Framleiðandi sakar Harvey Weinstein um líkamsárás Kjartan Kjartansson skrifar 20. febrúar 2018 18:10 Weinstein komst upp með að áreita og beita konur kynferðislegu ofbeldi um áratugaskeið óáreittur. Vísir/AFP Bandaríski kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein réðst á meðframleiðanda kvikmyndar um ævi Marilyn Monroe vegna þess að honum mislíkað hversu góðar viðtökur myndin hlaut í tilraunasýningu. Þetta fullyrðir breski kvikmyndaframleiðandinn David Parfitt í nýrri heimildamynd. Atvikið átti sér stað eftir tilraunasýningu á myndinni „My Week with Marilyn“ sem Weinstein og Parfitt framleiddu og kom út árið 2011. Að sögn Parfitt var Weinstein ekki ánægður með lokaútgáfu myndarinnar og taldi hann að Monroe þyrfti að koma meira við sögu. „Hann hélt mér föstum upp við kóksjálfsala og hótaði alls konar hlutum. Það var mjög ógnvekjandi. Hann var ævareiður yfir því að myndin í útgáfu okkar virkaði,“ segir Parfitt í nýrri heimildamynd bresku sjónvarpsstöðvarinnar Channel 4, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Talsmaður Weinstein segir að þeir Parfitt hafi átt í listrænum ágreiningi um myndina. Weinstein hafi beðist afsökunar á ruddalegri hegðun við ákveðnar aðstæður í fortíðinni. Hann neiti hins vegar alfarið að hafa gert nokkuð glæpsamlegt. Komst upp með áreitnina í krafti samninga sem keyptu þagmælskuFleiri ásakanir koma fram í heimildamyndinni. Ung kona sem starfaði fyrir Miramax-fyrirtæki Weinstein segir hann hafa beðið hana um að nudda sig þegar hún hitti hann fyrst. Þegar hún vildi ekki fallast á það þrýsti hann á hana að afklæðast svo að hann gæti nuddað hana á meðan hann fróaði sér. Weinstein hafi svo þrýst á hana að fara í sturtu með sér. Fyrrverandi starfsmenn hans segja að Weinstein hafi geta haldið uppteknum hætti í krafti samninga sem hann gerði um þagmælsku þeirra sem hann áreitti og beitti ofbeldi. Weinstein neitar öllum áskönunum sem koma fram í myndinni. Ásakanir um ítrekaða og grófa kynferðislega áreitni eða ofbeldi Weinstein komust í hámæli fyrr í vetur og hrundu þær af stað MeToo-byltingunni svonefndu. Fjöldi valdamikilla karla hefur þurft að stíga til hliðar eftir öldu uppljóstrana um framferði þeirra í gegnum tíðina. MeToo Mál Harvey Weinstein Bandaríkin Tengdar fréttir Segir frá árásum Weinstein og áralöngum illdeilum við Tarantino vegna hræðilegs slyss Ég gerði allt til að koma mér undan, segir Uma Thurman. 3. febrúar 2018 20:25 Jason Priestley kýldi Harvey Weinstein í andlitið árið 1995 Leikkonan Mira Sorvino segir að Harvey Weinstein sé ástæða þess að ferill hennar hafi farið út af sporinu. 18. desember 2017 14:30 New York ríki kærir fyrirtæki Weinstein Weinstein hefur verið sakaður um kynferðisofbeldi og áreitni í garð fjölda kvenna síðustu misseri, þar á meðal þekktra leikkvenna. 11. febrúar 2018 22:42 Salma Hayek segir að Harvey Weinstein hafi hótað að drepa hana Leikkonan Salma Hayek hefur skrifað grein í New York Times þar sem hún segir frá reynslu sinni af samstarfi við kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein. Hún segir frá kynferðislegri áreitni hans og hótunum um ofbeldi. 13. desember 2017 21:29 Fyrrverandi aðstoðarkona Weinstein vill breytingu á lögum um þagmælsku Þögn aðstoðarkonunnar um tilraun til nauðgunar var keypt með leynilegu samkomulagi á 10. áratugnum. Hún tjáir sig nú um málið í fyrsta skipti í 19 ár við BBC. 19. desember 2017 22:13 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Sviptir Harris vernd Erlent Fleiri fréttir Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira
Bandaríski kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein réðst á meðframleiðanda kvikmyndar um ævi Marilyn Monroe vegna þess að honum mislíkað hversu góðar viðtökur myndin hlaut í tilraunasýningu. Þetta fullyrðir breski kvikmyndaframleiðandinn David Parfitt í nýrri heimildamynd. Atvikið átti sér stað eftir tilraunasýningu á myndinni „My Week with Marilyn“ sem Weinstein og Parfitt framleiddu og kom út árið 2011. Að sögn Parfitt var Weinstein ekki ánægður með lokaútgáfu myndarinnar og taldi hann að Monroe þyrfti að koma meira við sögu. „Hann hélt mér föstum upp við kóksjálfsala og hótaði alls konar hlutum. Það var mjög ógnvekjandi. Hann var ævareiður yfir því að myndin í útgáfu okkar virkaði,“ segir Parfitt í nýrri heimildamynd bresku sjónvarpsstöðvarinnar Channel 4, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Talsmaður Weinstein segir að þeir Parfitt hafi átt í listrænum ágreiningi um myndina. Weinstein hafi beðist afsökunar á ruddalegri hegðun við ákveðnar aðstæður í fortíðinni. Hann neiti hins vegar alfarið að hafa gert nokkuð glæpsamlegt. Komst upp með áreitnina í krafti samninga sem keyptu þagmælskuFleiri ásakanir koma fram í heimildamyndinni. Ung kona sem starfaði fyrir Miramax-fyrirtæki Weinstein segir hann hafa beðið hana um að nudda sig þegar hún hitti hann fyrst. Þegar hún vildi ekki fallast á það þrýsti hann á hana að afklæðast svo að hann gæti nuddað hana á meðan hann fróaði sér. Weinstein hafi svo þrýst á hana að fara í sturtu með sér. Fyrrverandi starfsmenn hans segja að Weinstein hafi geta haldið uppteknum hætti í krafti samninga sem hann gerði um þagmælsku þeirra sem hann áreitti og beitti ofbeldi. Weinstein neitar öllum áskönunum sem koma fram í myndinni. Ásakanir um ítrekaða og grófa kynferðislega áreitni eða ofbeldi Weinstein komust í hámæli fyrr í vetur og hrundu þær af stað MeToo-byltingunni svonefndu. Fjöldi valdamikilla karla hefur þurft að stíga til hliðar eftir öldu uppljóstrana um framferði þeirra í gegnum tíðina.
MeToo Mál Harvey Weinstein Bandaríkin Tengdar fréttir Segir frá árásum Weinstein og áralöngum illdeilum við Tarantino vegna hræðilegs slyss Ég gerði allt til að koma mér undan, segir Uma Thurman. 3. febrúar 2018 20:25 Jason Priestley kýldi Harvey Weinstein í andlitið árið 1995 Leikkonan Mira Sorvino segir að Harvey Weinstein sé ástæða þess að ferill hennar hafi farið út af sporinu. 18. desember 2017 14:30 New York ríki kærir fyrirtæki Weinstein Weinstein hefur verið sakaður um kynferðisofbeldi og áreitni í garð fjölda kvenna síðustu misseri, þar á meðal þekktra leikkvenna. 11. febrúar 2018 22:42 Salma Hayek segir að Harvey Weinstein hafi hótað að drepa hana Leikkonan Salma Hayek hefur skrifað grein í New York Times þar sem hún segir frá reynslu sinni af samstarfi við kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein. Hún segir frá kynferðislegri áreitni hans og hótunum um ofbeldi. 13. desember 2017 21:29 Fyrrverandi aðstoðarkona Weinstein vill breytingu á lögum um þagmælsku Þögn aðstoðarkonunnar um tilraun til nauðgunar var keypt með leynilegu samkomulagi á 10. áratugnum. Hún tjáir sig nú um málið í fyrsta skipti í 19 ár við BBC. 19. desember 2017 22:13 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Sviptir Harris vernd Erlent Fleiri fréttir Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira
Segir frá árásum Weinstein og áralöngum illdeilum við Tarantino vegna hræðilegs slyss Ég gerði allt til að koma mér undan, segir Uma Thurman. 3. febrúar 2018 20:25
Jason Priestley kýldi Harvey Weinstein í andlitið árið 1995 Leikkonan Mira Sorvino segir að Harvey Weinstein sé ástæða þess að ferill hennar hafi farið út af sporinu. 18. desember 2017 14:30
New York ríki kærir fyrirtæki Weinstein Weinstein hefur verið sakaður um kynferðisofbeldi og áreitni í garð fjölda kvenna síðustu misseri, þar á meðal þekktra leikkvenna. 11. febrúar 2018 22:42
Salma Hayek segir að Harvey Weinstein hafi hótað að drepa hana Leikkonan Salma Hayek hefur skrifað grein í New York Times þar sem hún segir frá reynslu sinni af samstarfi við kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein. Hún segir frá kynferðislegri áreitni hans og hótunum um ofbeldi. 13. desember 2017 21:29
Fyrrverandi aðstoðarkona Weinstein vill breytingu á lögum um þagmælsku Þögn aðstoðarkonunnar um tilraun til nauðgunar var keypt með leynilegu samkomulagi á 10. áratugnum. Hún tjáir sig nú um málið í fyrsta skipti í 19 ár við BBC. 19. desember 2017 22:13