Ríkisstjóri handtekinn, grunaður um hótun með nektarmynd Kjartan Kjartansson skrifar 22. febrúar 2018 23:30 Eric Greitens var kjörinn ríkisstjóri Missouri árið 2016. Brotið sem hann er sakður um átti sér stað árið 2015. Vísir/AFP Eric Greitens, ríkisstjóri Missouri í Bandaríkjunum, var ákærður fyrir glæpsamlegt brot gegn friðhelgi einkalífs og handtekinn í dag. Málið er sagt tengjast framhjáhaldi hans árið 2015. Hann er sakaður um að hafa hótað hjákonunni að birta nektarmynd sem hann tók af henni ef hún talaði einhvern tímann um samband þeirra opinberlega. Dagblaðið Kansas City Star segir að ákærudómstóll í St. Louis hafi gefið út ákæru á hendur ríkisstjóranum. Skömmu eftir að fréttir af ákærunni spurðust út sáust lögreglumenn leiða Greitens niður gang í dómshúsi í borginni. Yfirvöld hafa staðfest að Greitens hafi verið hnepptur í varðhald. Rannsókn á framferði ríkisstjórans hófst eftir að ásakanir sem vörðuðu framhjáhald hans voru gerðar opinberar í síðasta mánuði. Í ákærunni er Greitens sakaður um að hafa vísvitandi myndað konuna nakta án vitundar hennar og síðan sent myndina þannig að hún „varð aðgengileg í gegnum tölvu“. New York Times segir að það hafi verið sú staðreynd að Greitens kom myndinni á tölvutækt form sem gerði brot hans að stórglæpsamlegt frekar en að minniháttar broti. Fyrrverandi eiginmaður kom málinu í fjölmiðla í óþökk konunnar Greitens á að hafa tekið myndina þegar hjákonan var með bundið fyrir augun og hendur hennar voru sömuleiðis bundnar. Hann hafi síðan notað myndina til að hóta konunni. Það var fyrrverandi eiginmaður konunnar sem steig fyrst fram með ásakanirnar en hún hefur sjálf ítrekað hafnað því að tjá sig um málið. Fyrrverandi eiginmaðurinn tók upp játningu hennar án vitneskju hennar og birti hana opinberlega í óþökk hennar. Fram að þessu hefur Greitens, sem er repúblikani sem bauð sig meðal annars fram sem fulltrúi fjölskyldugilda, harðneitað að segja af sér. Hann hefur þó viðurkennt framhjáhaldið. Ákæran nú gæti leitt til þess að ríkisþingmenn ákæri hann og boli honum þannig úr embætti. Bandaríkin MeToo Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Sjá meira
Eric Greitens, ríkisstjóri Missouri í Bandaríkjunum, var ákærður fyrir glæpsamlegt brot gegn friðhelgi einkalífs og handtekinn í dag. Málið er sagt tengjast framhjáhaldi hans árið 2015. Hann er sakaður um að hafa hótað hjákonunni að birta nektarmynd sem hann tók af henni ef hún talaði einhvern tímann um samband þeirra opinberlega. Dagblaðið Kansas City Star segir að ákærudómstóll í St. Louis hafi gefið út ákæru á hendur ríkisstjóranum. Skömmu eftir að fréttir af ákærunni spurðust út sáust lögreglumenn leiða Greitens niður gang í dómshúsi í borginni. Yfirvöld hafa staðfest að Greitens hafi verið hnepptur í varðhald. Rannsókn á framferði ríkisstjórans hófst eftir að ásakanir sem vörðuðu framhjáhald hans voru gerðar opinberar í síðasta mánuði. Í ákærunni er Greitens sakaður um að hafa vísvitandi myndað konuna nakta án vitundar hennar og síðan sent myndina þannig að hún „varð aðgengileg í gegnum tölvu“. New York Times segir að það hafi verið sú staðreynd að Greitens kom myndinni á tölvutækt form sem gerði brot hans að stórglæpsamlegt frekar en að minniháttar broti. Fyrrverandi eiginmaður kom málinu í fjölmiðla í óþökk konunnar Greitens á að hafa tekið myndina þegar hjákonan var með bundið fyrir augun og hendur hennar voru sömuleiðis bundnar. Hann hafi síðan notað myndina til að hóta konunni. Það var fyrrverandi eiginmaður konunnar sem steig fyrst fram með ásakanirnar en hún hefur sjálf ítrekað hafnað því að tjá sig um málið. Fyrrverandi eiginmaðurinn tók upp játningu hennar án vitneskju hennar og birti hana opinberlega í óþökk hennar. Fram að þessu hefur Greitens, sem er repúblikani sem bauð sig meðal annars fram sem fulltrúi fjölskyldugilda, harðneitað að segja af sér. Hann hefur þó viðurkennt framhjáhaldið. Ákæran nú gæti leitt til þess að ríkisþingmenn ákæri hann og boli honum þannig úr embætti.
Bandaríkin MeToo Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Sjá meira