Birta aðeins ferðakostnað þingmanna frá nýliðnum áramótum Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 20. febrúar 2018 06:00 Jón Þór Ólafsson alþingismaður Forsætisnefnd ákvað á fundi sínum í gær að upplýsingar um ferðakostnað þingmanna verði birtar á sérstökum vef. Þar verða þó einungis birtar upplýsingar um kostnað sem þingmenn hafa stofnað til frá 1. janúar 2018 en ekki lengra aftur í tímann. Þetta staðfestir Jón Þór Ólafsson, þingmaður og fulltrúi Pírata í forsætisnefnd. Aðspurður segir Jón að á fundinum hafi ekki verið tekin endanleg afstaða til upplýsingabeiðna fjölmiðla á fundinum, en Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, hefur látið þess getið að honum sjálfum og skrifstofunni hafi borist fjöldi fyrirspurna um starfskjör þingmanna og verði beiðnum fjölmiðla um frekari upplýsingar vísað inn í vinnu forsætisnefndar.Sjá einnig: Til skoðunar að birta allar upplýsingar um ferðakostnað þingmanna jafnóðum „Ég lýsti þeirri skoðun að rétt væri að farið yrði yfir málið frá sjónarhorni siðareglnanna og þessu var stillt upp þannig í nefndinni að skrifstofa þingsins, sem sér um framkvæmd laga og reglna um þingfararkaup og kostnað, mun gefa forsætisnefnd samantekt um málið og hvernig framkvæmdinni hefur verið háttað. Mér skilst að þetta sé sá farvegur sem forsætisnefnd myndi alltaf vísa málinu í ef það kæmi fram beiðni um að málið yrði skoðað út frá siðareglunum,“ segir Jón Þór. Málið var rætt á Alþingi í gær undir liðnum um fundarstjórn forseta. Meðal þeirra sem tóku til máls var Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sem spurði af hverju málið væri svo viðkvæmt. Hún svaraði því sjálf með orðunum: „Af því að það er bara verið að gefa örlítinn hluta af upplýsingunum. Við vitum hver ók mest. Við vitum núna hver ók næstmest en við höfum ekki fengið upplýsingar um hver er í þriðja, fjórða og fimmta sæti.“ Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Tengdar fréttir Akstursgreiðslur þingmanna: Þeir sem fengu hæstu greiðslurnar stíga ekki fram Vísir sendi fyrirspurn á alla þingmenn varðandi endurgreiðslur á aksturskostnaði. 16. febrúar 2018 13:00 Fara fram á að utanaðkomandi rannsaki aksturdagbækurnar Forsætisráðherra vill allt upp á yfirborðið og telur eðlilegt að akstursdagbækur þingmanna séu aðgengilegar landsmönnum. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir þingmenn auðveldlega geta veitt upplýsingar um eigin akstur. 19. febrúar 2018 07:00 Til skoðunar að birta jafnóðum allar upplýsingar um ferðakostnað þingmanna Forsætisnefnd Alþingis hefur til skoðunar að leggja til breytingar á reglum um endurgreiðslu á ferðakostnaði alþingismanna sem fela í sér að hægt verði að sjá allar greiðslur til þingmanna í hverjum mánuði. 19. febrúar 2018 20:15 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Sjá meira
Forsætisnefnd ákvað á fundi sínum í gær að upplýsingar um ferðakostnað þingmanna verði birtar á sérstökum vef. Þar verða þó einungis birtar upplýsingar um kostnað sem þingmenn hafa stofnað til frá 1. janúar 2018 en ekki lengra aftur í tímann. Þetta staðfestir Jón Þór Ólafsson, þingmaður og fulltrúi Pírata í forsætisnefnd. Aðspurður segir Jón að á fundinum hafi ekki verið tekin endanleg afstaða til upplýsingabeiðna fjölmiðla á fundinum, en Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, hefur látið þess getið að honum sjálfum og skrifstofunni hafi borist fjöldi fyrirspurna um starfskjör þingmanna og verði beiðnum fjölmiðla um frekari upplýsingar vísað inn í vinnu forsætisnefndar.Sjá einnig: Til skoðunar að birta allar upplýsingar um ferðakostnað þingmanna jafnóðum „Ég lýsti þeirri skoðun að rétt væri að farið yrði yfir málið frá sjónarhorni siðareglnanna og þessu var stillt upp þannig í nefndinni að skrifstofa þingsins, sem sér um framkvæmd laga og reglna um þingfararkaup og kostnað, mun gefa forsætisnefnd samantekt um málið og hvernig framkvæmdinni hefur verið háttað. Mér skilst að þetta sé sá farvegur sem forsætisnefnd myndi alltaf vísa málinu í ef það kæmi fram beiðni um að málið yrði skoðað út frá siðareglunum,“ segir Jón Þór. Málið var rætt á Alþingi í gær undir liðnum um fundarstjórn forseta. Meðal þeirra sem tóku til máls var Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sem spurði af hverju málið væri svo viðkvæmt. Hún svaraði því sjálf með orðunum: „Af því að það er bara verið að gefa örlítinn hluta af upplýsingunum. Við vitum hver ók mest. Við vitum núna hver ók næstmest en við höfum ekki fengið upplýsingar um hver er í þriðja, fjórða og fimmta sæti.“
Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Tengdar fréttir Akstursgreiðslur þingmanna: Þeir sem fengu hæstu greiðslurnar stíga ekki fram Vísir sendi fyrirspurn á alla þingmenn varðandi endurgreiðslur á aksturskostnaði. 16. febrúar 2018 13:00 Fara fram á að utanaðkomandi rannsaki aksturdagbækurnar Forsætisráðherra vill allt upp á yfirborðið og telur eðlilegt að akstursdagbækur þingmanna séu aðgengilegar landsmönnum. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir þingmenn auðveldlega geta veitt upplýsingar um eigin akstur. 19. febrúar 2018 07:00 Til skoðunar að birta jafnóðum allar upplýsingar um ferðakostnað þingmanna Forsætisnefnd Alþingis hefur til skoðunar að leggja til breytingar á reglum um endurgreiðslu á ferðakostnaði alþingismanna sem fela í sér að hægt verði að sjá allar greiðslur til þingmanna í hverjum mánuði. 19. febrúar 2018 20:15 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Sjá meira
Akstursgreiðslur þingmanna: Þeir sem fengu hæstu greiðslurnar stíga ekki fram Vísir sendi fyrirspurn á alla þingmenn varðandi endurgreiðslur á aksturskostnaði. 16. febrúar 2018 13:00
Fara fram á að utanaðkomandi rannsaki aksturdagbækurnar Forsætisráðherra vill allt upp á yfirborðið og telur eðlilegt að akstursdagbækur þingmanna séu aðgengilegar landsmönnum. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir þingmenn auðveldlega geta veitt upplýsingar um eigin akstur. 19. febrúar 2018 07:00
Til skoðunar að birta jafnóðum allar upplýsingar um ferðakostnað þingmanna Forsætisnefnd Alþingis hefur til skoðunar að leggja til breytingar á reglum um endurgreiðslu á ferðakostnaði alþingismanna sem fela í sér að hægt verði að sjá allar greiðslur til þingmanna í hverjum mánuði. 19. febrúar 2018 20:15