Merkar konur sem aldrei var minnst fá nú minningargreinar Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 8. mars 2018 20:46 Charlotte Brontë, Ida B. Wells og Sylvia Plath eru meðal þeirra sem New York Times minnist nú, mörgum árum eftir dauða þeirra. Vísir/Getty The New York Times mun á næstunni birta eina minningargrein á viku um konur sem hefðu, að mati blaðamanna, átt að fá minningargrein um sig birta á síðum blaðsins þegar þær létust. Greinaröðin heitir Overlooked og voru fyrstu fimmtán greinarnar birtar í dag, á alþjóðlegum baráttudegi kvenna. „Frá árinu 1851 hafa hvítir karlmenn verið fyrirferðarmestir á minningargreinasíðu New York Times. Nú bætum við í safnið sögum 15 merkilegra kvenna,“ segir í kynningu á greinaröðinni. Jessica Bennett, ritstjóri New York Times um jafnréttismál, hefur yfirumsjón með greinaröðinni. Í samtali við Women‘s Wear Daily segir hún að við undirbúning hafi teymi hennar rekist á nokkra skrítna hluti. Til að mynda að minningargreinar og dánartilkynningar kvenna voru birtar undir nafni eiginmanns þeirra þar til fyrir nokkrum áratugum síðan.Höfuðstöðvar The New York Times.Vísir/Getty.Meðal þeirra kvenna sem New York Times minnist nú, mörgum árum eftir dauða þeirra, eru rithöfundurinn Charlotte Bontë, ljóðskáldið Sylvia Plath og Marsha P. Johnson, transkona og aðgerðarsinni sem kastaði fyrsta steininum í Stonewall mótmælunum árið 1969 sem var upphafspunktur réttindabaráttu hinsegin fólks. Á listanum er einnig að finna blaðakonuna Idu B. Wells sem skrifaði bókina Southern Horrors um aftökur svartra karlmanna á almannafæri án dóms og laga sem voru algengar í suðurríkjum Bandaríkjanna í kjölfar við lok nítjándu aldar og á fyrri hluta þeirrar 20. Þegar Ida B. Wells gifti sig birtist frétt um giftinguna á forsíðu The New York Times en blaðið fjallaði aldrei um fráfall hennar. Ada Lovelace fær einnig minningargrein, en hún lést árið 1852. Ada Lovelace var stærðfræðingur og er nú til dags talin vera fyrsti forritari sögunnar. New York Times mun taka við áendingum um konur sem fengu ekki verðskuldaðar minningargreinar hjá miðlinum og verður ein grein birt í hverri viku. Fjölmiðlar Mest lesið Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Sjá meira
The New York Times mun á næstunni birta eina minningargrein á viku um konur sem hefðu, að mati blaðamanna, átt að fá minningargrein um sig birta á síðum blaðsins þegar þær létust. Greinaröðin heitir Overlooked og voru fyrstu fimmtán greinarnar birtar í dag, á alþjóðlegum baráttudegi kvenna. „Frá árinu 1851 hafa hvítir karlmenn verið fyrirferðarmestir á minningargreinasíðu New York Times. Nú bætum við í safnið sögum 15 merkilegra kvenna,“ segir í kynningu á greinaröðinni. Jessica Bennett, ritstjóri New York Times um jafnréttismál, hefur yfirumsjón með greinaröðinni. Í samtali við Women‘s Wear Daily segir hún að við undirbúning hafi teymi hennar rekist á nokkra skrítna hluti. Til að mynda að minningargreinar og dánartilkynningar kvenna voru birtar undir nafni eiginmanns þeirra þar til fyrir nokkrum áratugum síðan.Höfuðstöðvar The New York Times.Vísir/Getty.Meðal þeirra kvenna sem New York Times minnist nú, mörgum árum eftir dauða þeirra, eru rithöfundurinn Charlotte Bontë, ljóðskáldið Sylvia Plath og Marsha P. Johnson, transkona og aðgerðarsinni sem kastaði fyrsta steininum í Stonewall mótmælunum árið 1969 sem var upphafspunktur réttindabaráttu hinsegin fólks. Á listanum er einnig að finna blaðakonuna Idu B. Wells sem skrifaði bókina Southern Horrors um aftökur svartra karlmanna á almannafæri án dóms og laga sem voru algengar í suðurríkjum Bandaríkjanna í kjölfar við lok nítjándu aldar og á fyrri hluta þeirrar 20. Þegar Ida B. Wells gifti sig birtist frétt um giftinguna á forsíðu The New York Times en blaðið fjallaði aldrei um fráfall hennar. Ada Lovelace fær einnig minningargrein, en hún lést árið 1852. Ada Lovelace var stærðfræðingur og er nú til dags talin vera fyrsti forritari sögunnar. New York Times mun taka við áendingum um konur sem fengu ekki verðskuldaðar minningargreinar hjá miðlinum og verður ein grein birt í hverri viku.
Fjölmiðlar Mest lesið Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Sjá meira