Fötlunaraktívisti ætlar í formann framkvæmdastjórnar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. febrúar 2018 09:41 Inga Björk er 25 ára gamall Borgnesingur. Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir, fyrrum varaþingmaður Samfylkingarinnar og fötlunaraktívisti, gefur kost á sér í embætti formanns framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ingu Björk. Þar segir að Inga Björk sé 25 ára gömul, Borgnesingur og sjálfstætt starfandi sýningarstjóri. Hún hafi verið virk innan Samfylkingarinnar um langt skeið, átt sæti í framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar frá árinu 2015, varaformaður og gjaldkeri Ungra jafnaðarmanna, formaður Samfylkingarfélags Borgarbyggðar og hafi verið 1. varaþingmaður Norðvesturkjördæmis 2016–2017. „Ég vil leggja alla krafta mína til svo flokkurinn geti haldið áfram að stækka og verið burðarflokkur í íslenskum stjórnmálum. Í framkvæmdastjórn hef ég lagt áherslu á femínísk gildi og vil að flokkurinn stundi virkra sjálfsskoðun þegar kemur að karllægum viðhorfum og starfsháttum. Samfylkingin á að vera flokkur þar sem stjórnmálakonur fá tækifæri og stuðning en staðreyndin er sú að þær starfa styttra en karlar, bæði á þingi og á sveitarstjórnarstigi. Flokkurinn þarf að halda áfram baráttunni gegn kynbundu ofbeldi og þeirri þöggun sem viðgengist hefur innan íslenskra stjórnmála. Ég er stolt af því hvernig tekið hefur verið á málum síðustu misseri í innra starfi flokksins en aldrei má sofna á verðinum. Þá þarf að tryggja að jaðarsettir hópar, svo sem fólk af erlendum uppruna, fólk með fatlanir, hinsegin og kynsegin fólk upplifi sig öruggt og að á þau sé hlustað innan flokksins,“ segir Inga Björk. „Nú þegar flokkurinn hefur styrkt stöðu sína verður að leggja aukna áherslu á að styðja við og efla svæðisfélögin, en Samfylkingin á glæsilega fulltrúa í sveitarstjórnum vítt og breitt um landið. Ungir jafnaðarmenn eru burðarstólpi í starfi Samfylkingarinnar. Tryggja þarf ungu fólki rödd í starfi flokksins og sæti á listum í sveitastjórnar- og Alþingiskosningum.“ Inga Björk segir lágt fylgi meðal ungs fólks vera vandamál sem tækla þurfi á markvissan hátt með sterkum málflutningi kjörinna fulltrúa um hagsmuni ungs fólks og virku starfi Ungra jafnaðarmanna. „Ég hef lagt stóran hluta tíma míns í Samfylkinguna á síðustu árum og er tilbúin til að gera það áfram. Ég óska því eftir stuðningi ykkar á landsfundi dagana 2. –3. mars á Hotel Natura í Reykjavík í embætti formanns framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar.“ Stj.mál Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent Fleiri fréttir Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Sjá meira
Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir, fyrrum varaþingmaður Samfylkingarinnar og fötlunaraktívisti, gefur kost á sér í embætti formanns framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ingu Björk. Þar segir að Inga Björk sé 25 ára gömul, Borgnesingur og sjálfstætt starfandi sýningarstjóri. Hún hafi verið virk innan Samfylkingarinnar um langt skeið, átt sæti í framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar frá árinu 2015, varaformaður og gjaldkeri Ungra jafnaðarmanna, formaður Samfylkingarfélags Borgarbyggðar og hafi verið 1. varaþingmaður Norðvesturkjördæmis 2016–2017. „Ég vil leggja alla krafta mína til svo flokkurinn geti haldið áfram að stækka og verið burðarflokkur í íslenskum stjórnmálum. Í framkvæmdastjórn hef ég lagt áherslu á femínísk gildi og vil að flokkurinn stundi virkra sjálfsskoðun þegar kemur að karllægum viðhorfum og starfsháttum. Samfylkingin á að vera flokkur þar sem stjórnmálakonur fá tækifæri og stuðning en staðreyndin er sú að þær starfa styttra en karlar, bæði á þingi og á sveitarstjórnarstigi. Flokkurinn þarf að halda áfram baráttunni gegn kynbundu ofbeldi og þeirri þöggun sem viðgengist hefur innan íslenskra stjórnmála. Ég er stolt af því hvernig tekið hefur verið á málum síðustu misseri í innra starfi flokksins en aldrei má sofna á verðinum. Þá þarf að tryggja að jaðarsettir hópar, svo sem fólk af erlendum uppruna, fólk með fatlanir, hinsegin og kynsegin fólk upplifi sig öruggt og að á þau sé hlustað innan flokksins,“ segir Inga Björk. „Nú þegar flokkurinn hefur styrkt stöðu sína verður að leggja aukna áherslu á að styðja við og efla svæðisfélögin, en Samfylkingin á glæsilega fulltrúa í sveitarstjórnum vítt og breitt um landið. Ungir jafnaðarmenn eru burðarstólpi í starfi Samfylkingarinnar. Tryggja þarf ungu fólki rödd í starfi flokksins og sæti á listum í sveitastjórnar- og Alþingiskosningum.“ Inga Björk segir lágt fylgi meðal ungs fólks vera vandamál sem tækla þurfi á markvissan hátt með sterkum málflutningi kjörinna fulltrúa um hagsmuni ungs fólks og virku starfi Ungra jafnaðarmanna. „Ég hef lagt stóran hluta tíma míns í Samfylkinguna á síðustu árum og er tilbúin til að gera það áfram. Ég óska því eftir stuðningi ykkar á landsfundi dagana 2. –3. mars á Hotel Natura í Reykjavík í embætti formanns framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar.“
Stj.mál Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent Fleiri fréttir Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Sjá meira