Ríflega 5.000 Róhingjar sem fastir eru á landsvæði sem liggur á milli Bangladess og Mjanmar, og hvorugt ríkið gerir tilkall til, fengu í gær heimsókn frá sendiboðum beggja ríkja. Áttu sendiboðarnir fund með fulltrúum Róhingja þar sem bangladessku sendiboðarnir hvöttu flóttamennina til að halda aftur heim.
Nærri 700.000 Róhingjar hafa flúið Rakhine-hérað Mjanmar frá því þjóðernishreinsanir mjanmarska hersins á þeim hófust í ágúst síðastliðnum. Hafa þeir allflestir farið til Bangladess en stjórnvöld ríkjanna tveggja hafa komist að samkomulagi um að senda Róhingjana aftur heim. Þar er brotið á mannréttindum þeirra.
Dil Mohammed, leiðtogi Róhingjanna á svæðinu, sagði í gær að hann hefði ítrekað kröfur Róhingja á fundinum. Meðal annars um að friðargæslusveitum SÞ og hjálparsamtökum yrði hleypt til Rakhine.
Mohammad Abul Kalam, sendiboði bangladesskra yfirvalda, sagði að Bangladessar hefðu beðið yfirvöld í Mjanmar um að tryggja öryggi Róhingja og einungis þá væri hægt að senda Róhingjana aftur heim.
Róhingjar funduðu með yfirvöldum

Tengdar fréttir

Fulltrúi Bandaríkjanna sakar Suu Kyi um hvítþvott og siðleysi
Aung San Suu Kyi, leiðtogi Mjanmar og handhafi friðarverðlauna Nóbels, hvítþvær ríkisstjórn sína af þjóðernishreinsunum sem ríki hennar stundar á Róhingjum og hana skortir siðferðislega stjórnarhætti.

Sláandi umfjöllun Reuters vekur umtal
Sláandi umfjöllun blaðamanna Reuters um morð á tíu Róhingjum í Mjanmar leiðir til ákalls um alþjóðlega rannsókn á meintu þjóðarmorði. Tveir blaðamannanna voru sendir í fangelsi við vinnslu umfjöllunarinnar.

Hyggjast refsa sextán fyrir Róhingjamorð
Yfirvöld í Mjanmar ætla að refsa sjö hermönnum, þremur lögreglumönnun og sex almennum borgurum sem voru viðriðnir dráp á Róhingjum í Rakhine-héraði.