Brotthvarfið svakalegt Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 23. febrúar 2018 06:00 Menntamálaráðherra vill auka sálfræðiþjónustu í skólum. Vísir/ernir Niðurstöður skýrslu Menntamálastofnunar um brotthvarf úr framhaldsskólum gefur tilefni til að styrkja sálfræðiþjónustu í framhaldsskólum. Þetta segir Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra. 141 nemandi hætti námi í framhaldsskóla á haustönn vegna andlegra veikinda en í heildina hættu ríflega 750. „Það er mín skoðun að við þurfum að styrkja alla umgjörð í kringum skólakerfið á Íslandi,“ segir Lilja og bendir á að brotthvarf hér sé meira en á hinum Norðurlöndunum. Nú sé skýrsla stofnunarinnar komin og í kjölfarið sé hægt að nýta hana til að fara í aðgerðir til að sporna við brotthvarfi. Lilja segir að þær Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra séu nú að vinna í málinu. „Við höfum nú þegar fundað um hvernig sé hægt að auka sálfræðiþjónustu og gera hana aðgengilegri og erum búin að setja fólk í ráðuneytunum í vinnu til að móta þetta með okkur,“ segir Lilja. Þá segist hún jafnframt hafa fundað mikið um málið með stúdentahreyfingunni á háskólastigi. Þar sé sama vandamál til staðar. „Þetta er auðvitað samtvinnað, framhaldsskólastigið og háskólastigið.“Óskað eftir fjármagni Í skýrslunni kemur fram að átta skólar hafi fengið styrki til að auka aðgengi að sálfræðiþjónustu árið 2016 „en samkvæmt skráningu á ástæðum brotthvarfs eru andleg veikindi ein helsta ástæða þess að nemendur hafa hætt í námi í umræddum skólum áður en til lokaprófa kom“. Skólarnir óskuðu ýmist eftir fjármagni til að ráða sálfræðing eða til að kaupa þjónustu af einkaaðilum. Samkvæmt skýrslunni réðu tveir skólar sálfræðing í hálft starf, Menntaskólinn við Hamrahlíð og Fjölbrautaskóli Suðurnesja. Heildarmat á útkomunni í FS liggur ekki fyrir en í skýrslunni segir að þar sé mælanlegur jákvæður árangur. „Færri sem hætta vegna andlegra veikinda,“ segir um árangurinn í MH. Þá segir einnig í umsögnum um árangur þeirra skóla sem bjóða upp á sálfræðiaðstoð í einhverri mynd að árangurinn sé almennt góður. Davíð Snær Jónsson, formaður Sambands íslenskra framhaldsskólanema (SÍF), segir tölurnar uggvænlegar. SÍF hefur undanfarið staðið að herferð á samfélagsmiðlum í þeim tilgangi að þrýsta á stjórnvöld að bjóða upp á gjaldfrjálsa sálfræðiþjónustu í framhaldsskólum. „Við teljum að andlegi þátturinn í þessu sé gríðarlega stór,“ segir Davíð og bætir því við að nemendur í MH séu til að mynda mjög ánægðir með hvernig staðið sé að sálfræðiþjónustu þar. „Sálfræðingurinn er meðal annars með prófkvíðanámskeið þannig að hann er ekki bara að hitta einstaklinga heldur er hann líka að hitta hópinn og tala opinskátt um þessi mál.“ Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Fleiri fréttir Börn og unglingar eru 9 klukkutíma á dag í símanum Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Sjá meira
Niðurstöður skýrslu Menntamálastofnunar um brotthvarf úr framhaldsskólum gefur tilefni til að styrkja sálfræðiþjónustu í framhaldsskólum. Þetta segir Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra. 141 nemandi hætti námi í framhaldsskóla á haustönn vegna andlegra veikinda en í heildina hættu ríflega 750. „Það er mín skoðun að við þurfum að styrkja alla umgjörð í kringum skólakerfið á Íslandi,“ segir Lilja og bendir á að brotthvarf hér sé meira en á hinum Norðurlöndunum. Nú sé skýrsla stofnunarinnar komin og í kjölfarið sé hægt að nýta hana til að fara í aðgerðir til að sporna við brotthvarfi. Lilja segir að þær Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra séu nú að vinna í málinu. „Við höfum nú þegar fundað um hvernig sé hægt að auka sálfræðiþjónustu og gera hana aðgengilegri og erum búin að setja fólk í ráðuneytunum í vinnu til að móta þetta með okkur,“ segir Lilja. Þá segist hún jafnframt hafa fundað mikið um málið með stúdentahreyfingunni á háskólastigi. Þar sé sama vandamál til staðar. „Þetta er auðvitað samtvinnað, framhaldsskólastigið og háskólastigið.“Óskað eftir fjármagni Í skýrslunni kemur fram að átta skólar hafi fengið styrki til að auka aðgengi að sálfræðiþjónustu árið 2016 „en samkvæmt skráningu á ástæðum brotthvarfs eru andleg veikindi ein helsta ástæða þess að nemendur hafa hætt í námi í umræddum skólum áður en til lokaprófa kom“. Skólarnir óskuðu ýmist eftir fjármagni til að ráða sálfræðing eða til að kaupa þjónustu af einkaaðilum. Samkvæmt skýrslunni réðu tveir skólar sálfræðing í hálft starf, Menntaskólinn við Hamrahlíð og Fjölbrautaskóli Suðurnesja. Heildarmat á útkomunni í FS liggur ekki fyrir en í skýrslunni segir að þar sé mælanlegur jákvæður árangur. „Færri sem hætta vegna andlegra veikinda,“ segir um árangurinn í MH. Þá segir einnig í umsögnum um árangur þeirra skóla sem bjóða upp á sálfræðiaðstoð í einhverri mynd að árangurinn sé almennt góður. Davíð Snær Jónsson, formaður Sambands íslenskra framhaldsskólanema (SÍF), segir tölurnar uggvænlegar. SÍF hefur undanfarið staðið að herferð á samfélagsmiðlum í þeim tilgangi að þrýsta á stjórnvöld að bjóða upp á gjaldfrjálsa sálfræðiþjónustu í framhaldsskólum. „Við teljum að andlegi þátturinn í þessu sé gríðarlega stór,“ segir Davíð og bætir því við að nemendur í MH séu til að mynda mjög ánægðir með hvernig staðið sé að sálfræðiþjónustu þar. „Sálfræðingurinn er meðal annars með prófkvíðanámskeið þannig að hann er ekki bara að hitta einstaklinga heldur er hann líka að hitta hópinn og tala opinskátt um þessi mál.“
Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Fleiri fréttir Börn og unglingar eru 9 klukkutíma á dag í símanum Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Sjá meira