Erlent

Byssueigendur reyna að fella niður ný skotvopnalög í Flórída

Samúel Karl Ólason skrifar
Lögin voru samin í kjölfar þess að sautján manns létu lífið í skotárás í skóla í Flórída í síðasta mánuði.
Lögin voru samin í kjölfar þess að sautján manns létu lífið í skotárás í skóla í Flórída í síðasta mánuði. Vísir/GETTY
Samtök byssueigenda í Bandaríkjunum, National Rifle Association, hafa höfðað mál til að reyna að koma í veg fyrir ný skotvopnalög í Flórída. Rick Scott, ríkisstjóri Flórída, skrifaði nú í kvöld undir lög sem meðal annars gera byssukaup aðila undir 21 árs aldri ólögleg. Í lögsókninni er því haldið fram að lögin brjóti gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna og geri ungum konum sérstaklega erfitt að verja sig með því að takmarka aðgang þeirra að skotvopnum.



Farið er fram á að dómarar felli lögin úr gildi.

Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar hækka lögin aldurstakmark við kaup skotvopna, lengja biðtíma kaupenda skotvopna og banna byssuskefti sem gera notendum auðvelt að skjóta skotum úr hálfsjálfvirkum rifflum með gífurlegum hraða.



Lögin hafa þó verið gagnrýnd fyrir að skapa svokallað „verndara“ verkefni sem felur í sér að kennarar og starfsmenn skóla megi bera skotvopn í vinnu sinni. Það geta þau gert eftir umtalsverða þjálfun og því fylgir einnig regluleg geðheilbrigðispróf.

Lögin voru samin í kjölfar þess að sautján manns létu lífið í skotárás í skóla í Flórída í síðasta mánuði.

Myndband frá blaðamannafundi Rick Scott þegar hann skrifaði undir lögin í dag.

 


Tengdar fréttir

Trump hvetur þingmenn til að endurskoða skotvopnalög

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hvatti þingmenn úr báðum flokkum til þess að endurskoða skotvopnalöggjöf Bandaríkjanna í kjölf mannskæðrar skotárásar í skóla Flórída þar sem 17 létust.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×