Stjórn Eflingar leggur steina í götu Sólveigar Önnu Jakob Bjarnar skrifar 20. febrúar 2018 16:23 Fyrir liggur að Ingvar Vigur (efri mynd til hægri) er frambjóðandi núverandi stjórnar og skrifstofunnar en Sólveig Anna ekki. Það er eitt en Gísli (neðri mynd til vinstri) vill meina að verið sé að mismuna B-lista Sólveigar. Sigurður Bessason (neðri mynd til hægri) lætur af formennsku í Eflingu eftir átján ára starf. Vísir Gísli Tryggvason lögmaður hefur fyrir hönd B-lista, sem býður sig fram í komandi kosningum til stjórnar Eflingar, sent erindi til stjórnarinnar sem og Persónuverndar þar sem hann krefst þess að jafnræðis sé gætt í komandi stjórnarkosningum í verkalýðsfélaginu. Erindi hans er harðort og þar er meðal annars kvartað undan því að ríkjandi stjórn og skrifstofa geri upp á milli framboða með fremur grímulausum hætti, en A-listinn er beinlínis framboð núverandi stjórnar.Kerfislægt ójafnræði „Á mannamáli, já, þau eru að móast við að veita upplýsingar og á lögfræðimáli heitir kerfislægt ójafnræði sem ég er að reyna, fyrir hönd B-listans að vinna gegn og jafna stöðuna,“ segir Gísli í samtali við Vísi.Þau eru sem sagt, með öðrum orðum, að misnota aðstöðu sína með blygðunarlausum hætti? „Ég myndi ekki orða þetta þannig, ég er svo varfærinn en ég myndi segja að það sé upp réttmætt vantraust vegna kerfisbundinnar mismununar.Grófari kerfisbundin mismunun en maður þekkir úr ríkisbatteríinu. Það eru hundrað ár síðan sýslumenn og hreppstjórar sem voru í kjöri stjórnuðu sjálfir kjörfundi. Og þetta minnir svolítið á það.“Úr bréfi Gísla en í því má greina nokkra furðu lögmannsins yfir því að stjórn og skrifstofa skuli helst ekki vilja veita upplýsingar.Annars vegar sendir Gísli kröfu til stjórnar um að hún bregðist við og gefi út, með birtingu eða aðgengi, lista yfir starfandi trúnaðarmenn Eflingar á vinnustöðum. Gísli hefur sent erindi þessa efnis til kjörstjórnar sem vísuðu því frá einhliða en vísuðu ekki til stjórnar, eins og Gísli segist telja að eðlilegt hefði verið. Því áréttar hann kröfuna með sérstöku erindi til stjórnarinnar.Ingvar Vigur leiðir lista félagsins! Gísli hefur jafnframt, fyrir hönd B-listans, sent erindi til Persónuverndar þar sem áréttuð er krafa um að framboðið fái ekki bara heimilisföng og nöfn félagsmanna heldur einnig símanúmer og netföng, þannig að hægt sé að ná í kjósendur. „Það tengist aftur þessu ójafnræði, listi stjórnar á auðvelt með að ná í kjósendur en B-listinn ekki.“Sólveig og félagar mæta með undirskriftarlista til staðfestingar framboðinu á skrifstofu Eflingar í Borgartúni. Framboðinu er ekki tekið fagnandi, hvorki af stjórn né skrifstofu.visir/eyþórÍ bréfinu til stjórnar, sem Vísir hefur undir höndum, eru dregin fram atriði sem benda til verulegrar mismununar. Og það að skrifstofa Eflingar styðji beinlínis A-listann. Nefnt er dæmi um tvær fréttir á vef Eflingar, þremur dögum áður en kjörstjórn barst framboð A-lista þar sem segir í niðurlagi inngangs: „Listi uppstillingarnefndar var einróma samþykktur í stjórn og trúnaðarráði Eflingar.“ Fyrirsögn þeirrar fréttar er: „Ný forysta í stjórn Eflingar“ og undirfyrirsögn: „Ingvar Vigur Halldórsson leiðir lista félagsins.“Þurrlega sagt af framboði Sólveigar Önnu Fleiri dæmi þar sem ágæti Ingvars Vigurs eru tíunduð má nefna en heldur var þurrlegri tilkynningin þegar greint var frá framboði B-lista undir fyrirsögninni: Sólveig Anna Jónsdóttir leiðir B lista“. Þar segir stuttlega í 40 orðum að Sólveig Anna hafi gefið kost á sér til formanns stjórnar Eflingar en hún sé starfsmaður á leikskólanum Nóaborg. „Kjörstjórn á eftir að staðfesta framboðslista undir hennar forystu og einnig meðmælendalistann. Birt með þeim fyrirvara að framboðið verði staðfest af kjörstjórn.“ Í bréfi Gísla til stjórnar er jafnframt tíundað að fjórir starfsmenn á skrifstofu Eflingar tengist með beinum hætti A-lista auk fráfarandi formanni, Sigurði Bessasyni. Kjaramál Tengdar fréttir Stefnir í hörð átök um Eflingu Nýtt framboð í undirbúningi gegn lista forystunnar. 25. janúar 2018 14:49 Valið stendur á milli Ingvars og Sólveigar Framboðsfrestur til formannskjörs Eflingar rann út klukkan 16 og er nú ljóst að í fyrsta sinn í sögu félagsins verður kosið um nýja stjórn. 29. janúar 2018 16:26 „Við skrimtum á launum sem duga ekki og tilvera okkar er mjög erfið“ Sólveig Anna Jónsdóttir og meðframbjóðendur hennar til stjórnar í stéttarfélaginu Eflingu skiluðu í dag fimmfalt fleiri undirskriftum meðmælenda en þau þurftu til að skila löglegu framboði. Sólveig segir breiðan hóp láglaunafólks að baki framboðinu sem finnst að núverandi stjórn Eflingar hafi brugðist. 29. janúar 2018 19:00 Mest lesið Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Innlent Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Erlent Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Innlent Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Innlent Fleiri fréttir Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá meira
Gísli Tryggvason lögmaður hefur fyrir hönd B-lista, sem býður sig fram í komandi kosningum til stjórnar Eflingar, sent erindi til stjórnarinnar sem og Persónuverndar þar sem hann krefst þess að jafnræðis sé gætt í komandi stjórnarkosningum í verkalýðsfélaginu. Erindi hans er harðort og þar er meðal annars kvartað undan því að ríkjandi stjórn og skrifstofa geri upp á milli framboða með fremur grímulausum hætti, en A-listinn er beinlínis framboð núverandi stjórnar.Kerfislægt ójafnræði „Á mannamáli, já, þau eru að móast við að veita upplýsingar og á lögfræðimáli heitir kerfislægt ójafnræði sem ég er að reyna, fyrir hönd B-listans að vinna gegn og jafna stöðuna,“ segir Gísli í samtali við Vísi.Þau eru sem sagt, með öðrum orðum, að misnota aðstöðu sína með blygðunarlausum hætti? „Ég myndi ekki orða þetta þannig, ég er svo varfærinn en ég myndi segja að það sé upp réttmætt vantraust vegna kerfisbundinnar mismununar.Grófari kerfisbundin mismunun en maður þekkir úr ríkisbatteríinu. Það eru hundrað ár síðan sýslumenn og hreppstjórar sem voru í kjöri stjórnuðu sjálfir kjörfundi. Og þetta minnir svolítið á það.“Úr bréfi Gísla en í því má greina nokkra furðu lögmannsins yfir því að stjórn og skrifstofa skuli helst ekki vilja veita upplýsingar.Annars vegar sendir Gísli kröfu til stjórnar um að hún bregðist við og gefi út, með birtingu eða aðgengi, lista yfir starfandi trúnaðarmenn Eflingar á vinnustöðum. Gísli hefur sent erindi þessa efnis til kjörstjórnar sem vísuðu því frá einhliða en vísuðu ekki til stjórnar, eins og Gísli segist telja að eðlilegt hefði verið. Því áréttar hann kröfuna með sérstöku erindi til stjórnarinnar.Ingvar Vigur leiðir lista félagsins! Gísli hefur jafnframt, fyrir hönd B-listans, sent erindi til Persónuverndar þar sem áréttuð er krafa um að framboðið fái ekki bara heimilisföng og nöfn félagsmanna heldur einnig símanúmer og netföng, þannig að hægt sé að ná í kjósendur. „Það tengist aftur þessu ójafnræði, listi stjórnar á auðvelt með að ná í kjósendur en B-listinn ekki.“Sólveig og félagar mæta með undirskriftarlista til staðfestingar framboðinu á skrifstofu Eflingar í Borgartúni. Framboðinu er ekki tekið fagnandi, hvorki af stjórn né skrifstofu.visir/eyþórÍ bréfinu til stjórnar, sem Vísir hefur undir höndum, eru dregin fram atriði sem benda til verulegrar mismununar. Og það að skrifstofa Eflingar styðji beinlínis A-listann. Nefnt er dæmi um tvær fréttir á vef Eflingar, þremur dögum áður en kjörstjórn barst framboð A-lista þar sem segir í niðurlagi inngangs: „Listi uppstillingarnefndar var einróma samþykktur í stjórn og trúnaðarráði Eflingar.“ Fyrirsögn þeirrar fréttar er: „Ný forysta í stjórn Eflingar“ og undirfyrirsögn: „Ingvar Vigur Halldórsson leiðir lista félagsins.“Þurrlega sagt af framboði Sólveigar Önnu Fleiri dæmi þar sem ágæti Ingvars Vigurs eru tíunduð má nefna en heldur var þurrlegri tilkynningin þegar greint var frá framboði B-lista undir fyrirsögninni: Sólveig Anna Jónsdóttir leiðir B lista“. Þar segir stuttlega í 40 orðum að Sólveig Anna hafi gefið kost á sér til formanns stjórnar Eflingar en hún sé starfsmaður á leikskólanum Nóaborg. „Kjörstjórn á eftir að staðfesta framboðslista undir hennar forystu og einnig meðmælendalistann. Birt með þeim fyrirvara að framboðið verði staðfest af kjörstjórn.“ Í bréfi Gísla til stjórnar er jafnframt tíundað að fjórir starfsmenn á skrifstofu Eflingar tengist með beinum hætti A-lista auk fráfarandi formanni, Sigurði Bessasyni.
Kjaramál Tengdar fréttir Stefnir í hörð átök um Eflingu Nýtt framboð í undirbúningi gegn lista forystunnar. 25. janúar 2018 14:49 Valið stendur á milli Ingvars og Sólveigar Framboðsfrestur til formannskjörs Eflingar rann út klukkan 16 og er nú ljóst að í fyrsta sinn í sögu félagsins verður kosið um nýja stjórn. 29. janúar 2018 16:26 „Við skrimtum á launum sem duga ekki og tilvera okkar er mjög erfið“ Sólveig Anna Jónsdóttir og meðframbjóðendur hennar til stjórnar í stéttarfélaginu Eflingu skiluðu í dag fimmfalt fleiri undirskriftum meðmælenda en þau þurftu til að skila löglegu framboði. Sólveig segir breiðan hóp láglaunafólks að baki framboðinu sem finnst að núverandi stjórn Eflingar hafi brugðist. 29. janúar 2018 19:00 Mest lesið Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Innlent Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Erlent Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Innlent Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Innlent Fleiri fréttir Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá meira
Stefnir í hörð átök um Eflingu Nýtt framboð í undirbúningi gegn lista forystunnar. 25. janúar 2018 14:49
Valið stendur á milli Ingvars og Sólveigar Framboðsfrestur til formannskjörs Eflingar rann út klukkan 16 og er nú ljóst að í fyrsta sinn í sögu félagsins verður kosið um nýja stjórn. 29. janúar 2018 16:26
„Við skrimtum á launum sem duga ekki og tilvera okkar er mjög erfið“ Sólveig Anna Jónsdóttir og meðframbjóðendur hennar til stjórnar í stéttarfélaginu Eflingu skiluðu í dag fimmfalt fleiri undirskriftum meðmælenda en þau þurftu til að skila löglegu framboði. Sólveig segir breiðan hóp láglaunafólks að baki framboðinu sem finnst að núverandi stjórn Eflingar hafi brugðist. 29. janúar 2018 19:00