Kjarasamningar hundrað þúsund manns gætu runnið út eftir viku Heimir Már Pétursson skrifar 21. febrúar 2018 19:15 Forsendur kjarasamninga um hundrað þúsund karla og kvenna eru brostnar að mati Alþýðusambandsins og að óbreyttu kann þeim að verða sagt upp eftir viku. Forsendunefnd sambandsins og Samtaka atvinnulífsins er þó enn að störfum næstu vikuna þar til formenn aðildarfélaga ASÍ koma saman og ákveða hvort samningum verði sagt upp. Fyrir ári var hægt að virkja uppsagnarákvæði kjarasamninga á almennum markaði en þá voru bæði Samtök atvinnulífsins og Alþýðusambandsins sammála um að forsendur samninga væri brostnar. Þá náðist hins vegar samkomulag um tilteknar breytingar á samningum og ákveðið var bíða með möglega uppsögn samninga þar til uppsagnarákvæði yrði virkt á ný um næstu mánaðamót. Eftir miðstjórnarfund í dag segir í ályktun að þá sé mat ASÍ, að óbreyttu, að forsendur um að launastefna kjarasamninganna hafi verið stefnumarkandi hafi ekki gengið eftir. Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ segir að því sé heimild til uppsagnar þeirra fyrir lok febrúar enn í gildi. „Við erum að boða formannafund í næstu viku vegna þess að við viljum ráða ráðum með okkar félögum. Handhafar þessa kjarasamnings eru formenn aðildarfélaga Alþýðusambandsins. Við vildum þá koma því á framfæri að það er mat okkar, Alþýðusambandsins, að það sé forsendubrestur og þess vegna sé einhver vá fyrir dyrum,“ segir Gylfi. Það má því segja að Samtök atvinnulífsins og stjórnvöld hafi sjö daga til að ná saman um hvernig taka eigi á málum með Alþýðusambandinu, ella losna samningar um hundrað þúsund karla og kvenna í aðildarfélögum ASÍ klukkan fjögur á miðvikudag í næstu viku.Hvað gerast þeir hlutir hratt, hvenær yrðu samningar þá formlega lausir? „Í þessari lotu yrðu þeir þá lausir daginn eftir. Launahækkun sem ætti að koma 1. maí kæmi þá ekki. En samningar væru þá lausir til viðbragða. Þá hafa okkar aðildarfélög samningsrétt til að krefjast nýrra kjarasamninga og hefja nýja lotu,“ segir forseti ASÍ. Það sé hins vegar ekki tímabært að ræða hvort uppsögn samninga leiði síðan til aðgerða að hálfu verkalýðsfélaganna. Fyrst þurfi að fjalla um framtíð gildandi samnings. „Afstaða til þess verður þá tekinn á miðvikudaginn í næstu viku. Meðal annars á grundvelli þá hugsanlegra viðbragða hvort sem er atvinnurekenda eða hugsanlega stjórnvalda. Til þess höfum við þá næstu viku til að ráða ráðum okkar og eiga þá samtöl við þessa aðila,“ segir Gylfi. Hins vegar sé fastar þrýst á það nú en fyrir ári að segja samningunum upp. Ég held að það fari ekki framhjá neinum að það sé meira ósætti og ólga innan okkar hreyfingar um þennan kjarasamning og stöðuna en var þá. Það þarf ekki endilega að fela í sér að menn vilji segja samningunum upp. Það þarf bara að koma í ljós, meðal annars á grundvelli þess hvað menn eru tilbúnir að gera,“ segir Gylfi Arnbjörnsson. Kjaramál Tengdar fréttir ASÍ segir forsendur kjarasamninga brostnar Þetta kemur fram í tilkynningu frá sambandi en þar segir að samkvæmt ákvæði í samningunum koma þeir til endurskoðunar fyrir lok þessa mánaðar. 21. febrúar 2018 14:16 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Sjá meira
Forsendur kjarasamninga um hundrað þúsund karla og kvenna eru brostnar að mati Alþýðusambandsins og að óbreyttu kann þeim að verða sagt upp eftir viku. Forsendunefnd sambandsins og Samtaka atvinnulífsins er þó enn að störfum næstu vikuna þar til formenn aðildarfélaga ASÍ koma saman og ákveða hvort samningum verði sagt upp. Fyrir ári var hægt að virkja uppsagnarákvæði kjarasamninga á almennum markaði en þá voru bæði Samtök atvinnulífsins og Alþýðusambandsins sammála um að forsendur samninga væri brostnar. Þá náðist hins vegar samkomulag um tilteknar breytingar á samningum og ákveðið var bíða með möglega uppsögn samninga þar til uppsagnarákvæði yrði virkt á ný um næstu mánaðamót. Eftir miðstjórnarfund í dag segir í ályktun að þá sé mat ASÍ, að óbreyttu, að forsendur um að launastefna kjarasamninganna hafi verið stefnumarkandi hafi ekki gengið eftir. Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ segir að því sé heimild til uppsagnar þeirra fyrir lok febrúar enn í gildi. „Við erum að boða formannafund í næstu viku vegna þess að við viljum ráða ráðum með okkar félögum. Handhafar þessa kjarasamnings eru formenn aðildarfélaga Alþýðusambandsins. Við vildum þá koma því á framfæri að það er mat okkar, Alþýðusambandsins, að það sé forsendubrestur og þess vegna sé einhver vá fyrir dyrum,“ segir Gylfi. Það má því segja að Samtök atvinnulífsins og stjórnvöld hafi sjö daga til að ná saman um hvernig taka eigi á málum með Alþýðusambandinu, ella losna samningar um hundrað þúsund karla og kvenna í aðildarfélögum ASÍ klukkan fjögur á miðvikudag í næstu viku.Hvað gerast þeir hlutir hratt, hvenær yrðu samningar þá formlega lausir? „Í þessari lotu yrðu þeir þá lausir daginn eftir. Launahækkun sem ætti að koma 1. maí kæmi þá ekki. En samningar væru þá lausir til viðbragða. Þá hafa okkar aðildarfélög samningsrétt til að krefjast nýrra kjarasamninga og hefja nýja lotu,“ segir forseti ASÍ. Það sé hins vegar ekki tímabært að ræða hvort uppsögn samninga leiði síðan til aðgerða að hálfu verkalýðsfélaganna. Fyrst þurfi að fjalla um framtíð gildandi samnings. „Afstaða til þess verður þá tekinn á miðvikudaginn í næstu viku. Meðal annars á grundvelli þá hugsanlegra viðbragða hvort sem er atvinnurekenda eða hugsanlega stjórnvalda. Til þess höfum við þá næstu viku til að ráða ráðum okkar og eiga þá samtöl við þessa aðila,“ segir Gylfi. Hins vegar sé fastar þrýst á það nú en fyrir ári að segja samningunum upp. Ég held að það fari ekki framhjá neinum að það sé meira ósætti og ólga innan okkar hreyfingar um þennan kjarasamning og stöðuna en var þá. Það þarf ekki endilega að fela í sér að menn vilji segja samningunum upp. Það þarf bara að koma í ljós, meðal annars á grundvelli þess hvað menn eru tilbúnir að gera,“ segir Gylfi Arnbjörnsson.
Kjaramál Tengdar fréttir ASÍ segir forsendur kjarasamninga brostnar Þetta kemur fram í tilkynningu frá sambandi en þar segir að samkvæmt ákvæði í samningunum koma þeir til endurskoðunar fyrir lok þessa mánaðar. 21. febrúar 2018 14:16 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Sjá meira
ASÍ segir forsendur kjarasamninga brostnar Þetta kemur fram í tilkynningu frá sambandi en þar segir að samkvæmt ákvæði í samningunum koma þeir til endurskoðunar fyrir lok þessa mánaðar. 21. febrúar 2018 14:16