Tiger bjargaði pari með ótrúlegu höggi úr skóginum | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. mars 2018 08:30 Tiger Woods í erfiðri stöðu en leysti þetta vel. vísir/getty Tiger Woods heldur áfram að spila ágætlega í endurkomu sinni á PGA-mótaröðina, en hann er þremur höggum á eftir efstu mönnum eftir fyrsta hringinn á Valspar-meistaramótinu sem hófst í gærkvöldi. Tiger kom í hús á 70 höggum eða einu höggi undir pari eftir nokkuð skrautlegan hring þar sem að hann fékk fimm fugla og fjóra skolla og sýndi nokkur ótrúleg tilþrif. Þau allra flottustu sáust á 16. braut þar sem Tiger sló boltann út í skóg úr teighögginu og þurfti að koma sér inn á braut og að flöt með því að slá boltann alveg upp við tré. Töframaðurinn Tiger sýndi að hann er ekki dauður úr öllum æðum og kom sér úr skóginum í fína stöðu til að bjarga pari sem og hann gerði. Geggjað högg sem má sjá hér að neðan sem og það helsta frá fyrsta hringnum hans. Kanadamaðurin Corey Conners er efstur á fjórum höggum undir pari eftir fyrsta hring en Whee Kim frá Suður-Kóreu er höggi á eftir sem og Bandaríkjamennirnir Nick Whatney og Keegan Bradley.Staðan á mótinu.Trouble in the trees for Tiger. #QuickHits pic.twitter.com/SGVRs1t5oz— PGA TOUR (@PGATOUR) March 8, 2018 Golf Mest lesið Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Enski boltinn Gætu fengið 25 ára fangelsisdóm vegna dauða Maradona Fótbolti Ætlaði ekki að slá andstæðing sinn í höfuðið með boðhlaupskeflinu Sport Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Enski boltinn Fauk í leikmenn vegna fána Fótbolti Ronaldo nú með fleiri mörk eftir þrítugt en fyrir þrítugt Fótbolti Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa Handbolti Strákurinn vann þrjá bikara á einni viku Sport Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn „Hann mun halda með okkur frá himnum“ Fótbolti Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Tiger Woods heldur áfram að spila ágætlega í endurkomu sinni á PGA-mótaröðina, en hann er þremur höggum á eftir efstu mönnum eftir fyrsta hringinn á Valspar-meistaramótinu sem hófst í gærkvöldi. Tiger kom í hús á 70 höggum eða einu höggi undir pari eftir nokkuð skrautlegan hring þar sem að hann fékk fimm fugla og fjóra skolla og sýndi nokkur ótrúleg tilþrif. Þau allra flottustu sáust á 16. braut þar sem Tiger sló boltann út í skóg úr teighögginu og þurfti að koma sér inn á braut og að flöt með því að slá boltann alveg upp við tré. Töframaðurinn Tiger sýndi að hann er ekki dauður úr öllum æðum og kom sér úr skóginum í fína stöðu til að bjarga pari sem og hann gerði. Geggjað högg sem má sjá hér að neðan sem og það helsta frá fyrsta hringnum hans. Kanadamaðurin Corey Conners er efstur á fjórum höggum undir pari eftir fyrsta hring en Whee Kim frá Suður-Kóreu er höggi á eftir sem og Bandaríkjamennirnir Nick Whatney og Keegan Bradley.Staðan á mótinu.Trouble in the trees for Tiger. #QuickHits pic.twitter.com/SGVRs1t5oz— PGA TOUR (@PGATOUR) March 8, 2018
Golf Mest lesið Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Enski boltinn Gætu fengið 25 ára fangelsisdóm vegna dauða Maradona Fótbolti Ætlaði ekki að slá andstæðing sinn í höfuðið með boðhlaupskeflinu Sport Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Enski boltinn Fauk í leikmenn vegna fána Fótbolti Ronaldo nú með fleiri mörk eftir þrítugt en fyrir þrítugt Fótbolti Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa Handbolti Strákurinn vann þrjá bikara á einni viku Sport Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn „Hann mun halda með okkur frá himnum“ Fótbolti Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira