Prófið verði annað hvort tekið aftur eða fellt niður Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. mars 2018 11:50 Samræmdu prófin eru rafræn og alfarið tekin á tölvu. Vísir/Getty Tekin verður ákvörðun um hvort samræmt próf í íslensku, sem mistókst í gær, verði lagt fyrir að nýju fyrir þá nemendur sem ekki náðu að ljúka því eða fellt niður. Niðurstaða mun fást í málið að loknum fundi menntamálaráðuneytisins og fulltrúa skólanna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Menntamálstofnun. Í tilkynningu kemur fram að á fundi forstjóra Menntamálastofnunar með mennta- og menningarmálaráðherra í gær hafi verið ákveðið að ráðuneytið myndi boða fulltrúa skólastjóra, kennara, nemenda, foreldra og sveitarfélaga til fundar þar sem farið verður yfir stöðuna eftir íslenskuprófið. Í framhaldinu verður tekin ákvörðun um hvort íslenskupróf verður lagt fyrir að nýju fyrir þá nemendur sem ekki náðu að ljúka því eða prófið fellt niður, að því er segir í tilkynningu. Þá kemur einnig fram að fyrirlögn samræmds könnunarprófs í stærðfræði í dag hafi gengið vel. Í flestum grunnskólum hófst próftaka á tímabilinu átta til níu í morgun en nemendur hefja próftöku allt fram til klukkan ellefu. Alls þreyta um 4.300 nemendur prófið. Fulltrúar þjónustuaðila prófakerfisins voru með sérstaka vakt vegna fyrirlagnarinnar og sáu til þess að tölvuþjónar réðu við álagið. Þær ráðstafanir dugðu til þannig að ekki komu upp samskonar vandamál og í gær sem urðu til þess að hætta varð fyrirlögn samræmds prófs í íslensku. Í nokkrum skólum komu upp einstaka tæknileg vandamál sem starfsmenn Menntamálastofnunar hafa unnið að lausn á í samstarfi við skólana. Eins og greint var frá í gær gat meirihluta nemenda ekki lokið samræmdu prófi í íslensku í gær vegna tæknilegra örðugleika sem komu upp með netþjón prófsins sem staðsettur er í Evrópu. Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Fá að fresta samræmdu prófi eftir vandræði með netþjón í Evrópu Vandræði með netþjón sem staðsettur er í Evrópu urðu til þess að erfiðlega gekk fyrir 9. bekkinga í grunnskólum víða um land að taka samræmt könnunarpróf í íslensku 7. mars 2018 11:33 Harmar mistök við framkvæmd samræmdra prófa í íslensku Mennta- og menningarmálaráðuneyti harmar að framkvæmd samræmdra prófa í íslensku í 9. bekk hafi mistekist með tilheyrandi óþægindum fyrir nemendur og kennara. 8. mars 2018 10:33 Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Fleiri fréttir Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Sjá meira
Tekin verður ákvörðun um hvort samræmt próf í íslensku, sem mistókst í gær, verði lagt fyrir að nýju fyrir þá nemendur sem ekki náðu að ljúka því eða fellt niður. Niðurstaða mun fást í málið að loknum fundi menntamálaráðuneytisins og fulltrúa skólanna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Menntamálstofnun. Í tilkynningu kemur fram að á fundi forstjóra Menntamálastofnunar með mennta- og menningarmálaráðherra í gær hafi verið ákveðið að ráðuneytið myndi boða fulltrúa skólastjóra, kennara, nemenda, foreldra og sveitarfélaga til fundar þar sem farið verður yfir stöðuna eftir íslenskuprófið. Í framhaldinu verður tekin ákvörðun um hvort íslenskupróf verður lagt fyrir að nýju fyrir þá nemendur sem ekki náðu að ljúka því eða prófið fellt niður, að því er segir í tilkynningu. Þá kemur einnig fram að fyrirlögn samræmds könnunarprófs í stærðfræði í dag hafi gengið vel. Í flestum grunnskólum hófst próftaka á tímabilinu átta til níu í morgun en nemendur hefja próftöku allt fram til klukkan ellefu. Alls þreyta um 4.300 nemendur prófið. Fulltrúar þjónustuaðila prófakerfisins voru með sérstaka vakt vegna fyrirlagnarinnar og sáu til þess að tölvuþjónar réðu við álagið. Þær ráðstafanir dugðu til þannig að ekki komu upp samskonar vandamál og í gær sem urðu til þess að hætta varð fyrirlögn samræmds prófs í íslensku. Í nokkrum skólum komu upp einstaka tæknileg vandamál sem starfsmenn Menntamálastofnunar hafa unnið að lausn á í samstarfi við skólana. Eins og greint var frá í gær gat meirihluta nemenda ekki lokið samræmdu prófi í íslensku í gær vegna tæknilegra örðugleika sem komu upp með netþjón prófsins sem staðsettur er í Evrópu.
Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Fá að fresta samræmdu prófi eftir vandræði með netþjón í Evrópu Vandræði með netþjón sem staðsettur er í Evrópu urðu til þess að erfiðlega gekk fyrir 9. bekkinga í grunnskólum víða um land að taka samræmt könnunarpróf í íslensku 7. mars 2018 11:33 Harmar mistök við framkvæmd samræmdra prófa í íslensku Mennta- og menningarmálaráðuneyti harmar að framkvæmd samræmdra prófa í íslensku í 9. bekk hafi mistekist með tilheyrandi óþægindum fyrir nemendur og kennara. 8. mars 2018 10:33 Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Fleiri fréttir Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Sjá meira
Fá að fresta samræmdu prófi eftir vandræði með netþjón í Evrópu Vandræði með netþjón sem staðsettur er í Evrópu urðu til þess að erfiðlega gekk fyrir 9. bekkinga í grunnskólum víða um land að taka samræmt könnunarpróf í íslensku 7. mars 2018 11:33
Harmar mistök við framkvæmd samræmdra prófa í íslensku Mennta- og menningarmálaráðuneyti harmar að framkvæmd samræmdra prófa í íslensku í 9. bekk hafi mistekist með tilheyrandi óþægindum fyrir nemendur og kennara. 8. mars 2018 10:33