Valdís Þóra: Ég ætla njóta þess að spila um helgina Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 23. febrúar 2018 09:17 Valdís Þóra Jónsdóttir. Vísir Valdís Þóra Jónsdóttir segist ánægð með spilamennsku sína eftir fyrstu tvo keppnisdagana á Bonville-mótinu í Ástralíu en það er hluti af Evrópumótaröðinni í golfi. Valdís Þóra er í fjórða sæti mótsins og er þremur höggum á eftir Holly Clyburn frá Englandi sem er efst og með tveggja högga forystu á toppnum. „Ég er bara mjög ánægð. Ég sló ágætlega í dag - ekki jafn vel og í gær en ég er mjög ánægð með að hafa fylgt eftir hring undir pari með öðrum eins,“ sagði hún. „Ég lenti ekki í neinum vandræðum í dag og þó svo að ég hafi ekki komið mér í jafn mörg fuglafæri og í gær þá púttaði ég ágætlega. Ég er því ánægð,“ sagði Valdís en það var vott á vellinum í dag og aðstæður því aðeins meira krefjandi. „Ég fann að ég átti erfitt með að velja rétta kylfu og var að slá styttra en í gær.“ Hún segist spennt fyrir helginni og ætlar að einbeita sér að sjálfri sér. „Ég ætla að njóta þess að spila og gera mitt besta. Ég vil halda áfram að spila minn leik og koma mér í fuglafæri. Ég ætla bara að hafa gaman.“ Golf Tengdar fréttir Valdís enn í toppbaráttunni | Ólafía komst í gegnum niðurskurðinn Skagakonan Valdís Þóra Jónsdóttir gaf ekkert eftir á Ladies Classic Bonville mótinu í Ástralíu í nótt og er í fjórða sæti mótsins. 23. febrúar 2018 07:06 Mest lesið Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Valdís Þóra Jónsdóttir segist ánægð með spilamennsku sína eftir fyrstu tvo keppnisdagana á Bonville-mótinu í Ástralíu en það er hluti af Evrópumótaröðinni í golfi. Valdís Þóra er í fjórða sæti mótsins og er þremur höggum á eftir Holly Clyburn frá Englandi sem er efst og með tveggja högga forystu á toppnum. „Ég er bara mjög ánægð. Ég sló ágætlega í dag - ekki jafn vel og í gær en ég er mjög ánægð með að hafa fylgt eftir hring undir pari með öðrum eins,“ sagði hún. „Ég lenti ekki í neinum vandræðum í dag og þó svo að ég hafi ekki komið mér í jafn mörg fuglafæri og í gær þá púttaði ég ágætlega. Ég er því ánægð,“ sagði Valdís en það var vott á vellinum í dag og aðstæður því aðeins meira krefjandi. „Ég fann að ég átti erfitt með að velja rétta kylfu og var að slá styttra en í gær.“ Hún segist spennt fyrir helginni og ætlar að einbeita sér að sjálfri sér. „Ég ætla að njóta þess að spila og gera mitt besta. Ég vil halda áfram að spila minn leik og koma mér í fuglafæri. Ég ætla bara að hafa gaman.“
Golf Tengdar fréttir Valdís enn í toppbaráttunni | Ólafía komst í gegnum niðurskurðinn Skagakonan Valdís Þóra Jónsdóttir gaf ekkert eftir á Ladies Classic Bonville mótinu í Ástralíu í nótt og er í fjórða sæti mótsins. 23. febrúar 2018 07:06 Mest lesið Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Valdís enn í toppbaráttunni | Ólafía komst í gegnum niðurskurðinn Skagakonan Valdís Þóra Jónsdóttir gaf ekkert eftir á Ladies Classic Bonville mótinu í Ástralíu í nótt og er í fjórða sæti mótsins. 23. febrúar 2018 07:06