Ólafía jafnaði besta hring mótsins │ Valdís Þóra í þriðja sæti Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 24. febrúar 2018 09:12 Íslandsmeistarinn 2017 hefur byrjað árið frábærlega mynd/let Valdís Þóra Jónsdóttir hélt áfram frábærri spilamennsku sinni í Ástralíu á þriðja hringnum á Ladies Classic Bonville mótinu í nótt. Skagakonan spilaði hringinn á pari vallarins, 72 höggum, og er samtals á fimm höggum undir pari. Hún fékk einn fugl og tvo skolla á fyrri níu holunum en seinni níu voru mjög skrautlegar þar sem hún fékk þrjá fugla og tvo skolla. Spilamennskan skilaði Valdísi í 3. - 6. sæti, en fjórir kylfingar eru jafnir á fimm höggum undir pari. Aðeins eitt högg er í hina ensku Holly Clyburn sem er í öðru sæti en Frakkinn Celine Boutier er efst á ellefu höggum undir pari og ætti að vera nokkuð örugg með sigurinn nema eitthvað stórkostlegt gerist á lokahringnum. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir átti stórkostlegan hring í nótt þar sem hún lék á fimm höggum undir pari. Hún fékk örn á sjöundu holu eftir að hafa fengið skolla á sjöttu og fugl á þeirri fjórðu. Hún fékk svo fjóra fugla á seinni níu holunum en einn skolla. Ljóst er að Íþróttamaður ársins 2017 væri að berjast á toppnum, ef ekki bara í toppsætinu, ef hún hefði ekki átt hrikalegan fyrsta hring. Hún er eins og er í 20.-23. sætinu á einu höggi yfir pari, en ef hún spilar lokahringinn eins og hringinn í dag þá gæti hún blandað sér í toppbaráttuna. Það spilaði enginn kylfingur betur en Ólafía í nótt, aðeins sú franska Boutier var á sama skori og Ólafía, 67 höggum. Clyburn náði einnig sama skori á fyrsta hringnum sínum en enginn hefur farið betri hring á öllum þremur keppnisdögum mótsins. Lokahringurinn verður spilaður næstu nótt og hefst útsending frá mótinu klukkan 02:00 á Golfstöðinni. Golf Mest lesið Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Enski boltinn Ætlaði ekki að slá andstæðing sinn í höfuðið með boðhlaupskeflinu Sport Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Enski boltinn Gætu fengið 25 ára fangelsisdóm vegna dauða Maradona Fótbolti Fauk í leikmenn vegna fána Fótbolti Dagskráin: Evrópukvöld á Anfield og fjögur fara áfram í Meistaradeildinni Sport Strákurinn vann þrjá bikara á einni viku Sport Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa Handbolti Ronaldo nú með fleiri mörk eftir þrítugt en fyrir þrítugt Fótbolti Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Valdís Þóra Jónsdóttir hélt áfram frábærri spilamennsku sinni í Ástralíu á þriðja hringnum á Ladies Classic Bonville mótinu í nótt. Skagakonan spilaði hringinn á pari vallarins, 72 höggum, og er samtals á fimm höggum undir pari. Hún fékk einn fugl og tvo skolla á fyrri níu holunum en seinni níu voru mjög skrautlegar þar sem hún fékk þrjá fugla og tvo skolla. Spilamennskan skilaði Valdísi í 3. - 6. sæti, en fjórir kylfingar eru jafnir á fimm höggum undir pari. Aðeins eitt högg er í hina ensku Holly Clyburn sem er í öðru sæti en Frakkinn Celine Boutier er efst á ellefu höggum undir pari og ætti að vera nokkuð örugg með sigurinn nema eitthvað stórkostlegt gerist á lokahringnum. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir átti stórkostlegan hring í nótt þar sem hún lék á fimm höggum undir pari. Hún fékk örn á sjöundu holu eftir að hafa fengið skolla á sjöttu og fugl á þeirri fjórðu. Hún fékk svo fjóra fugla á seinni níu holunum en einn skolla. Ljóst er að Íþróttamaður ársins 2017 væri að berjast á toppnum, ef ekki bara í toppsætinu, ef hún hefði ekki átt hrikalegan fyrsta hring. Hún er eins og er í 20.-23. sætinu á einu höggi yfir pari, en ef hún spilar lokahringinn eins og hringinn í dag þá gæti hún blandað sér í toppbaráttuna. Það spilaði enginn kylfingur betur en Ólafía í nótt, aðeins sú franska Boutier var á sama skori og Ólafía, 67 höggum. Clyburn náði einnig sama skori á fyrsta hringnum sínum en enginn hefur farið betri hring á öllum þremur keppnisdögum mótsins. Lokahringurinn verður spilaður næstu nótt og hefst útsending frá mótinu klukkan 02:00 á Golfstöðinni.
Golf Mest lesið Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Enski boltinn Ætlaði ekki að slá andstæðing sinn í höfuðið með boðhlaupskeflinu Sport Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Enski boltinn Gætu fengið 25 ára fangelsisdóm vegna dauða Maradona Fótbolti Fauk í leikmenn vegna fána Fótbolti Dagskráin: Evrópukvöld á Anfield og fjögur fara áfram í Meistaradeildinni Sport Strákurinn vann þrjá bikara á einni viku Sport Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa Handbolti Ronaldo nú með fleiri mörk eftir þrítugt en fyrir þrítugt Fótbolti Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira