Yfir 20 veiðisvæði komin í sölu Karl Lúðvíksson skrifar 21. febrúar 2018 12:05 Fallegur urriði á bakkanum Mynd: Atli Bergman Það er aðeins rétt rúmur mánuður í að veiðin hefjist og það skal engin velkjast í vafa um það að veiðimenn og veiðikonur landsins eru farin að hlakka til komandi tímabils. Það er þess vegna ekki úr vegi að skoða hvað er í boði af lausum leyfum fyrir komandi sumar. Veið erum aðeins farin að kíkja í kringum okkur og telja upp eitt og annað af spennandi leyfum sem eru komin í sölu. Hjá Veiða.is eru nú yfir 20 svæði komin á sölu á vefnum hjá þeim og óhætt að segja að það sé úr mörgu að velja. Meðal svæði sem eru í boði má kannski helst nefna Eystri Rangá en komandi tímabil verður það fyrsta eftir stórauknar sleppingar á gönguseiðum, þ.e.a.s. fyrsta tímabilið þar sem von er á skilum úr þeim sleppingum og það verður mjög spennandi að sjá hvernig fyrstu dagarnir verða í ánni. Silungsveiðileyfi eru einnig ansi fjölbreytt hjá þeim en meðal svæða sem er boðið uppá má nefna Fremri Laxá, ósasvæði Laxár á Ásum, urriðasvæðin í Mýrarkvísl og Hlíðarvatn í Selvogi en það vatn er líklega án vafa eitt vinsælasta silungsvatn á landinu. Þú getur skoðað úrvalið á vefnum hjá þeim hér. Mest lesið Veiðivötn komin í 18.415 fiska Veiði Víðidalsá - Uppgjör 2011 Veiði Fimmta framboðið til stjórnar SVFR Veiði Kröfluflugurnar sterkar í sjóbirtinginn Veiði Tungufljót að taka við sér Veiði Aðalfundur SVFR og kosning til stjórnar Veiði Eystri Rangá komin yfir 3.000 laxa Veiði Með 47 rjúpur um opnunarhelgina Veiði Hraunsfjörður fer að vakna Veiði Boltar í hamslausu Tungufljóti Veiði
Það er aðeins rétt rúmur mánuður í að veiðin hefjist og það skal engin velkjast í vafa um það að veiðimenn og veiðikonur landsins eru farin að hlakka til komandi tímabils. Það er þess vegna ekki úr vegi að skoða hvað er í boði af lausum leyfum fyrir komandi sumar. Veið erum aðeins farin að kíkja í kringum okkur og telja upp eitt og annað af spennandi leyfum sem eru komin í sölu. Hjá Veiða.is eru nú yfir 20 svæði komin á sölu á vefnum hjá þeim og óhætt að segja að það sé úr mörgu að velja. Meðal svæði sem eru í boði má kannski helst nefna Eystri Rangá en komandi tímabil verður það fyrsta eftir stórauknar sleppingar á gönguseiðum, þ.e.a.s. fyrsta tímabilið þar sem von er á skilum úr þeim sleppingum og það verður mjög spennandi að sjá hvernig fyrstu dagarnir verða í ánni. Silungsveiðileyfi eru einnig ansi fjölbreytt hjá þeim en meðal svæða sem er boðið uppá má nefna Fremri Laxá, ósasvæði Laxár á Ásum, urriðasvæðin í Mýrarkvísl og Hlíðarvatn í Selvogi en það vatn er líklega án vafa eitt vinsælasta silungsvatn á landinu. Þú getur skoðað úrvalið á vefnum hjá þeim hér.
Mest lesið Veiðivötn komin í 18.415 fiska Veiði Víðidalsá - Uppgjör 2011 Veiði Fimmta framboðið til stjórnar SVFR Veiði Kröfluflugurnar sterkar í sjóbirtinginn Veiði Tungufljót að taka við sér Veiði Aðalfundur SVFR og kosning til stjórnar Veiði Eystri Rangá komin yfir 3.000 laxa Veiði Með 47 rjúpur um opnunarhelgina Veiði Hraunsfjörður fer að vakna Veiði Boltar í hamslausu Tungufljóti Veiði