Auður Ava og Sigurður Pálsson fulltrúar Íslands Jakob Bjarnar skrifar 23. febrúar 2018 10:08 Auður og Sigurður. Til nokkurs er að vinna en verðlaunaféð eru tæpar sex milljónir króna. Tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2018 liggja fyrir en fulltrúar Íslands að þessu sinni eru þau Auður Ava Ólafsdóttir og Sigurður Pálsson. Þetta þarf ekki að koma á óvart. Sigurður Pálsson lést í september á síðasta ári eftir baráttu við krabbamein og er syrgður mjög af bókmenntaunnendum. Sigurður er eitt fremsta ljóðskáld landsins en Ljóð muna rödd var tilnefnd til hinna Íslensku bókmenntaverðlauna árið 2017, sem tekur þá til bóka sem gefnar eru út 2016. Auður Ava hlaut svo þessi sömu verðlaun fyrir skáldsögu sína Ör. Gagnrýnandi Fréttablaðsins, Magnús Guðmundsson, mátti vart vatni halda svo hrifinn var hann af bókinni og gaf henni fullt hús – fimm stjörnur: „Heildstæð, sterk og mannleg skáldsaga sem á brýnt erindi inn í nútíma samfélag,“ segir í niðurstöðu bókadóms hans.Í viðtali við Fréttablaðið, meðal annars í tilefni af útkomu bókar hans sem nú er tilnefnd, sagði Sigurður: „Náttúran er þar með undirliggjandi sem heild. Eldur, jörð, loft og vatn. Í strúktúrnum eru þessi frum-element og síðan er það einhver líkamlegasti hlutur sem til er: Röddin. Röddin er mjög ljóðræn og þú veist og finnur hvað hún er þegar þú heyrir Amy Winehouse eða Edith Piaf syngja. Það er eitthvað sem er gjörsamlega óskiljanlegt, þessi styrkur og fegurð sem röddin getur haft. Hún er gjörvallur tilfinningaskalinn. Kjarni líkamans og samt er hún einhvern veginn bara í loftinu. Hún er ljóð líkamans. Í þessari bók er því tilfinning fyrir rödd sem er vitnisburður um líf.“ Aðrir tilnefndir eru Caroline Albertine Minor og Vita Andersen af hálfu Dana, Susanne Ringell og Olli-Pekka Tennilä fyrir Finnland, Jóanes Nielsen fyrir Færeyjar, Magnus Larsen fyrir Grænland, Roskva Koritzinsky og Carl Frode eru sænsku höfundarnir sem tilnefndir eru, Gunnar D Hansson og Agneta Pleijel eru fulltrúar Noregs og að endingu Carina Karlsson fyrir Álandseyjar. Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs hafa verið veitt frá árinu 1962 og er til nokkurs að vinna fyrir utan heiðurinn. Verðlaunaféð er 350 þúsund krónur danskar sem slagar hátt upp í 6 milljónir íslenskra króna. Mest lesið Versti óttinn að raungerast Lífið „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Lífið Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Lífið Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Tónlist Fleiri fréttir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2018 liggja fyrir en fulltrúar Íslands að þessu sinni eru þau Auður Ava Ólafsdóttir og Sigurður Pálsson. Þetta þarf ekki að koma á óvart. Sigurður Pálsson lést í september á síðasta ári eftir baráttu við krabbamein og er syrgður mjög af bókmenntaunnendum. Sigurður er eitt fremsta ljóðskáld landsins en Ljóð muna rödd var tilnefnd til hinna Íslensku bókmenntaverðlauna árið 2017, sem tekur þá til bóka sem gefnar eru út 2016. Auður Ava hlaut svo þessi sömu verðlaun fyrir skáldsögu sína Ör. Gagnrýnandi Fréttablaðsins, Magnús Guðmundsson, mátti vart vatni halda svo hrifinn var hann af bókinni og gaf henni fullt hús – fimm stjörnur: „Heildstæð, sterk og mannleg skáldsaga sem á brýnt erindi inn í nútíma samfélag,“ segir í niðurstöðu bókadóms hans.Í viðtali við Fréttablaðið, meðal annars í tilefni af útkomu bókar hans sem nú er tilnefnd, sagði Sigurður: „Náttúran er þar með undirliggjandi sem heild. Eldur, jörð, loft og vatn. Í strúktúrnum eru þessi frum-element og síðan er það einhver líkamlegasti hlutur sem til er: Röddin. Röddin er mjög ljóðræn og þú veist og finnur hvað hún er þegar þú heyrir Amy Winehouse eða Edith Piaf syngja. Það er eitthvað sem er gjörsamlega óskiljanlegt, þessi styrkur og fegurð sem röddin getur haft. Hún er gjörvallur tilfinningaskalinn. Kjarni líkamans og samt er hún einhvern veginn bara í loftinu. Hún er ljóð líkamans. Í þessari bók er því tilfinning fyrir rödd sem er vitnisburður um líf.“ Aðrir tilnefndir eru Caroline Albertine Minor og Vita Andersen af hálfu Dana, Susanne Ringell og Olli-Pekka Tennilä fyrir Finnland, Jóanes Nielsen fyrir Færeyjar, Magnus Larsen fyrir Grænland, Roskva Koritzinsky og Carl Frode eru sænsku höfundarnir sem tilnefndir eru, Gunnar D Hansson og Agneta Pleijel eru fulltrúar Noregs og að endingu Carina Karlsson fyrir Álandseyjar. Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs hafa verið veitt frá árinu 1962 og er til nokkurs að vinna fyrir utan heiðurinn. Verðlaunaféð er 350 þúsund krónur danskar sem slagar hátt upp í 6 milljónir íslenskra króna.
Mest lesið Versti óttinn að raungerast Lífið „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Lífið Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Lífið Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Tónlist Fleiri fréttir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira