SA leggst gegn fækkun dagvinnustunda og segir byrjað á öfugum enda Heimir Már Pétursson skrifar 21. febrúar 2018 12:56 Halldór Benjamín Þorbergsson, formaður Samtaka atvinnulífsins. Vísir/Anton Í dag verður mælt fyrir frumvarpi þingmanna Pírata um að vinnuvikan verði stytt í 35 stundir eða um klukkustund á dag. Í greinargerð segir að í nokkrum öðrum Evrópulöndum hafi vinnuvikan verið stytt og þar sé framleiðni engu að síður meiri en hjá íslenskum fyrirtækjum. Björn Leví Gunnarsson er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins en aðrir þingmenn Pírata eru meðflutningsmenn. Frumvarpið hefur í tvígang verið lagt fram áður á þingi en ekki náð fram að ganga. Samkvæmt frumvarpinu yrði dagvinnustundum fækkað úr átta í sjö þannig að vinnuvikan í dagvinnu yrði 35 stundir í stað fjörutíu. Í greinargerð kemur fram að í tölum OECD sé Ísland í 25. sæti með 1.883 vinnustundir á móti 1.363 vinnustundum í Þýskalandi þar sem vinnutíminn mælist stystur og 1.410 í Danmörku sem er með næststystan vinnutíma.Segir ekki rétt að vinnustundir séu mun fleiri á Íslandi Félag atvinnurekenda, Viðskiptaráð og Samtök atvinnulífsins hafa mælt gegn lagasetningunni í fyrri umsögnum sínum þegar sams konar frumvörp hafa verið lögð fram. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að með frumvarpinu sé verið að byrja á öfugum enda hvað vinnutíma varði.Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.vísir/ernir„Við höfum kannski fyrst og fremst talað fyrir því að það sé nærtækara að byrja á hinum endanum. Það er að segja draga úr yfirvinnu áður en við förum að stytta dagvinnuna. Það er nú þannig að ef við berum okkur saman við önnur lönd þá eru yfirvinnugreiðslur og yfirvinna mjög stór hluti af íslenskum vinnumarkaði. Rétt um 15 prósent af heildarlaunagreiðslum. En til samanburðar er þetta um 1% á Norðurlöndum og og enn minna víða í Evrópu,“ segir Halldór Benjamín. Það sé ekki rétt að vinnustundir á Íslandi séu mun fleiri en í flestum samanburðarríkjum á Norðurlöndum og í Evrópu. „Virkar vinnustundir á Íslandi eru samkvæmt flestum kjarasamningum þrjátíu og sjö stundir. Í sumum kjarasamningum rétt um 36 stundir á viku en ekki 40 stundir. Ef þú tekur dagvinnustundir í Evrópu er Ísland sem næst stystu vinnuvikuna. Aðeins Frakkar eru með styttri vinnuviku,“ segir framkvæmdastjóri SA. En í þessum tölum Halldórs er tekið tillit til matar- og kaffihlés. Í Frakklandi er vinnuvikan hins vegar 35 stundir. Í greinargerð með frumvarpinu eru færðar líkur að því að með styttri vinnuviku megi auka framleiðni fyrirtækja sem er með lægsta móti á Íslandi miðað við önnur þróuð ríki. Halldór Benjamín segir framleiðni aukast hægum skrefum yfir langan tíma þegar tugþúsundir manna finni betri leiðir til að sinna starfi sínu vegna aukinnar reynslu og tækniframfara. „Ef lífið væri svo einfalt að við gætum aukið framleiðni með því einu að stytta alltaf vinnutímann þá væri það eitthvað sem við myndum gera í sífellu. Þar til við myndum öll hætta að vinna og samkvæmt þessari kenning yrði framleiðnin þá óendanleg. Þannig er það að sjálfsögðu ekki,” segir Halldór Benjamín Þorbergsson. Kjaramál Tengdar fréttir Vill stytta vinnuvikuna og fjölga samverustundum með fjölskyldu Magnús Már Guðmundsson býður sig fram í 4. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík sem fram fer 9.-10. febrúar næstkomandi. 24. janúar 2018 13:11 Stytting vinnuvikunnar gæti haft jákvæð áhrif á jafnrétti kynjanna Þrátt fyrir að standa framarlega að vígi í jafnréttismálum er Ísland aðeins í 33. sæti af 38 löndum í samanburði OECD hvað varðar samþættingu fjölskyldu- og atvinnulífs. 7. febrúar 2018 19:45 Styttu vinnudaginn um tvo klukkutíma: „Það eru mikilvægari hlutir í lífinu heldur en bara að vinna geðveikt mikið og græða pening“ Margeir Steinar Ingólfsson hjá Hugsmiðjunni glímdi við líkamleg meiðsli eftir slys og auk þess fór hann að hugleiða. Þá gerði hann sér grein fyrir því að stytting vinnuvikunnar væri góð hugmynd. 6. febrúar 2018 23:30 Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Innlent Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Innlent Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Erlent Fleiri fréttir Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Sjá meira
Í dag verður mælt fyrir frumvarpi þingmanna Pírata um að vinnuvikan verði stytt í 35 stundir eða um klukkustund á dag. Í greinargerð segir að í nokkrum öðrum Evrópulöndum hafi vinnuvikan verið stytt og þar sé framleiðni engu að síður meiri en hjá íslenskum fyrirtækjum. Björn Leví Gunnarsson er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins en aðrir þingmenn Pírata eru meðflutningsmenn. Frumvarpið hefur í tvígang verið lagt fram áður á þingi en ekki náð fram að ganga. Samkvæmt frumvarpinu yrði dagvinnustundum fækkað úr átta í sjö þannig að vinnuvikan í dagvinnu yrði 35 stundir í stað fjörutíu. Í greinargerð kemur fram að í tölum OECD sé Ísland í 25. sæti með 1.883 vinnustundir á móti 1.363 vinnustundum í Þýskalandi þar sem vinnutíminn mælist stystur og 1.410 í Danmörku sem er með næststystan vinnutíma.Segir ekki rétt að vinnustundir séu mun fleiri á Íslandi Félag atvinnurekenda, Viðskiptaráð og Samtök atvinnulífsins hafa mælt gegn lagasetningunni í fyrri umsögnum sínum þegar sams konar frumvörp hafa verið lögð fram. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að með frumvarpinu sé verið að byrja á öfugum enda hvað vinnutíma varði.Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.vísir/ernir„Við höfum kannski fyrst og fremst talað fyrir því að það sé nærtækara að byrja á hinum endanum. Það er að segja draga úr yfirvinnu áður en við förum að stytta dagvinnuna. Það er nú þannig að ef við berum okkur saman við önnur lönd þá eru yfirvinnugreiðslur og yfirvinna mjög stór hluti af íslenskum vinnumarkaði. Rétt um 15 prósent af heildarlaunagreiðslum. En til samanburðar er þetta um 1% á Norðurlöndum og og enn minna víða í Evrópu,“ segir Halldór Benjamín. Það sé ekki rétt að vinnustundir á Íslandi séu mun fleiri en í flestum samanburðarríkjum á Norðurlöndum og í Evrópu. „Virkar vinnustundir á Íslandi eru samkvæmt flestum kjarasamningum þrjátíu og sjö stundir. Í sumum kjarasamningum rétt um 36 stundir á viku en ekki 40 stundir. Ef þú tekur dagvinnustundir í Evrópu er Ísland sem næst stystu vinnuvikuna. Aðeins Frakkar eru með styttri vinnuviku,“ segir framkvæmdastjóri SA. En í þessum tölum Halldórs er tekið tillit til matar- og kaffihlés. Í Frakklandi er vinnuvikan hins vegar 35 stundir. Í greinargerð með frumvarpinu eru færðar líkur að því að með styttri vinnuviku megi auka framleiðni fyrirtækja sem er með lægsta móti á Íslandi miðað við önnur þróuð ríki. Halldór Benjamín segir framleiðni aukast hægum skrefum yfir langan tíma þegar tugþúsundir manna finni betri leiðir til að sinna starfi sínu vegna aukinnar reynslu og tækniframfara. „Ef lífið væri svo einfalt að við gætum aukið framleiðni með því einu að stytta alltaf vinnutímann þá væri það eitthvað sem við myndum gera í sífellu. Þar til við myndum öll hætta að vinna og samkvæmt þessari kenning yrði framleiðnin þá óendanleg. Þannig er það að sjálfsögðu ekki,” segir Halldór Benjamín Þorbergsson.
Kjaramál Tengdar fréttir Vill stytta vinnuvikuna og fjölga samverustundum með fjölskyldu Magnús Már Guðmundsson býður sig fram í 4. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík sem fram fer 9.-10. febrúar næstkomandi. 24. janúar 2018 13:11 Stytting vinnuvikunnar gæti haft jákvæð áhrif á jafnrétti kynjanna Þrátt fyrir að standa framarlega að vígi í jafnréttismálum er Ísland aðeins í 33. sæti af 38 löndum í samanburði OECD hvað varðar samþættingu fjölskyldu- og atvinnulífs. 7. febrúar 2018 19:45 Styttu vinnudaginn um tvo klukkutíma: „Það eru mikilvægari hlutir í lífinu heldur en bara að vinna geðveikt mikið og græða pening“ Margeir Steinar Ingólfsson hjá Hugsmiðjunni glímdi við líkamleg meiðsli eftir slys og auk þess fór hann að hugleiða. Þá gerði hann sér grein fyrir því að stytting vinnuvikunnar væri góð hugmynd. 6. febrúar 2018 23:30 Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Innlent Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Innlent Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Erlent Fleiri fréttir Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Sjá meira
Vill stytta vinnuvikuna og fjölga samverustundum með fjölskyldu Magnús Már Guðmundsson býður sig fram í 4. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík sem fram fer 9.-10. febrúar næstkomandi. 24. janúar 2018 13:11
Stytting vinnuvikunnar gæti haft jákvæð áhrif á jafnrétti kynjanna Þrátt fyrir að standa framarlega að vígi í jafnréttismálum er Ísland aðeins í 33. sæti af 38 löndum í samanburði OECD hvað varðar samþættingu fjölskyldu- og atvinnulífs. 7. febrúar 2018 19:45
Styttu vinnudaginn um tvo klukkutíma: „Það eru mikilvægari hlutir í lífinu heldur en bara að vinna geðveikt mikið og græða pening“ Margeir Steinar Ingólfsson hjá Hugsmiðjunni glímdi við líkamleg meiðsli eftir slys og auk þess fór hann að hugleiða. Þá gerði hann sér grein fyrir því að stytting vinnuvikunnar væri góð hugmynd. 6. febrúar 2018 23:30