Tónlistinni fylgja töfrar sem bæta manninn Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 24. febrúar 2018 11:00 "Það eru líka skemmtileg samtöl sem eiga sér stað í músíkinni því formið á henni er þannig að þar skiptast á sóló og samleikur,“ segir Hlíf sem hér er með öðrum fiðluleikara í Spiccato, Martin Frewer. Fréttablaðið/Stefán Tólf manna strengjasveitin Spiccato heldur tónleika í Listasafni Sigurjóns á Laugarnestanga í dag. Þeir hefjast klukkan 17.15 og andi barokks svífur þar yfir. Hlíf Sigurjónsdóttir fiðluleikari er ein tólfmenninganna og hún verður fyrir svörum þegar aflað er upplýsinga um dagskrána. „Við erum að spila verk eftir Telemann og Locatelli, Torelli og Hollendinginn Wassenau. Þeir voru uppi á tímabilinu 1680 til 1760-70. Það er sem sagt barrokktíminn og okkur langaði að spila þessa músík því hún heyrist sjaldan en er strengjavæn og vel skrifuð.“ Hvar kynntust þið henni? „Nú liggur allt á netinu, þar er hægt að fara á YouTube og heyra hvernig verk hljóma og yfirleitt er auðvelt að finna nótur þar líka. Þetta sem við erum að spila núna er óvernduð músík svo valið er innan þægindarammans, þannig séð.“ Hlíf áréttar að tónlistin sé flott. „Bæði gerir hún kröfur til flytjendanna en um leið fær maður mikið út úr henni,“ lýsir hún. „Það eru líka skemmtileg samtöl sem eiga sér stað í músíkinni því formið á henni er þannig að þar skiptast á sóló og samleikur.“ Hlíf segir æfingar sveitarinnar Spiccato lýðræðislegar. Þar skiptist fólk á skoðunum um túlkun tónverkanna og allir fái tækifæri til að koma fram sem einleikarar. „Það er svona grasrótarstemning í gangi sem er svo mikilvægt að rækta – þó við séum ekki alltaf sammála. Við þroskum okkur með þessu fyrirkomulagi því þar er höfðað til framkvæmdahvatar og ábyrgðar hjá hverju og einu og tónlistinni fylgja töfrar sem bæta manninn,“ segir hún og klykkir út með afbragðs lokaorðum. „Lífsgæði verða ekki talin í aurum en okkur líður vel í þessu samstarfi.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Robert Wilson er látinn Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Dagur er líka listunnandi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Tólf manna strengjasveitin Spiccato heldur tónleika í Listasafni Sigurjóns á Laugarnestanga í dag. Þeir hefjast klukkan 17.15 og andi barokks svífur þar yfir. Hlíf Sigurjónsdóttir fiðluleikari er ein tólfmenninganna og hún verður fyrir svörum þegar aflað er upplýsinga um dagskrána. „Við erum að spila verk eftir Telemann og Locatelli, Torelli og Hollendinginn Wassenau. Þeir voru uppi á tímabilinu 1680 til 1760-70. Það er sem sagt barrokktíminn og okkur langaði að spila þessa músík því hún heyrist sjaldan en er strengjavæn og vel skrifuð.“ Hvar kynntust þið henni? „Nú liggur allt á netinu, þar er hægt að fara á YouTube og heyra hvernig verk hljóma og yfirleitt er auðvelt að finna nótur þar líka. Þetta sem við erum að spila núna er óvernduð músík svo valið er innan þægindarammans, þannig séð.“ Hlíf áréttar að tónlistin sé flott. „Bæði gerir hún kröfur til flytjendanna en um leið fær maður mikið út úr henni,“ lýsir hún. „Það eru líka skemmtileg samtöl sem eiga sér stað í músíkinni því formið á henni er þannig að þar skiptast á sóló og samleikur.“ Hlíf segir æfingar sveitarinnar Spiccato lýðræðislegar. Þar skiptist fólk á skoðunum um túlkun tónverkanna og allir fái tækifæri til að koma fram sem einleikarar. „Það er svona grasrótarstemning í gangi sem er svo mikilvægt að rækta – þó við séum ekki alltaf sammála. Við þroskum okkur með þessu fyrirkomulagi því þar er höfðað til framkvæmdahvatar og ábyrgðar hjá hverju og einu og tónlistinni fylgja töfrar sem bæta manninn,“ segir hún og klykkir út með afbragðs lokaorðum. „Lífsgæði verða ekki talin í aurum en okkur líður vel í þessu samstarfi.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Robert Wilson er látinn Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Dagur er líka listunnandi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira