Vefsalan opnuð hjá SVFR Karl Lúðvíksson skrifar 20. febrúar 2018 10:27 Nokkuð af leyfum eru á lausu hjá SVFR í Elliðaárnar fyrir komandi sumar. Hér er kastað fyrir lax á Breiðunni. Mynd: KL Veiðimenn eru þessa dagana í óðaönn að bóka veiðidaga fyrir komandi sumar og keppast veiðileyfasalar nú um að kynna þau svæði sem ennþá er hægt að komast að á. Það hefur verið mikið bókað fyrir komandi sumar hjá flestum og staðan er sú að mörg svæðin eru orðin eða eru að verða uppseld. Stangaveiðifélag Reykjavíkur er einn af stærstu veiðileyfasölum landsins og var nú nýverið að opna fyrir vefsöluna á lausum dögum hjá félaginu eftir forúthlutun til félagsmanna og þar má kenna ýmissa grasa. Sem dæmi um lausa daga eru þrjú holl laus eða að hluta í Straumfjarðará en vinsældir hennar hafa verið miklir síðustu ár. Níu holl er ennþá laus í Gljúfurá sem er mjög sérstakt enda er þetta skemmtileg á sem er hentug fyrir minni hópa enda aðeins veitt á þrjár stangir. Þrjú holl eru laus í Haukadalsá og á hausttímanum að auki sem er magnaður tími þar sem stóru hængarnir eru gjarnan komnir af stað á þessum árstíma. Í Langá á Mýrum er allt uppslet nema í fjögur holl eftir 20. ágúst en það er mjög skemmtilegur tími í ánni þegar öll áin er veidd og Fjallið komið sterkt inn. Lausir dagar í stöku dagana í september eru síðan að verða færri og færri enda mikið sótt í þá. Það sem sennilega vekur mesta athygli þegar framboðið er skoðað hjá félaginu er sá fjöldi lausra daga í Elliðaárnar en þær hafa verið afskaplega vinsælar og færri komist að en vilja. Það má skoða framboðið á lausum leyfum hjá SVFR hér. Mest lesið Elliðavatn opnar á morgun Veiði Þverá og Kjarrá á toppnum með 295 laxa Veiði Fimmtungslækkun í Steingrímsfirði Veiði Vikulegar veiðitölur komnar í loftið Veiði Stórlaxar á land þegar Nessvæðið opnaði Veiði 1.004 fiska vika í Veiðivötnum Veiði 99 laxar á einum degi í Miðfjarðará Veiði Umsóknarvefur SVFR kominn í loftið Veiði Kársstaðaá verður hjá SVFR í sumar Veiði Góð veiði í Veiðivötnum en þó lakari en í fyrra Veiði
Veiðimenn eru þessa dagana í óðaönn að bóka veiðidaga fyrir komandi sumar og keppast veiðileyfasalar nú um að kynna þau svæði sem ennþá er hægt að komast að á. Það hefur verið mikið bókað fyrir komandi sumar hjá flestum og staðan er sú að mörg svæðin eru orðin eða eru að verða uppseld. Stangaveiðifélag Reykjavíkur er einn af stærstu veiðileyfasölum landsins og var nú nýverið að opna fyrir vefsöluna á lausum dögum hjá félaginu eftir forúthlutun til félagsmanna og þar má kenna ýmissa grasa. Sem dæmi um lausa daga eru þrjú holl laus eða að hluta í Straumfjarðará en vinsældir hennar hafa verið miklir síðustu ár. Níu holl er ennþá laus í Gljúfurá sem er mjög sérstakt enda er þetta skemmtileg á sem er hentug fyrir minni hópa enda aðeins veitt á þrjár stangir. Þrjú holl eru laus í Haukadalsá og á hausttímanum að auki sem er magnaður tími þar sem stóru hængarnir eru gjarnan komnir af stað á þessum árstíma. Í Langá á Mýrum er allt uppslet nema í fjögur holl eftir 20. ágúst en það er mjög skemmtilegur tími í ánni þegar öll áin er veidd og Fjallið komið sterkt inn. Lausir dagar í stöku dagana í september eru síðan að verða færri og færri enda mikið sótt í þá. Það sem sennilega vekur mesta athygli þegar framboðið er skoðað hjá félaginu er sá fjöldi lausra daga í Elliðaárnar en þær hafa verið afskaplega vinsælar og færri komist að en vilja. Það má skoða framboðið á lausum leyfum hjá SVFR hér.
Mest lesið Elliðavatn opnar á morgun Veiði Þverá og Kjarrá á toppnum með 295 laxa Veiði Fimmtungslækkun í Steingrímsfirði Veiði Vikulegar veiðitölur komnar í loftið Veiði Stórlaxar á land þegar Nessvæðið opnaði Veiði 1.004 fiska vika í Veiðivötnum Veiði 99 laxar á einum degi í Miðfjarðará Veiði Umsóknarvefur SVFR kominn í loftið Veiði Kársstaðaá verður hjá SVFR í sumar Veiði Góð veiði í Veiðivötnum en þó lakari en í fyrra Veiði