Þrjú mót í beinni á Golfstöðinni um helgina Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 23. febrúar 2018 16:00 Ólafía, Tiger og Valdís Þóra verða öll í eldlínunni um helgina. Getty Þrjú golfmót verða í beinni útsendingu á Golfstöðinni um helgina - tvö karlamót og eitt kvennamót en þar á Ísland tvo fulltrúa. Valdís Þóra Jónsdóttir og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir komust báðar í gegnum niðurskurðinn á Ladies Classic-mótinu sem fer fram í Bonville í Ástralíu. Valdís Þóra er þar í fjórða sæti eftir fyrstu tvo keppnisdagana. Bein útsending verður frá síðustu tveimur keppnisdögunum á mótinu og hefst hún klukkan 02.00 í nótt sem og aðfaranótt sunnudags. Þá er einnig keppt á bæði PGA-mótaröðinni bandarísku sem og Evrópumótaröð karla í golfi um helgina. Alex Noren frá Svíþjóð og heimamaðurinn Webb Simpson eru í forystu á PGA-mótinu Honda Classic sem fer fram á Palm Beach í Flórída. Tiger Woods er einnig á meðal keppenda en hann er rétt fyrir utan hóp 20 efstu eftir að hafa leikið á 70 höggum í nótt. Rory McIlroy er ekki á meðal 50 efstu eftir að hafa spilað á 72 höggum. Erik Van Rooyen er svo í forystu á Qatar Masters-mótinu en hann spilaði fyrstu tvo hringina á samtals sex höggum undir pari. Hér fyrir neðan má sjá dagskrá Golfstöðvarinnar um helgina.Föstudagur: 19.00 PGA: The Honda ClassicLaugardagur: 02.00 LET: Ladies Classic Bonville 09.00 Qatar Masters 18.00 PGA: The Honda ClassicSunnudagur: 02.00 LET: Ladies Classic Bonville 09.00 Qatar Masters 18.00 PGA: The Honda Classic Golf Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Þrjú golfmót verða í beinni útsendingu á Golfstöðinni um helgina - tvö karlamót og eitt kvennamót en þar á Ísland tvo fulltrúa. Valdís Þóra Jónsdóttir og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir komust báðar í gegnum niðurskurðinn á Ladies Classic-mótinu sem fer fram í Bonville í Ástralíu. Valdís Þóra er þar í fjórða sæti eftir fyrstu tvo keppnisdagana. Bein útsending verður frá síðustu tveimur keppnisdögunum á mótinu og hefst hún klukkan 02.00 í nótt sem og aðfaranótt sunnudags. Þá er einnig keppt á bæði PGA-mótaröðinni bandarísku sem og Evrópumótaröð karla í golfi um helgina. Alex Noren frá Svíþjóð og heimamaðurinn Webb Simpson eru í forystu á PGA-mótinu Honda Classic sem fer fram á Palm Beach í Flórída. Tiger Woods er einnig á meðal keppenda en hann er rétt fyrir utan hóp 20 efstu eftir að hafa leikið á 70 höggum í nótt. Rory McIlroy er ekki á meðal 50 efstu eftir að hafa spilað á 72 höggum. Erik Van Rooyen er svo í forystu á Qatar Masters-mótinu en hann spilaði fyrstu tvo hringina á samtals sex höggum undir pari. Hér fyrir neðan má sjá dagskrá Golfstöðvarinnar um helgina.Föstudagur: 19.00 PGA: The Honda ClassicLaugardagur: 02.00 LET: Ladies Classic Bonville 09.00 Qatar Masters 18.00 PGA: The Honda ClassicSunnudagur: 02.00 LET: Ladies Classic Bonville 09.00 Qatar Masters 18.00 PGA: The Honda Classic
Golf Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira