tvo skolla. Spilamennskan skilaði Valdísi í 3. - 6. sæti, en fjórir kylfingar eru jafnir á fimm höggum undir pari. Aðeins eitt högg er í hina ensku Holly Clyburn sem er í öðru sæti en Frakkinn Celine Boutier er efst á ellefu höggum undir pari og ætti að vera nokkuð örugg með sigurinn nema eitthvað stórkostlegt gerist á lokahringnum. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir átti stórkostlegan hring í nótt þar sem hún lék á fimm höggum undir pari. Hún fékk örn á sjöundu holu eftir að hafa fengið skolla á sjöttu og fugl á þeirri fjórðu. Hún fékk svo fjóra fugla á seinni níu holunum en einn skolla. Ljóst er að Íþróttamaður ársins 2017 væri að berjast á toppnum, ef ekki bara í toppsætinu, ef hún hefði ekki átt hrikalegan fyrsta hring. Hún er eins og er í 20.-23. sætinu á einu höggi yfir pari, en ef hún spilar lokahringinn eins og hringinn í dag þá gæti hún blandað sér í toppbaráttuna. Það spilaði enginn kylfingur betur en Ólafía í nótt, aðeins sú franska Boutier var á sama skori og Ólafía, 67 höggum. Clyburn náði einnig sama skori á fyrsta hringnum sínum en enginn hefur farið betri hring á öllum þremur keppnisdögum mótsins. Lokahringurinn verður spilaður næstu nótt og hefst útsending frá mótinu klukkan 02:00 á Golfstöðinni. Golf Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Valdís Þóra Jónsdóttir hélt áfram frábærri spilamennsku sinni í Ástralíu á þriðja hringnum á Ladies Classic Bonville mótinu í nótt. Skagakonan spilaði hringinn á pari vallarins, 72 höggum, og er samtals á fimm höggum undir pari. Hún fékk einn fugl og tvo skolla á fyrri níu holunum en seinni níu voru mjög skrautlegar þar sem hún fékk þrjá fugla og tvo skolla. Spilamennskan skilaði Valdísi í 3. - 6. sæti, en fjórir kylfingar eru jafnir á fimm höggum undir pari. Aðeins eitt högg er í hina ensku Holly Clyburn sem er í öðru sæti en Frakkinn Celine Boutier er efst á ellefu höggum undir pari og ætti að vera nokkuð örugg með sigurinn nema eitthvað stórkostlegt gerist á lokahringnum. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir átti stórkostlegan hring í nótt þar sem hún lék á fimm höggum undir pari. Hún fékk örn á sjöundu holu eftir að hafa fengið skolla á sjöttu og fugl á þeirri fjórðu. Hún fékk svo fjóra fugla á seinni níu holunum en einn skolla. Ljóst er að Íþróttamaður ársins 2017 væri að berjast á toppnum, ef ekki bara í toppsætinu, ef hún hefði ekki átt hrikalegan fyrsta hring. Hún er eins og er í 20.-23. sætinu á einu höggi yfir pari, en ef hún spilar lokahringinn eins og hringinn í dag þá gæti hún blandað sér í toppbaráttuna. Það spilaði enginn kylfingur betur en Ólafía í nótt, aðeins sú franska Boutier var á sama skori og Ólafía, 67 höggum. Clyburn náði einnig sama skori á fyrsta hringnum sínum en enginn hefur farið betri hring á öllum þremur keppnisdögum mótsins. Lokahringurinn verður spilaður næstu nótt og hefst útsending frá mótinu klukkan 02:00 á Golfstöðinni.
Golf Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira